Entries by Ómar

Hreindýrin – hvað varð um þau á Reykjanesskaga?

Árni Óla ritaði grein um hreindýrin á Reykjanesskaga í Morgunblaðið árið 1947. Greinin bar yfirskriftina „Hvað varð um hreindýrin á Reykjanesskaga?„. „Laust eftir 1772 var 23 hreindýrum frá norðanverðum Noregi hleyot á land í Hafnarfirði og tóku þau þegar á rás upp í Bláfjöll. Sjö árum seinna „sáust stórir hópar norður við Bláfjöll og var […]

Botnsdalur – Glymur – Hvalskarð – Hvalvatn

Gengið var frá Botni í Botnsdal í Hvalfirði um skógivaxinn norðanverðan Hrísháls og áfram upp með Hvalskarðsá um Hvalskarð (418 m.y.s.), millum Hvalfells (848 m.y.s.) og Háusúlu (916 m.y.s.). Þar fyrir innan er Hvalvatn (378 m.y.s.) er kom m.a. við sögu hins þjóðsagnakennda Rauðhöfða. Austast í því er Skinnhúfuhöfði með Skinnhúfuhelli. Vestan við vatnið er […]

Smyrlabúðir – Garðaflatir

 Í Gráskinnu er sagt að “Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt þegar hraunið rann. Sagan segir að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, […]

Undirhlíðar – Aðalhola – Aukahola

Gengið var frá Krýsuvíkurvegi eftir slóða til austurs með Undirhlíðum í áttina að skógræktarsvæði, sem þar er ca. 2/3 að Bláfjallavegi. Björn Hróarsson, hellafræðingur, leiddi hópinn. Gengið var framhjá Markrakagili og að skógræktinni. Þar austan við, undir hlíðunum, hefur nú vaxið mikill greniskógur. Mikil og falleg gil eru í hlíðunum. Þarna og nokkru austar dunduðu […]

Beinakerlingar I

Jón Þorkelsson skrifaði eftirfarandi (stytt) um beinakerlingar í Blöndu II: „Beinakerlingar eru alkunnar hér á landi og hafa leingi verið, og eins gaman það, er kátir menn hafa að þeim hent. Eru það grjótvörður, — sem kallaðar eru kerlingar, — hlaðnar upp við alfaraveg, einkum á fjallvegum, og eru til þess ætlaðar, að þeir, sem […]

Landnám – aldur

Nokkuð hefur verið skifað um áætlað landnám hér á landi, hvort sem um er að ræða út frá rituðum heimildum eða nærtækari vísindaaðferðum, s.s. gjóskulagarannsóknum eða geislakolsgreiningum. Páll Theódórsson, Vilhálmur Örn Vilhjálmsson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, Karl Grönvold og Ingrid Olson hafa m.a. fjallað um þetta viðfangefni út frá viðkomandi fræðigreinum. Árný lýsir aldursgreiningum með geislakoli, […]

Eldvörp – Blettahraun – Langhóll – Járngerðarstaðir

Milli Árnastígs og Skipsstígs lá gata til forna. Þessi leið hefur gleymst eftir að fólk hætti að fara fótgangandi milli byggðalaga, auk þess sem hluti af leiðinni var girtur af þegar loftskeytastöðin við Eldborg var reist á Bjarnafangi. Ætlunin var að reyna að rekja götuna frá Árnastíg við Eldvörp, í gegnum Blettahraun, framhjá Langhól og áleiðis […]

Kaldársel – K.F.U.M.

Eftirfarandi frásögn um upphaf Kaldársel (sumarbúðanna) birtist í Bjarma árið 1967: „Að aflokinni messu á Bessastöðum á annan hvítasunnudag árið 1921, var haldinn stuttur K.F.U.M.-fundur þar í kirkjunni. Þá var stofnaður sjóður, sem hafa skyldi þann tilgang að koma upp sumarbúðum fyrir K.F.U.M. Það voru tveir félagar úr K.F.U.M. í Hafnarfirði, sem lögðu fram hundrað […]

Skerjafjörður – landamerkjasteinar (1839)

Þrír letursteinar með áletruninni „Landamerki 1839“ afmörkuðu jörðina Skildingarnes frá Víkurbænum í Reykjavík. Í grein í Morgunblaðinu 17. apríl 2005 er umfjöllun um byggðina undir yfirskriftinni „Skildinganes-kauptún“. Þar segir m.a.: „Sunnan í Skildinganeshólum stóð veglegt steinhús, þar átti heima frú sem hét Margrét. Börnum stóð stuggur af frúnni og kölluðu krakkarnir hana Hóla-Möngu. Þegar Margrét, […]

Suðurreykjasel – Húsadalur

Í Jarðabókinni 1703 segir að á Suðurreykjum sé „selstaða góð“. Í örnefnalýsingu fyrir Suður-Reyki, eins og nafnið er nú skrásett, segir að „norðan undir Þverfjalli er Forarmýrin og norðan úr henni rennur Forarmýrarlækur. Í Forarmýri sést móta fyrir áveitumannvirkjum sem einhver bóndi sem var á Reykjum skömmu fyrir aldamótin [1900] lét gera. Forarmýrarháls er vestan […]