Entries by Ómar

Geirfuglinn afhjúpaður

Mannhæðarhár bronsskúlptúr af geirfuglinum sáluga verður afhjúpaður í dag við Valahnjúk á Reykjanesi. Geirfuglinn er gjöf frá bandaríska listamanninum Todd McGrain en hann sóttist eftir því sjálfur að fá að koma fuglinum fyrir í fjörunni neðan við Valahnjúk á Reykjanesi. Verkið er hluti af stærra verkefni sem kallast Lost Bird Project og er tileinkað fimm […]

Vífilsstaðaspítali 100 ára

Á laugardag [4. sept. 2010] er liðin öld síðan berklahæli tók formlega til starfa á Vífilsstöðum. Af því tilefni fer fram skemmtun og fræðsla fyrir alla fjölskylduna á Vífilsstöðum. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, er formaður afmælisnefndar. „Berklar hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda en urðu ekki risastórt vandamál hér á landi fyrr en upp úr […]

Breiðholt I

Á skilti, sem komið hefur verið fyrir (árið 2010), þar sem Breiðholtsbærinn stóð, má lesa eftirfarandi: „Hér er bæjarhóll Breiðholtsbýlisins, sem Breiðholtshverfið er kennt við. Elstu öruggu heimildirnar um Breiðholt eru í skrá um jarðir sem komu undir Viðeyjarklaustur árið 1395 en líklegt má telja að byggð hér sé nokkru eldri. Hér mun hafa verið […]

Selatangar – Katlahraun – refagildrur – fjárskjól

Á Selatöngum eru minjar gamallar verstöðvar. Núverandi minjar eru líkast til u.þ.b. tveggja alda gamlar, en eflaust hafa þær tekið breytingum frá því að verstöðin var fyrst notuð sem slík. Á Selatöngum má enn sjá tóftir tveggja búða (Vestari búð og Austari búð) auk þess sem sést móta fyrir útlínum fleiri, verkunarhús þar sem gert […]

Vaktarabærinn II

Framkvæmdum við endurgerð Vaktarabæjarins, næstelsta timburhúss Grjótaþorpsins, lýkur á næstu tveimur mánuðum að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar. Reykjavíkurborg keypti húsið árið 2008 og afsalaði því til Minjaverndar sem hefur haft veg og vanda af framkvæmdunum sem hófust fyrir nokkrum árum. Vaktarabærinn, sem stendur við Garðastræti 23, var byggður á árunum 1844 til 1848. Húsið, […]

Kópavogsþingstaður – skilti

Við Þinghól á Kópavogsþingsstað eru tvö upplýsingaskilti frá Sögufélagi Kópavogs; annað er um Kópavogsfundinn 1662 og hitt um þingstaðinn. Á fyrrnefnda skiltinu má lesa eftirfarandi texta: „Árið 1660 hófst breyting stjórnskipunar konungsríkisis Danmerkur til einveldis. Vald konungs jókst, erfðaréttur konungsættarinnar var lögbundin og afnumin voru viss réttindi aðalsins. Áður var koungur kjörinn á stéttaþingum. Friðri […]

Arnarsetur – Skógfell – göt og gígar

Gengið um Arnarseturshraun og Skógfellahraun með áherslu á nálægð við Arnarsetur, gígsvæðið. Ætlunin var að kíkja í nokkra hella á svæðinu, s..s. Arnarseturshelli, Hnappinn (Geirdal) og Hestshelli, auk þess sem tilgangurinn var að leita eftir áður óþekktum hellaopum í hraununum. Þegar komið var upp í megingíg Arnarseturs var tilvalið að staldra við og rifja upp […]

Kapellan í Kapelluhrauni – Menningardagur Evrópu 2006

Flestar minjar á Reykjanesskaganum eru ómerktar og lítt aðgengilegar. Við Kapelluna í Kapelluhrauni standa hins vegar tvö upplýsingaskilti, reyndar með misvísandi fróðleik. Skiltin voru þrjú, en eitt hefur verið fjarlægt. Á öðru skiltinu, frá Byggðasafni Hafnarfjarðar, stendur m.a.: „Snemma á 13. öld var höfðingi í borginni Nikómedíu í Litlu-Asíu, þar sem nú er Izmid í Tyrklandi. Átti […]

Arnarfell – vettvangsskoðun

FERLIR átti leið um Krýsuvíkursvæðið eins og svo oft áður. Um var að ræða 900. FERLIRsferðina. Nú átti kvikmyndatöku myndarinnar FooF (Flags of our Fathers) að vera lokið við Arnarfell. Tækifærið var notað til að gaumgæfa svæðið betur og í rólegheitum – og það með nákvæmari rannsóknaraugum en áður hafði gefist tóm til. Þegar komið […]

Stefánsvarða – Borgarkot

Gengið var frá Stefánsvörðu á Stefánsvörðuhólum áleiðis niður að Borgarkoti vestan Keilisness. Skammt norðan vörðunnar var komið að tvískiptum gömlum stekk, Borgarkotsstekk, í graslægð. Á bökkunum sáust leifar af gömlum garði. Norðaustan við stekkinn eru gróin svæði, en nokkuð uppblásin. Gengið var norðnorðvestur í átt að Helgahúsi ofan við Breiðufit (Réttartanga). Á leiðinni var gengið […]