
Eldvarpið er sérstakt og hafa margir velt vöngum yfir myndunarsögunni.”
Nokkrir hellar eru við norðanverða dyngjuna. Má þar t.d. nefna Hellirinn eina (Steinbogahelli), Litla-Rauð, Ranann, Húshelli, Maístjörnuna, Neyðarútgöngudyrahelli og Híðið. Í Híðunu er að finna stjórfenglegustu dropsteina landsins. Auk þessa er þarna á hellasvæðinu t.d. ónefndur u.þ.b. 500 metra langur “stórskemmtilegur” hraunhellir.


Þegar gengið var um Hrútagjárdyngjuna og hrauntröðinni miklu fylgt inn á hellasvæðið mátti lesa úr landslaginu þá ógnarkrafta er þarna hafa ráðið ríkjum fyrir u.þ.b. 4500 árum, þ.e. alllöngu fyrir okkar daga. Gígopið er nokkru sunnar. Svo er að sjá sem upphleypt dyngjuskálin hafi geymt kvikufóðrið um skeið, en síðan hafi það náð að bræða sér leið úr úr henni til norðurs. Gífurlegt kvikumagn hefur runnið úr skálinni og þá m.a. myndað hraunrásir er geyma fyrrnefnda hella – neðanjarðarár hraunkvikunnar. Hluti þunnfljótandi kvikunnar hefur síðan runnið til baka að gígopinu þegar gosinu létti og fyllt það að mestu. Þó má vel sjá móta fyrir því ef vel er að gáð.Â
Byrjað var á því að skoða Steinbogahelli. Inngangurinn er tilkomumikill og myndrænn. Þar sem steinboginn liggur yfir rásina eru gróningar undir. Auðvelt var að fylgja rásinni niður og síða inn undir yfirborðið. Við tók klöngur yfir hrun og fimurfærin fótabrögð. Innferðin var þó vel þess virði því alltaf bar eitthvað áhugavert fyrir augu.
Áður en haldið var niður í meginop Maístjörnunnar var skoðað niður í tvö önnur nálæg op, suðaustan og norðaustan við það. Fyrrnefnda opið er í jarðfalli. Þegar komið var niður gafst einungis lítið svigrúm til athafna. Síðarnefnda opið er í gróinni hraunrás. Þar inni bíður góðgæti þeim er vilja og nenna að leita. Eftir að hafa fetað rásina inn var komið að þverrás. Þar fyrir innan lá rás til beggja handa. Hún greinist svo í aðrar fleiri. Rásirnar eru þröngar og erfitt að ljósmynda þar nema við kjöraðstæður (þurrt og afslappað).
Þá var haldið inn í meginhluta Maístjörnunnar. Þegar komið var niður í torfundið jarðfallið og Augað barið augum var um tvær leiðir að velja (reyndar þrjár því hægt var að fara til baka).
Þegar inn í rásina innan við Augað var komið var stefnan tekin til vinstri, í gegnum dropsteinabreiðu. Feta þurfti

Þegar inn í þverrás var komið tók við silfurleit ásýnd á veggjum. Um er að ræða útfellingar liðinna árþúsunda, sem ástæðulaust var að fara höndum um. Á gólfi var rauðleit hraunspýja. Þessi hluti hellisins greinist í nokkrar stuttar fallegar rásir. Fyrir ókunnuga mætti ætla að þarna væri völundarhús, en kunnugir feta þær af ákveðni. Ef skoðað er í gólf og veggi má víða sjá fallegar gosnýmyndanir með miklu litskrúði.
Haldið var til baka um dropsteinabreiðuna og framhjá Auganu. Þá greindist rásin í tvennt. Sú vinstri virtist áhugaverðari, en hún þrengdist fljótlega og varð ófær. Sú hægri leiddi leitendur áfram niður í rauðleitan hraunsal. Miðja vegu var farið yfir lægri þverrás. Þegar komið var til baka var þverrásin fetuð til vinstri. Rásin lækkaði smám saman og loks kom að því að leggjast varð á fjóra fætur og skríða þurfti áfram á hvössum harðsteinsnibbum.
Erfiðið og áþjánin skilaði þóÂ tilætluðum árangri því loks var komist að upphafsreit – í jarðfallinu utan við Augað. HÉR má sjá myndband úr ferðinni.
Frábært veður. Ferðin tók 3 klst og 3 mín.
Heimild m.a.:
-Björn Hróarsson – Íslenskir hellar I – 2006.