Markhella

Gengið var að Gvendarbrunni við Alfaraleiðina.
Norðan brunnsins er hlaðið fyrir skúta og myndað Klofakletturfjárskjól. Austar í hraunhólnum, sem skútinn er í, er hornstaur girðingar. Girðingin hefur legið í beina stefnu til suðurs og upp í hraunið, framhjá Gvendarbrunni. Hlaðið hefur verið undir girðinguna og sést hleðslan alla leið að endastaur upp í hrauninu í um tveggja klukkustunda fjarlægð. Þar hefur girðingin beygt til austurs þar sem sú lína endar í hornstaur við Krýsuvíkurveg skammt ofan við vegamót Bláfjallavegar, við landamörk Áss.

Markhella

Að sögn liggja mörk Straums frá Gvendarbrunni í Mjósundsvörðu, frá henni í Klofaklett í suður. Á Klofaklett á að vera klappað “ÓTTA”, “STR” og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyjólfshól. Á Markastein, oftar nefnd Markhella, á einnig að vera klappað “ÓTTA” “STR” “KRYSU”. Síðan á línan að liggja frá þessum Markasteini í stefnu upp í Krýsuvíkurland. Merkingarnar fundust á Markasteini, en ekki á Klofakletti. Hér gæti verið um einhverja misvísun að ræða í örnefnalýsingum.
Markhella-2Við skoðun á Markasteini (Markhellu) var áletrunin eftirfarandi: KRV – ÓTTAR – HVASSA. Ef tekið er mið af því hversu áletrunin er annars greinilegt á mjúkri nánast lóðréttri hraunhellunni má telja líklegt að hún hafi verið gerð af einhverri óþekktri ástæðu einhvern tímann á 20. öldinni. Markhellan er mjög ólíklega landamerki, enda hafa þau jafnan verið miðuð við Markhelluhól við Búðarvatnsstæðið, sem er tæplega kílómetra norðvestar.

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

Gengið var niður með Gömlu-þúfu, sem einnig er getið sem landamerki þarna í stað Markhellu, og að hornstaurnum. Frá hornstaurnum var gengið til norðurs að Straumsseli og komið við í Efri-Straumsselshellum. Á leið frá þeim að Neðri-Straumsselshellum fannst enn ein hleðsla að opi fjárhellis. Allnokkur hleðsla er fyrir opin og hefur loft á gangi þess fallið niður og því sést það nú. Norðar er op Neðri-Straumsselhella og önnur hleðsla í sama helli skammt austar.
Straumsselið var skoðað gaumgæfilega, enda veður með ágætum. Þá var gerður uppdráttur af selinu og nágrenni. Þegar gengið var norðan við selið hljóp grábrúnn refur undan göngufólki, staðnæmdist skammt frá og virti það fyrir sér. Honum leist ekki betur en svo á hópinn að hann ákvað að láta sig hverfa.
Á leiðinni til baka var komið við í rétt, sennilega fráfærurétt, í hrauninu fyrir ofan Selshraun. Þar eru miklar hleðslur og svo er að sjá að þar hafi einnig verið reft yfir byrgi. Greinilegt er að fé hefur verið haldið þarna í hraunkantinum, því vel er gróið þarna í kring.
Gangan tók 6 klst og 2 mín. Frábært veður.

Markhella

Við Markhellu.