Entries by Ómar

Fjöll

Fjall, andstætt fjörunni, er landform sem gnæfir yfir umliggjandi landslag. Hæð ein sér nægir ekki því fjall er venjulega hærra og brattara en hæð. Á Reykjanesskaganum eru fá fjöll, en þess fleiri fell. Í rauninni er einungis stigsmunur á fjalli og felli – þau síðarnefndu eru jafnan lægri. Þannig eru t.d. Festisfjall (190 m.y.s) og […]

Bláfjöll – Breska Grána

Í slysaskráningaskýrslu hernámsliðsins hér á landi kemur m.a. fram að þann 6. febrúar 1945 hafi Avro Anson flugvél frá Konunglega breska flughernum hrapað eða nauðlent á svæðinu á milli Vífilsfells og Bolla. Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Þrír voru í áhöfninni. Einn slasaðist alvarlega, en tveir minna. Þeir komust fótgangandi […]

Fjörur I

 Nærtækastu útivistarsvæði Grindavíkur, sem og allra annarra sjávarbyggðalaga á Reykjanesskaganum, eru fjaran annars vegar og heiðar og fjöllin hins vegar. Hér er ætlunin að gera fjörunni svolítil skil. Fjara er nafnið á breytilegum mörkum lands og sjávar. Þar sem sjávarfalla gætir verður þessi ræma ýmist breiðari eða mjórri en ella. Sjávarföll sjást mjög greinileg í sjó. Sjávarföll eru […]

Herdísarvíkurhraunshellir II

Haldið var niður Herdísarvíkurhraunið sunnan við Sængurkonuhelli. Í örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík segir m.a. um Sængurkonuhelli: „Litlu vestar en Sýslusteinn lá alfaraleiðin gamla um Klifið, sem eiginlega var vestan landamarka. Það nefndist ýmsum nöfnum, svo sem Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur verið hlaðin varða í Illaklifi, nefnist Klifsvarða. Sunnan yngra hraunsins er hellisskúti, nefnist Sængurkonuhellir. […]

Kálfatjarnarheiði II

Gengið var um ofanverða Kálfatjarnarheiði ofan og vestan Lynghóls. Reynt var að fylgja varðaði leið er horfið var frá í fyrri ferð um ofanverða heiðina, auk þess sem ætlunin var að skoða mannvistarleifar neðar í heiðinni; vestan og norðvestan Lynghóls. Vörður mynduðu, líkt og áður, tvöfalda röð til vesturs norðan núverandi Reykjanes-brautar. Þær staðfestu enn […]

Hjónadysjar – Systkinaleiði – Þorgarðsdys – Kulesdys

Í bókinni „Rannsókn á Kópavogsþingstað“ eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur er fjallað um fornleifauppgröft á þingstaðnum 1973-1976. Í inngangi eru raktar heimildir um svæðið sem og helstu minjar. Þar er m.a. minnst á fjögur kuml nálægt þingstaðnum, þ.e. Hjónadysjar, Systkinaleiði, Þorgarðsdys og Kuledys. „Þingstaðurinn í Kópavogi er einn af þekktari þingstöðum landsins, og þá aðallega fyrir Kópavogseiðana […]

Svartagil – flugvélaflak

Þann 31. júlí 1943 var flugslys norðan Þingvallavatns. Þetta gerðist kl. 15:34. Flugvélin var af gerðinni Grumman J2F Duck, 3ja manna flotvél, tvíþekja, svonefnd J2F. Flugmaðurinn, William Bentrod, lést, en félagar hans, George og Sullivan komust lífs af. Flugvélar þessar voru m.a. notaðar hér á landi til að sækja og bjarga hermönnum úr sjó og […]

Bláfjöll – flugvélaflak II

Upplýsingar bárust um flugvélaflak austan Bláfjallahryggs, milli Leitis og Fjallsins eina. Staðsetningin var fremur óljós – gat verið annað hvort upp á sléttunni milli Bláfjallahryggjar og austurbrúnarinnar eða í rótum hennar. Því var ákveðið að skoða fyrst efra svæðið og síðan, ef það gæfi ekki árangur, leita það neðra og fara þá upp með Eldborgum […]

Ögmundarhraun – saga I

Áður en það var rutt varð að fara vestur yfir hálsa fyrir endann á hraunsuppkomunni þegar fara þurfti til Njarðvíkur eður Keflavíkur. Bóndinn í Njarðvík átti dóttur. Hennar bað lausingi nokkur er Ögmundur hét, tröllmenni að stærð og kröptum. Bóndi vildi ei gipta dóttur sína fúlmenni þessu en treystist ei að standa í móti honum. […]

Herdísarvíkur-Surtla

Ein frægasta ær síðari tíma er Herdísarvíkur-Surtla. Hún var í eigu Hlínar Johnson frá Herdísarvík á Reykjanesi. Surtla var svört, eins og nafnið gefur til kynna, og hafði einstakt lag á að gera menn sárfætta og reiða. Í fjárskiptum vegna mæðiveikinnar haustið 1951 var svæðið frá Þjórsá að Hvalfirði hreinsað af fé, fyrir utan eina […]