Entries by Ómar

Hverjir byggðu Ísland löngu á undan víkingum?

„Fornleifafræðingar segjast hafa fundið skýrar vísbendingar um að Færeyjar hafi verið byggðar nokkrum öldum fyrr en til þessa hefur verið talið. Uppgötvunin er sögð kalla á endurskoðun á viðurkenndum hugmyndum um landnám eyja í Norður-Atlantshafi, þeirra á meðal Íslands. Fréttir um þetta birtust fyrst fyrir um tveimur árum en nú hefur fræðigrein verið birt um […]

Hvassahraun – Smalaskáli – Öskjuholt

Gengið var frá Hvassahrauni. Veður var ekki bara ágætt – það var frábært, logn, hiti og sól. Gengið var eftir stíg, sem liggur til suðurs sunnan Reykjanesbrautar. Stígurinn liggur áfram til suðurs skammt austan við Brugghellinn. Í botni hellisins, beint undir opinu, er ferköntuð upphækkun, sbr. meðfylgjandi mynd. Í botninum var vatn, u.þ.b. fet á […]

Landmannalaugar

FRIÐLAND AÐ FJALLABAKI Einu sinni á ári hverju er fjallað um áhugaverð svæði utan Reykjanesskagans. Í ár urðu Landmannalaugar í Friðlandi að Fjallabaki fyrir valinu. Friðlandið er 47 þúsund hektarar og er allt ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Landið er fjöllótt, mótað af eldvirkni og jarðhita, þakið hraunum og söndum, ám og vötnum. Tilgangur friðlýsingar er að […]

Kristjánsdalahorn – vatn – göt og gígar

Ofan við Kristjándalahorn og norðan Stórabolla við Grindaskörð er vatn, að því er virtist, í allstórri sigdæld. Þegar FERLIR fór fyrst inn á svæðið birtist vatn þetta þátttakendum að óvörum, enda höfðu sérfróðir menn fullyrt að þarna væri ekkert vatna, hvað þá tjörn. Vatnið virtist í fyrstu vera í sigdæld og var þá nefnt „Ekkitilvatn“. […]

Bálkahellir – Bjössabólur/Tryggvahellir

Stefnan var tekin á Bálkahelli í Eldborgarhaunum sunnan Geitahlíðar millum Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, austan Stóru- og Litlu-Eldborgar. Þar undir hlíðinni, efst í hrauninu, eru dysjar þeirra Herdísar og Krýsu sjá meira HÉR), afkomenda frumbyggja strandbæjanna tveggja. Tilefni ferðarinnar var að áratugur var liðinn síðan Bálkahellir endurfannst eftir að hafa legið í þagnargildi í u.þ.b. 170 ár. […]

Eldgosaannáll Reykjanesskagans

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu: Forsöguleg gos; -fyrir um 16 000 000 árum – elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi. -200.000 ára – elsta berg á Reykjanesi – Rosmhvalanes og Stapi. -um 1000 f.Kr. – Katla. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga. -um 250 e.Kr. – Snæfellsjökull Gos […]

Geitungar

Oft tekur fólk ekki eftir hinu smáa, en fæstir horfa framhjá geitungum, þótt litlir séu, ef þeir eru einhvers staðar nærri. Geitungarnir sem numu hér land á áttunda áratug nýliðinnar aldar virðast vera að finna sinn vitjunartíma eða upprisutíma að vetri gengnum í kringum 25. maí, en undanfarin vor hefur einmitt mátt vænta þeirra um […]

Hrauntungustígur – norðan Sauðabrekkugjár

Ætlunin var að rekja þann kafla Hrauntungustígs er liggur frá Hrauntungum upp að Sauðabrekkugjá. Hlutarnir beggja vegna liggja nokkurn veginn ljósir fyrir, en á þessum kafla ofanverðum koma a.m.k. þrjár götur til greina, einkum að austanvörðu. Í leiðinni var m.a. litið á Fjallsgrensvörðuna, Fjallsgrenin og Sauðabrekkugjárgígaskjólið. Hrauntungustígurinn liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og […]

Hvatshellir – þræta

Eins fram kemur varð nokkur þræta um Hvatshelli eftir að honum var lýst nýfundum í sept. 1906. Slíkar þrætur koma jafnan í kjölfar óvæntra uppgötvana. Þær eru þó ekki alltaf á rökum reistar. Hér er eitt ágætt dæmi um viðbrögð við fundi Hvatshellis er birtist í Þjóðólfi 28. sept. 1906 og bar yfirskriftina „Ketshellir“: „Hellir […]

Litlahraun – Arngrímshellir (Gvendarhellir)

Lagt var stað frá Eldborgarréttinni. Þegar komið var að henni kom álft í lágflugi og settist hjá þátttakendum. Hún var svo gæf að hægt var að klappa henni á kollinn. Hún kvartaði sáran og var hin spakasta. Fjölfóður maður í hópnum skyldi strax að álftin var að kvarta yfir fyrirhuguðu vegastæði Suðurstrandarvegi. Það er því […]