Entries by Ómar

Námurekstur í landi Hafnarfjarðar

Námusvæði eru víða á Reykjanesskaganum. Sem dæmi um eitt sveitarfélaganna á Skaganum má nefna Hafnarfjörð. Í marsmánuðu árið 2004 lagði starfshópur um námumál í Hafnarfirði fram greinargerð og tillögur fyrir Skipulags- og byggingaráð bæjarins. Innihaldið er í besta falli lélegur brandari um háalvarleg mál – ekki síst í ljósi reynslunnar, fyrirliggjandi staðreynda um verðmæti óraskaðs […]

Arnarfell – Flags of our Fathers

Í frjálsri ferð FERLIRs um Arnarfellssvæðið á leið um Krýsuvíkurheiði (Arnarfellsrétt) og um Arnarfell varð kvikmyndatökulið hr. Eastwoods, Flags of our Fathers, á vegi gönguhópsins. Við það tækifæri gafst ráðrúm til að skoða bæði sviðsmyndina og verksummerki á og við fellið. Eftir málamyndaafskipti og tilraun svokallaðra varðmanna að hefta för utan við fellið hélt hópurinn […]

Heimspeki gönguferða – Skúli Skúlason

Meðfylgjandi um heimspeki gönguferða eftir Skúla Skúlason birtist í tímaritinu Útivera 2006: „Útivist, ferðalög og ekki síst gönguferðir eru eðlilegur og sumir myndu segja bráðnauðsynlegur hluti af lífi hvers manns. Værum við spurð hvers vegna svo sé myndum við vafalaust benda á þau lífsgæði sem ferðirnar færa okkur – þær hjálpað okkur að slaka á […]

Flekkuvíkursel – Bræður – skotbyrgi – refagildrur

Gengið var frá Hafnhólum við Reykjanesbrautina með stefnu í Flekkuvíkursel. Tekið var mið af vörðunum Bræður, sem sjást vel frá brautinni. Nafngiftin hefur verið óljós fram að þessu. Skammt norðan við vörðurnar er hlaðið byrgi á hól. Byrgið er greinilega hlaðið með það fyrir augum að veita skjól úr suðri. Skýringin á því kom í […]

Hafnavegur – milli Hafna og Ytri-Njarðvíkur

Ætlunun var að rekja hina gömlu leið „Hafnaveg“ milli Hafna og Ytri-Njarðvíkur. Vörður og vörðubrot eru við leiðina. Gatan sést enn vel sunnan Ósa og Ósabotna (innsta hluta Ósa) og um Bringur og Ketilsbrekku. Þar var byggður herkampur (Camp Hopkins) ofan á götuna á stríðsárunum seinni. Hún sést norðan hans og áfram undir varnargirðinguna. Innan hennar […]

Bollar

Gengið var um Selvogsgötu (Suðurfararleið) um Grindarskörð austan Stórabolla með það fyrir augum að skoða Bollana ofan Skarðanna, þ.e. Stórabolla, Tvíbolla (miðbolla) og Syðstubolla (Þríbolla). Þoka setti dulúðlegan svip á umhverfi eldvarpanna efst í Skörðunum. „Grindaskörðin blasa við sjónum manna frá Innnesjum. Í þeim eru nokkrir gígar, stundum nefndir Grindaskarðahnúkar, en heita samt sínum nöfnum. […]

Rauðhóll I (Hraunhóll)

Rauðhólarnir á Reykjanesskaganum eru nokkrir. Má þar t.d. nefna fallegan strýtumyndaðan hól, sem var (og leifarnar sjást enn af) sunnan undir Hvaleyrarholti. Þetta var lítill hóll, úr rauðu hraungjalli og með grunna gígskál. Um er að ræða gervigíg. Varðandi aldur þessa Rauðhóls er ekki hægt að segja nákvæmlega en hann hlýtur að vera eldri en […]

Langahlíð – Fagradalsmúli – Kerlingargil

Gengið var um undirlendi Lönguhlíðar að Fagradalsmúla og hann „sniðgenginn“. Ofan hans var haldið eftir utanverði brún hlíðarinnar að Mýgandagróf og síðan niður Kerlingargilið innanvert við Lönguhlíðarhornið. Frá vörðu á efstu brún Lönguhlíðar er æði víðsýnt um vestan- og norðanverðan Reykjanesskagann. Ekki er ólíkt um að litast þaðan og að horfa yfir loftmynd af svæðinu […]

Selatangar – Katlahraun – fjárskjól

Gengið var um fisbyrgin og minjarnar á Selatanga, skoðaðar sjóbúðirnar, Brunnurinn, Smiðjan, Skjólin, Dágon o.fl. Minnt var á Tanga-Tómas og rifjuð upp sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda. Síðan var gengið að refagildrunum ofan við Nótahelli, um Ketilinn í Katlahrauni og yfir í fjárbyrgi Vígdísarvallamanna (Ísólfsskálamanna). Frá því var gengið í fjórðungssveig yfir að Vestari […]

Hjalli – Baunahellir – Hjallaborg – Lækjarborg – Sólarstígsvarða

Bæirnir í Hjallahverfi standa undir Hjallahlíðinni (Kinninni) og út frá henni, og er Hjalli í miðju hverfinu. Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa, með sameiginleg landamerki útávið. Þar sem lönd jarðanna liggja mjög óreglulega, er erfitt að segja hvaða örnefni tilheyra hverri jörð. Gengið var frá Hjalla. Við kirkjustaðinn Hjalla er að sjálfsögðu kirkja; […]