Entries by Ómar

Húshólmi á forminjadeginum

Fornminjadagurinn var genginn í garð. Lagt var af stað úr bænum í roki og rigningu, en þegar komið var að Húshólmanum í Krýsuvík brosti sólin sínu blíðasta og veðrið gat ekki verið betra. Sumir taka ávallt mið af veðrinu út um stofugluggann, en aðrir hafa lært að veður á einum stað er ekki endilega sama […]

Bæjarfell – Arnarfell – Dýrfinnuhellir

Gengið var upp á Bæjarfell og skoðaðar einstakar jarðmyndanir, en í viðræðum við Jón Jónsson, jarðfræðing, á heimili hans fyrir skömmu sýndi hann hvar þær var að finna. Norðan undir Bæjarfelli, skammt vestan varnargarðs, má sjá tótt af húsi. Komið var við í fjárhellinum sunnan í fellinu og gengið eftir garðinum að Arnarfelli. Skoðaður var […]

Hvaleyri – rúnasteinar

Litið var á rúnasteinana á Hvaleyrartanga. Rúnir eru vel sýnilegar á a.m.k. þremur steinanna. Fundist hafa nokkrar gamlar umsagnir um steinana og áletranirnar, sem margar hverjar virðast mjög gamlar. Jónas Hallgrímsson gengur svo langt að segja að innan um þær séu fangamerki áhafnar Hrafna-Flóka, sem kom við á Hvaleyrinni (Herjólfshöfn) á leið sinni út. Nefnir […]

Skógfellavegur

Lagt var af stað frá Vogum og genginn 16 km langur Skógfellavegurinn til Grindavíkur. Í heimildum ber leiðin eftirfarandi nöfn: Skógfellavegur, Skógfellsvegur og Vogavegur (notað af Grindvíkingum). Hluti hans var nefndur Sandakravegur eða Sandakradalsvegur. Skógfellaleiðin lagðist af um 1920 þegar bílvegur var lagður til Grindavíkur. Björn Gunnlaugsson skráði Sanakraveg inn á kort sín árið 1831 […]

Sýslusteinn – Keflavík – Bergsendar

Gengið var frá Sýslusteini að Herdísarvíkurseli og þaðan í Seljabót. Síðan var gengið vestur með ströndinni. Um er að ræða magnaða leið. Fjölbreytilegt ber fyrir augu, hvort sem um er að ræða stórbrotið útsýni eða merkileg náttúrfyrirbæri. Leitað var að Skyggnisþúfu. Hún fannst nokkurn veginn miðja vegu á milli Seljabótar og Keflavíkur. Á henni er […]

Strandarheiði – Selvogsheiði

Gengið var á Strandarhæð ofan við Selvog að Gaphelli. Heimildir herma að hann hafi rúmað sex tugi fjár. Framan við hann er Gapstekkur. Þaðan var haldið að Strandarhelli austan í hæðinni. Í hellinum, sem er vel rúmur að innanmáli, var haldið fé á öldum fyrrum. Sunnar er Bjargarhellir. Þá var gengið mót Vörðufelli. Á fellinu […]

Krýsuvíkurhraun – Óbrennishólmi

Á hvítasunnudag var gengið í Krýsuvíkurhraun. Farið var um Bálkahelli, sem er víð u.þ.b. 500 metra löng og rúmgóð hraunrás. Hægt er að ganga eftir henni og koma upp um 300 metrum neðar í hrauninu. Þá var gengið um Klofninga og síðan að Arngrímshelli, fjárhelli, sem notaður var um aldir af bóndanum á Læk ofan […]

Hinrik í Merkinesi – viðtal

Bragi Óskarsson tók viðtal við Hinrik í Merkinesi fyrir Morgunblaðið árið 1984 undir fyrirsögninni „Áður var mér gatan greið“ í tilefni af 85 ára afmæli hans. Hinrik var m.a. spurður um veiðar, sjómennsku, skipasmíðar o.fl.: „Hinrik í Merkinesi, er hann nefndur í daglegu tali en heitir fullu nafni Vilhjálmur Hinrik Ívarsson. Vegna þeirra sem ekki eru […]

Pétursborg – Hólssel – Lynghólsborg

Farið var að Pétursborg og skoðað Hólssel, sem er u.þ.b. 1 km norðaustan hennar. Pétursborg stendur á Huldugjárbarmi, heilleg og falleg aðkomu. Sunnan undir borginni eru fjárhústóftir. Frá Pétursborg er fallegt útsýni yfir heiðina að Hrafnagjá, Snorrastaðatjarnir og Háabjalla. Svæðið myndaðist á svipaðan hátt og Þingvellir, misgengi þar sem miðjan sígur á sprungurein og gliðnar […]

Möngusel – Merkinessel

Gengið var frá Stapafellsvegi með Arnarbælisgjá að Mönguselsgjá, sem sker Hafnaheiðina frá austri til vesturs. Það er um klukkustundar gangur. Norðan Mönguselsgjár, handan hárrar vörðu (gömul sandgræðslugirðing hefur legið skammt vestan vörðunnar), í dalverpi er opnast til norðurs, kúrði Möngusel. Selið hefur verið fremur lítið og er greinilega komið til ára sinna, en hleðslur voru […]