Entries by Ómar

Krýsuvík – námusvæði – tóftir

 Brennisteinn var unninn í Krýsuvík um miðja 18. öld. Til er umsögn um námusvæðið og lýsing á ummerkjum þar stuttu síðar. Af þeim má sjá að á svæðinu ætti enn að móta fyrir tóftum af búðum námumanna. Ætlunin var að ganga um vinnslusvæðin og leita ummerkja. Þegar aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – Krýsuvík, er skoðað má […]

Örnefni í Vatnsleysustrandarhreppi – Viktor Guðmundsson

Erindi þetta var flutt í Kálfatjarnarkirkju á menningardegi í kirkjum á Suðurnesjum 23.10.05. „Örnefni er dýrmætur arfur sem geymir upplýsingar um sögu, tungu og lifnaðarhætti horfina kynslóða. Örnefni hafa oft augljósa tilvísun til landslags, náttúrunnar og eða tengt atburðum svo sem slysförum. Örnefni er nauðsynleg til að staðsetja sig og aðra og mun persónulegri heldur […]

Saurbær – Brautarholt

Höfuðbólin og kirkjujarðirnar Saurbær og Brautarholt deildu með sér Blikdalnum. Selsminjarnar þar bera þess glögg merki. Nú var ætlunin að ganga lönd bólanna, allt frá Saurbæ í norðri að Brautarholti í suðri. Millum mátti m.a. sjá tóftir Bjargs, Melavalla, Bakka Bakkaholts, Brekku, Mýrarholts og Bala. Andriðsey er þarna skammt undan landi. Tilgangurinn með ferðinni var ekki […]

Litli Meitill – flugvélaflak

Þann 14. ágúst 1964 var forsíðufrétt MBL um litla flugvél, Cessna 140, sem saknað var á leið frá Eyjum. Einn maður var sagður hafa verið í vélinni. Víðtækri leit var haldið uppi, jafnt nótt sem dag. Flugvélin bar einkennisstafina TF-AIH. Flugmaðurinn fór frá Vestmannaeyjum kl. 14:55 daginn áður (þann 13. ágúst), en þegar hún skilaði […]

Nyrðri-Eldborg – skemmdir á fallegum gíg

Af og til hafa verið unnar skemmdir á náttúruverðmætum Reykjanesskagans. Áður fyrr voru það einkum vegargerðarmenn og landeigendur en í seinni tíð hafa orkufyrirtækin verið stórtækust í eyðileggingunni. Raunar er fyndið að heyra fólk tala um að gufuaflsvirkjanir „valdi minni eyðileggingu“ en fallvatnsvirkjanir. Þetta er svona álíka gáfulegt og halda því fram að hver sá […]

Forsöguleg gjóskulög á Suðvesturlandi

Magnús Á. Sigurgeirsson. Orkustofnun, og Árný E. Sveinbjörnsdóttir. Raunsvísindastofnun Háskólans, tóku saman eftirfarandi fróðleik um „Forsöguleg gjóskulög á Suðurvesturlandi (Reykjanesskagagnum)„. Efnið er áhugavert því rannsóknir á gjósku geta sagt til um aldur jarðvegs og jarð- og berglaga og þar með mannvistaleifa „Sagt verður stuttlega frá verkefninu „forsöguleg gjóskulög á Suðvesturlandi“ og greint frá helstu niðurstöðum. […]

Selvogur – Grásteinn og þinghúsið í Nesi

Haldið var í Selvog til stefnu við mektarmennina Þórarinn Snorrason á Vogsósum og Þórð Sveinsson frá Bjargi í Selvogi. Tilgangurinn var að undirbúa minja- og örnefnauppdrátt af Selvogi, en þeir tveir eru þeir núlifendur er gleggst þekkja til staðhátta í Vogi. Eftir að hafa farið yfir örnefnalýsingar og frumuppdrátt af svæðinu var haldið í vettvangsferð. […]

Kristófer Kólumbus á Íslandi

Í febrúarmánuði árið 1477, fimmtán árum fyrir sögufræga siglingu yfir til Ameríku árið 1492, kom ítalskur sæfari að nafni Kristófer Kólumbus til Íslands. Frá þessu segir í ævisögu Kristófers, sem á frummáli heitir Historia del Almirante Don Cristóbal Colón. Ævisagan var skrifuð af syni hans Ferdinand Kólumbus að honum látnum. Söguna skrifaði hann m.a. sem […]

Höfðar

Þegar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað haustið 1946 fékk stjórnin 32 hektara landspildu útmælda við Vatnsendann norðaustan Hvaleyrarvatns. Vorið 1947 var plantað í nyrsta hluta Gráhelluhrauns sem og næstu árin. Vorið 1956 fékk Hákon Bjarnason skógræktarstjóri nokkuð stóra landspildu afhenta í Vatnshlíð. Hann hófst von bráðar handa við að brjóta landið undir ræktun. Nokkrum árum seinna […]

Stapinn II

Vogastapi (80m) hét fyrrum Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi og er stundum kallaður Stapi.  Hann er á milli Voga og Njarðvíkur og þverhníptur í sjó fram. Uppi á Grímshóli, hæsta stað Stapans, er útsýnisskífa og útsýni gott á góðum degi.  Sorpi af Keflavíkurvelli var löngum ekið út á Stapa og sturtað niður í urðina. Gamla Reykjanesbrautin liggur […]