Entries by Ómar

Víkingaskip – Íslendingur

Bátakuml Bátakuml hafa fundist hér á landi. Brimnes var bær á Upsaströnd. Lönd hans, Upsa, Hrísa og Böggvisstaða liggja nú undir Dalvíkurkaupstað. Svarfdælasaga segir frá vígi Karls hins rauða og fleiri við Brimnesá og að hann hafi verið lagður í haug með skipi. Norðan Brimnesár fannst merkur kumlateigur. Daniel Bruun og Finnur Jónsson rannsökuðu hann […]

Eiríkur á Vogsósum – Bókin úr álfheimum

Sagan segir að séra Eiríkur á Vogsósum, mesti galdraprestur, sem uppi hefur verið, hafi komist yfir mestu galdrabók allra tíma; Gullskinnu. Til að koma í veg fyrir að bókin kæmist í hendur óvandaðra manna gróf hann hana í Kálfsgili undir Urðarfelli ofan Strandardals. Þar átti bókin að bíða þess að einhver þyrfti hennar nauðsynlega við […]

Leiran I

Gengið var um Leiruna. Leiran, milli Keflavíkur og Garðs, er einkar áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Fyrst má nefna að flest kennileiti fyrrum búsetu útsvegsbændasamfélags eitt þúsund ára hefur verið svo að segja þurrkað út með þegjandi sam-komulagi athafnamanna, þ.e. golfvallagerð, þrátt fyrir fjölmargar undirliggjandi búsetuminjar sem og örnefni á svæðinu kveði á um annað. Nefna má að Leiran […]

Kjós – landnám og réttir

Ætlunin var að staðsetja tvær fyrrum lögréttir Kjósverja með sögulegu ívafi. Um var að ræða grjóthlaðnar réttir. Landnámabók segir um landnám í Kjósinni: „Ingólfur nam land milli Ölvisár og Hvalfjarðar, fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár og öll nes út“. Orðin “fyrir utan Brynjudalsá” benda að vísu ekki til, að allur Brynjudalur hafi tilheyrt landnámi […]

Grindarskörð – Kerlingarskarð – Bollar

Eftirfarandi fyrirspurn barst FERLIR um Bollana ofan Grindarskarða. „Mig langar til að forvitnast um hvað þið (Ferlir.is) nefnið bollana í Grindaskörðum. Ég hef vanist Stóribolli, Miðbollar og Syðstibolli. Einnig séð: Stóribolli, Miðbollar og Syðstubollar. Syðribollar væri þó fremur réttnefni því að aðeins einn bolli getur verið syðstur. Ennfremur að einungis Stóribolli sé nafngreindur sem slíkur […]

Helgadalur – tóttir

Gengið var að Helgadal, framhjá opi Níutíumetrahellis, niður skástigu gömlu Selvogsgötunnar, framhjá opi Vatnshellis og áfram upp að sögðum gömlum tóttum í austurhlíð Helgadals. Sjá má hvar gamla Selvogsgatan hefur beygt að vatninu í Dalnum og síðan haldið áfram á ská upp eftir hlíðinni, sunnan við tóttirnar. Svo virðist sem þarna gætu hafa verið nokkur […]

Smalaskáli – smalahús

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði kemur fram heitið „smalahús“. FERLIR fannst áhugavert að kanna hvort tilvist þess mannvirkis væri enn í frásögu færandi. Áður hafði verið leitað að Grænhólsskúta og Smalaskálahelli á svipuðum slóðum og hvorutveggja staðsett. Í örnefnalýsingunni segir: „Þeir eru ofan við Vatnagarðana, sem fyrr voru nefndir. Neðan þeirra er lægð með […]

Húshólmi – landgræðsla

Haldið var í Húshólma síðdegis í þeim tilgangi að dreifa fræi og áburði svo hefta mætti frekari gróðureyðingu á svæðinu. Húshólmi hefur látið mikið á sjá á skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að hinn forni eystri vörslugarður, sem var undir gróðurþekju fyrir þremur árum, hefur náð að blása upp að mestu svo sjá má […]

Hrossagaukur

Hrossagauksungi var nýlega á vegi FERLIRs á einni göngunni. Vesalingurinn litli reyndi að dyljast fyrir manninum sem best hann gat inni á milli þúfnakolla, en það dugði ekki til. Sá var þó heppinn að verða á vegi FERLIRsfélaga því náttúrunnar börnum stafar engin hætta af slíkum mannana börnum. Hrossagaukur (eða mýrarskítur, mýrifugl, mýriskítur, mýrisnípa, mýrispói […]

Hrauntungustígur – Stórhöfðastígur

Gengið var eftir Hrauntungustíg frá Krýsuvíkurvegi að malargryfjunum, sem eru á sunnan vegarins, á milli hans og Hrauntungu. Eini sýnilegi hluti stígsins, sem ekki hefur enn verið eyðilagður, er um 300 metra langur. Hann sést greinilega í tiltölulega sléttu hrauninu og síðan upp hraunbakka við gryfjurnar. Efst á bakkanum er varða, en við hana hefur […]