Entries by Ómar

Selvogsleið – Grindarskarðsvegur – Námuhvammur

Ætlunin var að feta Selvogsgötuna (Suðurfararveg) um Kerlingarskarð og skoða mögulegar leiðir námumanna inn í Námuhvamm í Brennisteinsfjöllum á árunum 1883-1885. Brennisteinsvinnsla var tekin upp á svæðinu á þessum tíma í framhaldi af endalokum Krýsuvíkurnámanna 1880. Bretar þeir er þar voru við stjórn undir handleiðslu Patersons ákváðu að reyna Fjöllin til þrautar, en torleiðið reyndist […]

Selsvellir – Þórustaðastígur – Vigdísarvellir – eldflaugaskot

Gengið var frá rótum Trölladyngju inn á Selsvelli þar sem ætlunin var að fylgja Þórustaðastíg yfir Núpshlíðarhálsinn að Bæjarfelli ofan Vigdísarvalla og Bala. Tilefnið var að staldra þar við og horfa á eldflaugaskot, sem þar átti að framkvæmast kl. 13:00 skv. auglýstri dagskrá. Gangan inn að Selsvöllum var auðveld, enda gamburmosinn frosinn. Selsvallalækurinn lék við […]

Selvogsselin

Sel ofan Selvogs. Byggt á Fornleifaskráningu Hildar Gestsdóttur og Orra Vésteinssonar um sel í Selvogi. Um Herdísarvíkursel segir: “Á Seljabót er landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur og sýslumörk milli Gullbringu- og Árnessýslu. Seljabótanef er þessi staður nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar…” [Tóftirnar eru undir sunnanverðum hraunkantinum ofan Seljabótar, skammt austan sýslugirðingarinnar. […]

Kaupstaðaleið Selvogsmanna – Konráð Bjarnason

Eftirfarandi er hluti lýsingar Konráðs Bjarnasonar af kaupstaðaleið Selvogsmanna frá Torfabæjarhliði um Grindarskörð til Hafnarfjarðar. “Þetta var gamla lestamannaleiðin um aldir og allt fram undir 1940 á meðan henni var haldið við ruðningi sem sýsluvegi. Vorsmalamennsku og rúningi var lokið og ull fullverkuð, þurrkuð, sekkjuð og bundin til klakks, sem hestaburður á mörgum hestum. Góðveðursdagur […]

Latur

Örnefnið „Latur“ hefur verið útskýrt á ýmsan máta. Til að fá úr tilurð nafnsins skorið spurðist FERLIR fyrir um nafnið á fyrirspurnarvef Örnefnastofnunar (sjá hér tl hliðar), en þangað er hægt að leita fróðleiks og upplýsinga um hvaðeina er lýtur að örnefnum vítt og breytt um landið, svo framarlega að þau hafi verið skráð, þau […]

Kaldársel og nágrenni III

Kaldársel og nágrenni (samantekt Ómar Smára Ármannssonar – úr “Sögu Hafnarfjarðar”, handskrifuðum Minningum Sigurðar Þorleifssonar og handriti Gísla Sigurðssonar á Bókasafni Hafnarfjarðar). Gamli bærinn í Kaldárseli stóð á túnblettinum, sem núverandi hús stendur á, þ.e. á móts við miðju þess er snýr að árbakkanum. Áður tilheyrði landið Garðakirkju og hafði hún þar í seli fram […]

Kapellan í Kapelluhrauni og stækkun álversins í Straumsvík

Fyrirhuguð er stækkun álversins í Straumsvík. Stækkunin felur í sér framleiðsluaukningu um 260.000 tonn á ári frá núgildandi starfsleyfi – í tveimur áföngum. Í skýrslu Hönnunar um stækkun álversins í Straumsvík frá því júní 2002 segir að „fyrirhugað er að reisa tvo tæplega 950 m langa kerskála, sunnan núverandi Reykjanesbrautar. Önnur helstu mannvirki fyrirhugaðrar stækkunar […]

Fjárhús í Urriðakotshrauni – fyrirmynd Kjarvals

„Spor Jóhannesar Sveinssonar Kjarval liggja víða í hraununum umhverfis Garðabæ og Hafnarfjörð, en hann átti sér nokkra uppáhalds staði og þangað kom hann oftar en einu sinni. Sumarið 1966 fékk Kjarval leigubílstjóra til að aka sér í áttina að Vífilsstöðum en hann málaði stundum myndir í Vífilsstaðahrauni, en í þetta sinn lá leiðin aðeins lengra. […]

Sel í landi Garðabæjar

Sel í landi Garðabæjar (Úr bókinni “Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar”). Í bókinni Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar er m.a. fjallað um selin í Selgjá, Vífilstaðasel, Setbergssel, Kaldársel og Hraunsholtssel. “Selgjá (Norðurhellragjá, Norðurhellnagjá, Norðurhellagjá) er í Urriðakotshrauni. Selgjárhellir er vestast í norðurbrún gjárinnar… ”….nokkuð breið gjá er í hrauninu, sem er framhald af […]

Einar Kr. Einarsson – Gatan mín… I

Jökull Jakobsson gengur með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík.  Frá 20.janúar 1973. „Byggðalagið sem við göngum um í dag er svolítið sérstakt. Fólkið er allt horfið en húsin standa ein eftir. Þetta er Staðarhverfið við Grindavík. Leiðsögumaður okkar í dag er fluttur héðan eins og allir hinir. Hann er kominn til að segja […]