Herdísarvíkurhraunshellir

Haldið var niður Herdísarvíkurhraunið sunnan við Sængurkonuhelli. Í örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík segir m.a. um Sængurkonuhelli: “Litlu vestar en Sýslusteinn lá alfaraleiðin gamla um Klifið, sem eiginlega var vestan landamarka. Það nefndist ýmsum nöfnum, svo sem Háaklif, Illaklif og Vondaklif.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

Nú hefur verið hlaðin varða í Illaklifi, nefnist Klifsvarða. Sunnan yngra hraunsins er hellisskúti, nefnist Sængurkonuhellir. Þar leitaði kona einu sinni skjóls og fæddi þar barn. Niður frá Geitafellsendanum eystri lá stígur milli Krísuvíkurhrauns eða Krísuvíkurbruna og Herdísarvíkurbruna, neðan brunans austur í Brunna. Þótti hann betri en að fara um Háaklif. Neðrileið var hún nefnd.” Sú gamla gata er enn djúpt mörk í helluhraunið.
Í annarri örnefnalýsingur segir að : “Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.”
Í fyrstu virtist “skútinn” sá ‘arna varla merkilegur; en ryðbrunnið vaskafat innan við annars sléttgólfaðan munnann gaf þó ákveðna vísbendingu. Þegar áræðnir hellamenn frá HERFÍ könnuðu gripinn reyndist þar fyrir innan um a.m.k. 150 metra langur hellir með hinum ýmsu litbrigðum og hraunmyndunum, s.s. hraunstráum og dropsteinum.
Við fyrirhugaða könnun á Herdísarvíkurhraunshelli var átta metra langur stigi hafður með í farteskinu – minnug þess að í síðustu ferð þangað (Herdísarvíkurhellir I) niður eftir dugðu fjórir metrarnir skammt niður í hyldýpið.
Ekki er var óraunhæft að álykta að þarna væri um að ræða sömu rás og Sængurkonuhellir hafði fóður úr. Klifið er við Sýslustein og Klifhraun austan við. Sængurkonuhellir er skammt austan undir hraunbrúninni svo allt virtist þetta koma heim og saman.
Nú var sem sagt ætlunin að klifra niður í djúpt jarðfallið skammt ofan við ströndina austan Herdísarvíkur. Í þeim tilgangi átti stiginn að koma að góðum notum.
En enn einu sinni reyndist stiginn hins vegar of stuttur (sjá lokatilraunina – Herdísarvíkurhellir III).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.