Entries by Ómar

Hraunin I

Hraunin ná frá Straumsvík vestur að Hvassahrauni og tilheyrðu Álftaneshreppi frá fornu fari en árið 1878 urðu þau hluti Garðahrepps þegar Álftaneshreppi var skipt í Bessastaða- og Garðahrepp. Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðaréttindi 1908 fleygaði bærinn Garðahrepp í tvennt, en Hraunin tilheyrðu áfram Garðahreppi. Árið 1948 keypti Hafnarfjarðarbær skika úr landi Straums sem var í eigu […]

Þórkötlustaðanes – skipskaðaskilti

Söguskilti  um skipsströnd á svæðinu frá Hrauni að Hópi var nýlega vígt í Þórkötlustaðanesi. Skiltið er ofan við Þórshamar og utan við Höfn á austanverðu Nesinu. Þetta nýja söguskilti segir sögu skipsstranda frá Hraunsandi vestur um að Hópsvör. Það var vígt í tilefni af 80 ára afmæli Slysa-varnadeildarinnar Þorbjörns. Deildin var stofnuð 2. nóvember 1930. […]

Ingólfur Arnarsson – hinn fyrsti landnámsmaður

Ísland byrjaði að byggjast frá Noregi á 9. öld. Samkvæmt hefðbundinni söguskoðun og þeim skriflegu heimildum, sem til eru, nam Ingólfur Arnarson fyrstur manna land á Íslandi. Hann setti bæ sinn niður í Reykjavík um 870 og staðfesta fornleifarannsóknir við Aðalstræti og Suðurgötu þá tímasetningu. Sagan segir að Ingólfur hafi valið sér Reykjavík til búsetu […]

Gísli Sigurðsson – stutt æviágrip

„Gísli Sigurðsson – stutt æviágrip, fæddur, uppalinn, æfistarf o.fl. – Ég er fæddur á Sólheimum í Hraunamannahreppi í Árnessýslu 23. júní 1903, þriðjudaginn í níundu viku sumars á fyrstu stundu. Foreldrar mínir voru Sigurður Gíslason og Jóhanna Gestsdóttir, bæði vinnuhjú. Ég fylgdist svo með foreldrum mínum á ýmsa bæi í Hreppnum fram til átta ára […]

Suðurstrandarvegur…

Eftirfarandi umfjöllun um nýjan Suðurstrandarveg birtist í Fréttablaðinu þann 5. nóv. 2011. Af umfjölluninni að dæma mátti ætla að engar samgöngur hefðu verið á svæðinu fram að opnun Suðurstrandarvegar, þrátt fyrir að fjölfarin forn þjóðleið hafi legið þar um fyrrum auk þess sem vagnvegur var lagður um það 1932 og síðan vinsæll bílvegur áratug síðar. […]

Seltún – brennisteinsvinnsla

Í bókinni „Auður úr iðrum jarðar“ skrifar Sveinn Þórðarson m.a. um Brennisteinsnám í Krýsuvík og víðar. „Brennisteinn hefur fyrir víst verið fluttur héðan á tóftu öld og út allar miðaldir..:“ Í Árna sögu biskups er vikið að brennisteins-útflutningi eftir fall þjóðveldisins 1262-64. Þar kemur fram að konungur vill nú einkarétt til brennisteinskaupa en áður hafi […]

Einkenni seljanna á Reykjanesskaga

Sel á Reykjanesskaganum eru í sumu frábrugðin seljum annars staðar á landinu. Víða utan þess voru þau oft höfð upp til dala eða upp undir hlíðum fjarri bæjum. Flest seljanna á Reykjanesi eru u.þ.b. í einnar til tveggja klukkustunda göngufjarlægð frá bænum, sem þau voru frá. Það var talið til kosta að hafa fjarlægðina ekki […]

Seltún – raforku- og hitaveituframkvæmdir fyrrum

Í Sögu Hafnarfjarðar má lesa um tilraunir til rafmagnsframleiðslu í Krýsuvík sem og virkjun jarðvarma til húshitunar á miðri síðustu öld, eða stuttu eftir að bærinn fékk hluta Krýsuvíkurlands eftir að íslenska ríkið tók það eignarnámi 1941. „Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hófust handa um að láta kanna, hvort unnt yrði að nýta gufuna í Krýsuvík til […]

Ósmelur – Hvalfjarðareyri

Gengið var um innanverðan Ósmel að Hvalfjarðareyri. Á leiðinni voru skoðaðar minjar, fjörur, jarð- og bergmyndanir, fuglar og selir, sjávarlón, grunnsævi og strandlengja utan ræktaðs lands neðan þjóðvegar frá Norðurkoti, inn að vík neðan við Eyrarkot og áfram að Eyrinni. Ósmelur er stór og fagur jökulgarður frá síðjökultíma. Meðfram ströndinni eru mikil set og öskulög sem […]

Gerðakot – kuml

Magnús Grímsson segir í ritgerð sinni „Fornminjar á Reykjanesskaga“ frá tveimur kumlum, sem fundust að Gerðakoti skammt SV Hvalsness árið 1854. Nýbýlið virðist hafa verið byggt á lágum hól, sem að öllum líkindum hefur verið og er kumlateigur. Húsið stóð þangað til annað nýrra var byggt skammt NA. Það var timburhús á steyptum kjallara. Það […]