Entries by Ómar

Flugvélaflök á Reykjaneskaganum

Skoðuð hafa verið nokkur flugvélaflök á Reykjanesskaganum, s.s. við Stórkonugjá, í Breiðagerðisslakka, Kistufelli í Brennisteinsfjöllum, Langahrygg og Kastinu í Fagradalsfjalli, við Húsatóttir, í Stapatindum í Sveifluhálsi og í Kerlingargili í Lönguhlíðum. Í eftirfylgjandi yfirliti verður getið um helstu upplýsingar um einstök flugvélaflök jafnóðum og þær berast. Eftirfarandi upplýsingar eru teknar út úr einstökum fyrirliggjandi FERLIRslýsingum. […]

Sandakravegur II

Á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar frá 1831 er Sandakravegur sýndur milli Voga-Stapa og Slögu ofan við Ísólfsskála. Skv. uppdrættinum ætti vegurinn að hafa legið yfir norðanvert Arnarseturshraun að Litla-Skógfelli. Ætlunin var að skoða hraunssvæðið norðvestan Litla-Skógfells og rekja Sandakraveginn, sem markaður er í slétta hraunhelluna, frá Skógfellinu að Sandhól og til baka niður frá norðanverðu Litla-Skógfelli að Snorrastaðatjörnum (Vatnsgjám) austan Háabjalla. […]

Gerði – Kristrúnarborg

Gengið var frá gamla Keflavíkurveginum þar sem hann kemur út úr Kapelluhrauninu að vestanverðu og liðast í gegnum Selhraunið við tjarnirnar ofan við Straumsvík, neðan Gerðis. Fallegar veghleðslur, sem enn hafa fengið að vera óhreyfðar, eru við veginn þar sem hann beygir niður með tjörnunum. Svipaðar hleðslur má einnig sjá með elsta hluta vegarins vestan […]

Vilborgarkot – Elliðakot

Haldið var að Elliðakoti og Vilborgarkoti síðdegis í dimmasta skammdeginu. Norðanáttin blés grimmt á vinstri vangann, en sólin litaði himininn rauðan bæði á bak og fyrir. Guðlaugur R. Guðmundsson skráði örnefnalýsingu fyrir Elliðakot og Vilborgarkot. Hér verður lögð megináherslan á síðarnefnda kotið. „Ég fór með Karli Nordahl að Elliðakoti 18. júlí 1978. Þar eru aðeins húsarústir […]

Gamlasel

Í lýsingu segir: „Sel frá Ölfusvatni: Gamlasel var í kvos sunnan undir Selhól í Ölfusvatnshólum. Rennur Ölfusvatnsá þar rétt hjá og er Kaldá þar komin í ána. Þetta sel er ævagamalt. Þarna handhjuggu fylgdarmenn Þórðar kakala Þorstein Guðnason, fylgdarmann Gissurar Þorvaldssonar, …“ Sunnan frá Mælifelli gengur rani að ánni. Vestan í þessum rana, við Seltanga, […]

Ferðamaður í seli

Hér segir Jónas Jónasson frá Hrafnagili frá aðkomu ferðamanns í sel. Lýsir frásögnin ágætlega hvernig þar var umhorfs. „Ég hafði farið einum tvisvar sinnum yfir heiðina áður, en í hvort tveggja skiptið með öðrum, og því minna tekið eftir landslagi og gatnamótum fyrir það. Samt minnti mig nú, að mér hefði verið sagt, að einhvers […]

Sel og selstöður í Grindavík

„Sel og selstöður í Grindavík“ – eftir Guðrúnu Ólafsdóttur. Í ritinu “Söguslóðir”, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, ritar Guðrún Ólafsdóttir um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi. Í því segir hún m.a.: Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk […]

Reykjavíkursel (Víkursel)

Í riti um Öskjuhlíð – náttúru og saga, er m.a. fjallað um sögulegar minjar í hlíðinni: “Í Öskjuhlíð finnast víða sögulegar minjar. Þær eru af margvíslegu tagi, en í stórum dráttum má skipta þeim í tvennt; almennar söguminjar og stríðsminjar. Þær elstu tengjast búskap, þ.e. svonefndu Víkurseli. Öskjuhlíð tilheyrði frá upphafi landnámsbænum og höfuðbólinu Reykjavík, […]

Ólafskarðsvegur

Gengin var gömul þjóðsagnakennd þjóðleið, Ólafsskarðsvegur. Gangan hófst í Jósefsdal, austan Vífilsfells, þaðan var gengið upp Ólafsskarðið um fyrrum skíðabrekkur, áfram niður með austanverðum Bláfjöllum, milli gíganna Leitis og Eldborga og að Fjallinu eina norðvestan Geitafells. Svo virðist sem gatan hafi legið beggja vegna smáfjallsins, áfram niður með grónum hraunbrúnum (Hrossaflatir) og áleiðis niður með austanverðu Geitafelli. […]

Skólasaga úr sjávarplássi

Jón S. Guðlaugsson skrifaði B.Ed.-ritgerð um „Skólasögu úr sjávarplássi“ í KHÍ 2007. Hér verður hún skoðuð að hluta með hliðsjón af sögu millistríðsáranna. Í inngangi segir m.a.: „Til umfjöllunar er skólafyrirkomulag, uppeldi barna og atvinnuhættir á millistríðsárunum í tveimur sjávarþorpum á Suðurnesjum. Þorpin eru Grindavík og Hafnir. Hvað varðar atvinnuhætti þá snerist nánast allt um […]