Entries by Ómar

Herdísarvík I

Haldið var í Herdísarvík. Ætlunin var m.a. að reyna að finna opið á Breiðabáshelli eftir ábendingu Þorkels Kristmundssonar. Fulltrúar HERFÍs voru mættir, en þrátt fyrir grjóttilfærslur og innlit, varð ekki komist að opinu. Sjávarkamburinn er orðinn allhár þarna, en undir honum er opið á Breiðabáshelli. Hin aldna kepma Kristófer Bjarnason, kirkjuvörður, kom á staðinn til […]

Grindaskörð – hugleiðing

Það jafnast ekkert við að skella poka á bakið með tjaldi og búnaði og halda til fjalla og njóta hins fullkomna frelsis að ráfa um ósnortnar víðlendur íslenska hálendisins. Að vetri koma gönguskíðin í stað gönguskónna og á björtum degi eins og hefur verið nú um helgina leita margir göngumenn á Hellisheiðina og njóta þess […]

Flugvélaflak í Hrútagjárdyngjuhrauni II

Flugslysið í Hrútadyngjuhrauni, þegar flugmaður Cessnu-152 flugvélarinnar brotlenti, varð skömmu eftir kl. 19:00 á fimmtudagskvöldið 10. ágúst. Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 11. ágúst af atburðinum sagði m.a. undir fyrirsögninni „Heppnir að sleppa svona vel í hrauninu“: „Ekkert bendir til þess að bilun hafi orðið í flugvélinni sem brotlenti í Kapelluhrauni á fimmtudagskvöld. Flugkennari og nemi […]

Heiðarvegur I

Rakinn var Heiðarvegur, gömul þjóðleið milli Selvogsgötu ofan Grindaskarða og Ólafsskarðsvegar sunnan við Fjallið eina. Selvogsgatan (Suðurfararvegurinn) var gamla þjóðleiðin millum Selvogs og Hafnarfjarðar og Ólafsskarðsvegur var gamla þjóðleiðin milli Ölfus og Reykjavíkur. Heiðarvegurinn tengdi þessar gömlu þjóðleiðir og lá auk þess áfram niður að Hrauni í Ölfusi, um Selstíginn framhjá Hraunsseli. Einn FERLIRsfélaganna „skrapp“ […]

Básendar við Faxaflóa II

„Nafnið er ekki vafalaust. Kemur það fyrir á voru máti í þremur myndum: 1. Bátsendar, þ. e. mesta amabagan, og þó einna mest notað í ritum síðari alda. 2. Bátsandar, notað jafnframt, og nú optast í ritum síðustu áratuga, 3. Básendar (eða Bassendar), sést að eins í gömlum og góðum heimildum (Fornbrs. VIII, 97 (1506), […]

Reykjavegur – forsaga

Reykjavegur er 114 km löng leið frá Reykjanesvita að Nesjavöllum við Þingvallavatn. Gönguleiðinni er skipt í 7 áfanga sem eru 13-20 km langir hver og þægilegar dagleiðir. Tæpur helmingur Reykjavegar liggur innan Reykjanesfólkvangs og það er auðvelt að ganga þessa leið með því að fylgja gulum og bláum stikum sem vísa veginn. Fólki er ráðlagt […]

Hafnavegur

Hin forna þjóðleið milli Rosmhvalaness (Keflavíkur) og Hafna lá um Hafnaveg. Enn í dag má sjá götuna þar sem hún liggur frá Höfnum austan þorpsins neðan við eyðibýlið Teig, út með Ósabotnum, um Bringur áleiðis upp í Ketilsbrekku og að varnargirðingunni. Innan hennar voru gerðir sorphaugar svo gatan hverfur þarna undir þá. Hafnavegur er mjög […]

Herdísarvíkurfjall – Fálkageiraskarð

Gengið var upp austanverðan Lyngskjöld, yfir Eldborgarhraunið (rann á 10. öld) og niður Fálkageirsskarðið á Herdísarvíkurfjalli. Gróður undir Lyngskyldi og hömrum Herdísarvíkurfjalls er einstaklega blómlegur. Í ferðinni var m.a. skoðuð svonefnd vorstör, en hún ein sjaldgæfasta stör landsins, aðeins fundin á einum stað á sunnanverðum Reykjanes-skaga. Hún vex í grasi vöxnum bollum í hlíðarrótum Herdísarvíkurfjalls. Hún er eina […]

Selvogur – Fornigarður (Strandargarður) – Vogsósar

Gengið var frá Nesi í fylgd fjölfróðs uppalings í Selvogi. Stóð á endum þegar ekið var af Strandarheiði að Selvogi að birti til og ekki laust við að birtugeislanir vildu nota tækifærið við komu FERLIRsfara og leika við nýkomna farfuglana því þarna mátti snemma vors bæði sjá og heyra í tjaldi, steindepli og einstaka lóu. […]

Göt í steinum

Borgarkot er býli, sem Viðeyjarklaustur hafði umráð yfir, milli Kálfatjarnar og Flekkuvíkur. Tóftir sjóbúðanna sjást enn en sjórinn er að brjóta þær smám saman. Krýsvíkingar fengu að hafa kálfa og nautgripi í Borgarkoti gegn afnotum Viðeyjarklausturs að verstöð Krýsvíkinga, sennilega að Selatöngum. Einnig hafi Viðeyjarklaustur gripi sína í Borgarkoti. Girðingin er sennilega vegna þeirra – […]