Entries by Ómar

Ginið II

Farið var í Ginið. Um er að ræða um 15 metra djúpt op í hrauninu suðaustan við Sauðabrekkur og Sauðabrekkugjá. Ofan við brekkurnar að norðanverðu er falleg gígaröð með klepragígum. Mikil litadýrð er í þeim. Í einum þeirra er skjól þar sem gólfið hefur verið flórað og hella sett fyrir gluggaop. Skammt norðanfrá skjólinu eru […]

Stafnessel II

Í botni Ósabotna liggur girðing upp í heiðina, í átt að varnarsvæðinu. Norðan vogarins, þegar upp á holtið er komið, er Kaupstaðaleiðin rudd svo til þráðbein á drjúgum kafla. Hún var einkar falleg í kvöldsólinni. Í stað þess að fylgja leiðinni niður að tóttum sunnan við Illaklif var haldið áfram vestur yfir holtið, að kletthól, […]

Suður í Hraunum II

Eftirfarandi frásögn eftir Gísla Sigurðsson birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1978. Myndirnar eru ekki síður áhugaverðar. „Þær byggðir, sem við taka á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, voru fyrr meir kallaðar einu nafni „suður með sjó“. Færi einhver að ná sér í skreið eða annað sjómeti „suður með sjó“ þurfti ekki að skýra það nánar. Þessar byggðir […]

Breiðagerðisskóli – álfhóll

Í Mbl árið 1984 birtist svonefnd umfjöllun um álfhól við Breiðagerðisskóla í Reykjavík: „Árið 1956 var hafin bygging barnaskóla við Breiðagerði og fékk nafnið Breiðagerðisskóli. Arkitektarnir Einar Sveinsson og Gunnar Ólafsson teiknuðu húsið. Á þeirri lóð, sem húsinu var valinn staður, var hóll, sem margir kölluðu Alkhól, en það nafn var af sumum talin afbökun […]

Selatangar I

Gengið var um Selatanga. Fyrst var haldið til veturs yfir í Katlahraunið. Á leiðinni var nyrsta refagildran skoðuð. Hún líkist vörðubroti, en ef nánar er að gáð má sjá fallhelluna og opið á gildrunni. Hún er ein af fjórum, sem enn má sjá heillegar á Töngunum. Gengið var eftir Vestari Lestareiðinni í gegnum Borgir (Ketil) […]

Vífilsstaðahlíð – Urriðavatnsholt – Camp Russel

Að loknum erli dagsins eða í helgarfríum er fátt heilsusamlegra en leita um stund frá umhverfi vanans og hreyfa sig svolítið í fræðandi umhverfi. Í næsta nágrenni höfuðstaðarins eru margir staðir, sem bjóða upp á slíkt. Einn þeirra er Vífilsstaðahlíðin, en svo nefnist hæðin fyrir austan Vífilsstaði og nær allt austur að Búrfellsgjá. Stefnan er […]

Eitrað fyrir ref

„Byrjað var að eitra fyrir refi um miðja átjándu öld, eftir að innflutningur hófst á svokölluðum kransaugum eða refakökum öðru nafni. Kransaugu eru fræ austurlenskar trjátegundar. Aðaleitrið í þessu fræi er stryknin þótt magn þess sé ekki mikið, aðeins 1-2% af innihaldinu. Kransaugun voru mulin og hnoðuð inn í kjötbita. Fyrstu heimildir um víðtæka eitrunarherferð […]

Stapinn – Karl Guðjónsson

Eftirfarandi er úr viðtali er birtist í tímaritinu Faxa nr. 7, 43. árg., bls. 84-85, við Karl Guðjónsson þar sem hann lýsir aðstæðum undir Stapanum á fyrri hluta 20. aldar. Karl var 88 ára þegar viðtalið var tekið, en hann var einn af þeim mönnum, sem höfðu upplifað tímanna tvenna þegar verkmenningin var bundin þeim […]

Jólaferð – Skógfellin – Arnarsetur – hellir

FERLIR fór í sína árlegu jólagönguferð s.l. laugardag, 11. desember. Eins og kunnugt er hefur hópurinn verið duglegur að leita uppi fornar minjar á Reykjanesskagagnum og staði, sem flestum eru gleymdir. Þessi ferð var engin undantekning, nema nú var ætlunin að finna þann stað, sem jólasveinarnir halda sig jafan á milli jólahátíða. Hvar búa jólasveinarnir? […]

Útskálar – Garði – uppgröftur

„Fornleifastofnun Íslands ses hefur síðustu vikur staðið fyrir björgunnaruppgreftri að beiðni Menningarseturs að Útskálum ehf á bæjarhólnum á Útskálum í Garði á Reykjanesi. Uppgröfturinn flest í rannsókn á um 25 m2 svæði við gamla íbúðarhúsið að Útskálum sem áætlað er að gera upp. Grafið hefur verið niður á 2,5 m dýpi og þegar hafa 3 […]