Entries by Ómar

Langihryggur – Fagradalsfjall – Dalssel

Gengið var um Hrútadali og austur Drykkjarsteinsdal norðan Slögu. Fylgt var gömlu leiðinni frá Ísólfsskála, framhjá grettistaki og inn á Hlínarveginn. Kíkt var í Drykkjarsteininn, sem Símon Dalaskáld orti um á sínum tíma og getið er um í annarri FERLIRslýsingu. Skárnar voru stútfullar af tæru regnvatni. Haldið var áfram upp með Bratthálsi og Lyngbrekkur og […]

Háleyjahlein

Reynt var enn á ný við “Íslandsklukkuna” í Háleyjahlein undir Háleyjabungu. Háleyjarnar höfðu fyrr sýnt sig bera nafn með rentu. Þegar einn félaganna hafði fetað sig út á eina þeirra í nokkurri stillu tók sig allt í einu upp reið holskefla og skellti sér yfir klettana. Náði hann að beygja sig niður og halda sér […]

Jólin – hátíð ljóssins

Eftirfarandi fróðleikur um „Jólin – hátíð ljóssins„, birtist í jólablaði Fjarðarfrétta 2022: „Fjarðarfréttir boða yður mikinn fögnuð – Á morgun eru vetrarsólstöður, hin forna hátíð, er boðar upprisu ljóssins. Jól eru ein stærsta hátíð kristinna manna. Þeir halda þessa hátíð í minningu fæðingar Jesú, sonar Maríu meyjar. Í kristinni trú er Jesús sonur Guðs (Drottins), […]

Reykjavík – byggð Ingólfs

„UPPHAFLEGA var Reykjavík stærsta jörð, sem nokkru sinni hefir verið á Íslandi. Land hennar náði yfir Kjósarsýslu, Gullbringusýslu og fjóra hreppa. Árnessýslu, Þingvallasveit, Grafning, Ölfus og Selvogshrepp. En brátt saxast á land þetta, því að Ingólfur var óspar á að miðla öðrum af landnámi sínu. Eru taldir 18 landnámsmenn, er hann fékk lönd, og er […]

Sandhöfn – Hafnaberg

Haldið var að Sandhöfn, Kirkjuhöfn og Eyrarhöfn (Eyri) og gengið þaðan vestur götuna áleiðis upp á Hafnaberg. Lýsing hafði fengist af gamalli rétt þar í slakka hægra megin götunnar. Þrátt fyrir nokkra leit fannst réttin ekki að þessu sinni, enda getur reynst erfitt að greina eitt frá öðru þarna í flæminu. Svæðið virðist eyðilegt, en […]

Krukka – Staðarbrunnur – klukka – Háleyjabunga

Farið var með Helga Gamalíassyni frá Stað áleiðis út að Héleyjabungu, en þar undir bungunni á að vera gömul klukka. Á leiðinni lýsti Helgi Litluvör og Stóruvöllum, litlum grasbölum suðvestan við farskiptamöstrin ofan við byggðina í Grindavík. Þar eru hleðslur er gætu einhverjar hýst refagildrur og það gamlar. Vestan við kirkjugarðinn á Stað og sunnan […]

Kaldranasel – Litli-Nýjabæjarhvammur

Ætlunin var að brjótast gegn verði og vindum, yfir flóð í Seltúnslæk og sandbleytur Nýjalands um Rifið inn í Litla-Nýjabæjarhvamm. Þar er skv. gamalli örnefnalýsingu tóftir sels, sem taldar eru vera frá bænum Kaldrana, elsta bænum í Krýsuvík. Hvammaháls er vestar og svo Hvammar. Ætlunin var að skoða tóftirnar, sem legið hafa í þagnargildi um […]

Óbrinnishólahellir – Skógarhvammur

Gengið var að Óbrinnishólahelli suðvestan syðri Óbrinnishóla, í Óbrinnishólakeri. Þetta er fornt fjárskjól, sem rúmaði nokkra tugi fjár og var notað af Hvaleyrarbændum, en þeir nýttu vetrarbeitina á þessum slóðum öldum saman. Hellirinn er um 10 metra langur suðvestan í kerinu. Hlaðið er fyrir framan opið og fyrir innan er gólfið flórað fremst. Gengið var […]

Aukahola – Aðalhola

Gengið var frá Krýsuvíkurvegi eftir slóða til austurs með Undirhlíðum í áttina að skógræktarsvæði, sem þar er ca. 2/3 að Bláfjallavegi. Björn Hróarsson, hellafræðingur, leiddi hópinn. Gengið var framhjá Markrakagili og að skógræktinni. Þar austan við, undir hlíðunum, hefur nú vaxið mikill greniskógur. Mikil og falleg gil eru í hlíðunum. Þarna og nokkru austar dunduðu […]

Hnúkar – tóftir – hellar

Við Hnúka í Selvogsheiði er margt að sjá, bæði mannvistarleifar og jarð- og náttúrufyrirbæri. Þrátt fyrir hellirigningu í bænum var bjart og blíðviðri þegar komið var á vettvang. Byrjað var á því að skoða skúta norðan við Hnúkana. Reyndist hann um 30 metra langur, en fremur lágur. Í göngunni fundust margar yfirborðsrásir, en þær voru […]