Entries by Ómar

,

Nýjung á vefsíðunni…

FERLIR fær margar póstsendingar; ábendingar og fyrirspurnir, bæði frá áhugafólki um minjar og sögu sem og öðrum er einfaldlega vilja njóta alls fróðleiksins (texta og ljósmynda) á vefsíðunni. Hér er ein ágæt ábending er lítur að tæknihliðinni: „Reynir heiti ég og hef nú nokkrum sinnum sent þér póst í leit að upplýsingum. Ég les nú […]

Arnarfell – Kleifarvatn

Kvikmyndataka „Flags of our fathers“ hófst við Arnarfell föstudaginn 25. ágúst (2005). Þá var búið að svíða gróður í norðausturlíð fellsins með samþykki Hafnarfjarðarbæjar og Landgræðslu ríkisins. Ætlunin var m.a. að ganga um svæðið, en auk þess að skoða vörðurnar við Ræningjastíginn, Arnarfellsréttina, Trygghólana, Bleiksmýrartjörnina, Vegghamra, Stórahver, Lambafellin og vestanvert Kleifarvatn að Syðristapa. Þegar leggja […]

Maístjarnan II

Ætlunin var að ganga inn á hellasvæðið norðvestan í Hrútagjárdyngju og skoða Steinbogahelli (Hellinn eina), Húshelli og Maístjörnuna. Skv. upplýsingum Björns Hróarssonar, hellafræðings, eru a.m.k. þrjú op á síðastnefnda hellinum. Innviðir þess hluta, sem ekki hefur verið skoðaður fyrr, ku gefa hinum lítt eftir – og er þá mikið sagt. Í stórvirkinu „Íslenskir hellar“ fjallar […]

Saltfisksetur Íslands I

Saltfisksetur Íslands er staðsett í Grindavík, í einungis 32 mín.akstri frá höfuðborgarsvæðinu (21 mín frá alþjóðaflugvellinum í Sandgerði) – rétt bakhandan Bláa lónsins. Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun […]

Grindavíkurkirkjur

Eftirfarandi er skráð í tilefni af aldarafmæli gömlu Grindavíkurkirkjunnar í Járngerðarstöðum 26. september 2009. Í Chorographica Islandica tilgreinir Árni Magnússon (1663 – 1730) sjö bæi vestan Staðar, áður en nesið brann (1210-1240). Þeirra á meðal var kirkjustaðurinn á Skarfasetri, þar sem Árni segir kirkju Reyknesinga hafa staðið fyrir eldana, en þá hafi hún verið færð […]

Jarðminjar – Reykjanes

Á háhitasvæðum Reykjanesskagans má víða sjá ummerki jarðhita. Í Eldvörpum eru ummerkin þó ekki alveg augljós í mosagrónu hrauninu umleikis. Yngsta hraunið er frá árinu 1226. Þá opnaðist liðlega 10 km löng gossprunga og nefnist hún Eldvörp. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir […]

Roðskór

Roðskór voru þeir skór kallaðir, er búnir voru til úr Steinbítsroði. Bezt þótti roð af stórum Steinbít til skógerðar. Gerður var greinamunur á Steinbít, eftir stærð og útliti, t.d. Dílasteinbítur, Hárasteinbítur, Úlfasteinbítur, Messudagsteinbítur, svo nokkur nöfn séu nefnd á steinbít, er voru daglega á vörum vermannanna og húsmæðra. Úlfsteinbítur gaf skæði í tvenna skó. Bezt […]

Hrævareldar

Hrævareldar virðast vera flöktandi ljós sem sjást að næturlagi. Engin ástæða er til að ætla annað en að fyrirbærið hafi verið þekkt frá alda öðli. Það er nefnt í gömlum íslenskum textum og til að mynda eru ensku orðin um fyrirbærið gömul í ensku ritmáli.  „Í orðasafni með útgáfu Svarts á hvítu á Sturlunga sögu […]

Fiskaklettur

Fiskaklettur hefu skipað mikilvægan sess í sögu Hafnarfjarðar frá upphafi byggðar. Áður var hann útvörður hraunsins í Hafnarfirði, skagaði út í sjó, en nú er hann upp úr landfyllingu og því á þurru landi. Fiskaklettur var lengi eins konar útvörður Hafnarfjarðar, á meðan bærinn var lítill kaupmannsbær. Mjög aðdjúpt var við klettinn og fiskigöngur áttu […]

Nýbýli og járnbrautarlagning

Við fyrrum nýbýlið Meltungu í Kópavogi má sjá eftirfarandi lesningu á skilti, sem þar hefur verið  komið fyrir: „Árið 1936 tóku gildi lög um nýbýli og samvinnubýli á jörðum í opinberri eigu. Í Seltjarnarneshreppi var jörðunum Digranesi og Kópavogi skipt í hreinar bújarðir annars begar og smábýli hins vegar. Smábýlin voru ætlaðir sem ræktunarblettir án […]