Þegar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað haustið 1946 fékk stjórnin 32 hektara landspildu útmælda við Vatnsendann norðaustan Hvaleyrarvatns.
Hvaleyrarvatn-222Vorið 1947 var plantað í nyrsta hluta Gráhelluhrauns sem og næstu árin. Vorið 1956 fékk Hákon Bjarnason skógræktarstjóri nokkuð stóra landspildu afhenta í Vatnshlíð. Hann hófst von bráðar handa við að brjóta landið undir ræktun. Nokkrum árum seinna reisti hann sumarhús fyrir fjölskylduna á þessum reit og stendur það hús enn í dag.
Hákon var merkur frumkvöðull og þegar hann hafði undirbúið ræktun í Vatnshlíð töldu félagar í Skógræktarfélaginu að rétt væri að hefjast handa við samskonar landbótarvinnu hjá Beitarhúsahálsi. Sumarið 1957 var 32 hektara landspilda girt og hófst gróðursetning vorið 1958 í nánast örfoka hlíðinni.
Allt Höfðalandið var síðan lagt undir ræktun árið 1979 þegar fjárheld girðing umlukti loksins Hvaleyrarvatn-223höfuðborgarsvæðið.
Starfsstöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er í Húshöfða norðan Hvaleyrarvatns, á landsvæði sem hlotið hefur nafnið Höfðaskógur. Félagsaðstaða og ræktunarstöð félagsins er á Beitarhúsahálsi sem dregur nafn sitt af Jófríðarstaðaseli sem varð að beitarhúsi þegar selfarir lögðust af. Þar sem selið stóð eru nú tóftir beitarhúss sem var sennilega byggt rétt fyrir aldamótin 1900. Höfðinn við Beitarhúsaháls og er sennilega nefndur eftir beitarhúsinu, en eldra nafn á höfðanum er Heimastihöfði. Nokkrir höfðar til viðbótar falla undir Höfðaland, s.s. Miðhöfði, Syðstihöfði, Húshöfði og Selhöfði. Einn höfði til viðbótar var tilgreindur í gömlum skjölum og nefndur Þormóðshöfði.
Hann heitir í dag einu nafni Langholt enda frekar um holt eða ás að ræða en Hvaleyrarvatn-224eiginlegan höfða.
Ýmsar manvistarleifar eru á og við höfðanna líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum frá Hvaleyrarvatni. Til að mynda má enn sjá leifar Ássels og Hvaleyrarsels austan vatnsins. Við síðarnefndu selstöðuna má slá leifa af fjósi, sem reyndar verður að teljast eðlilegt m.v. aðstæður, þ.e. góða beit og gnægð vatns.

Selhöfði

Selhöfði – fjárborg.