Entries by Ómar

Litlibær – Borgarkot – stórgripagirðing

Skoðuð var gömul stórgripagirðing austan Litlabæjar. Gengin var Gamlivegur (kirkjuvegurinn) í áttina að Keilisnesi og litið á stöplana. Þeir liggja í um 1.340 m aflíðandi bogadregna línu frá vestri, túngarði Bakka og Litlabæjar, til austurs og austast til norðurs að sjó. Um 10 metrar eru á milli steinstöpla og er höggnar tvær holur í hvern […]

Kolviðarhóll I

Eftirfarandi er stytt grein eftir Gísla Sigurðsson í Lesbók Morgunblaðsins 31. mars 2001. Hún fjallar um „Kolviðarhól undir Hellisskarði„. Önnur grein Gísla um Kolviðarhól birtist í Lesbókinni 7. apríl 2001 og er hægt að sjá hana undir yfirskriftinni „Kolviðarhóll II“ hér á vefsíðunni. „Það þótti mikil framför þegar frumstæður kofi á Bolavöllum var lagður niður […]

Kirkju breytt í byrgi – Straumur

FERLIR kynnti fyrir nokkru og birti mynd af kirkjulíki með bogadyrum og tveimur turnum, sem byggt hafði verið upp úr gömlum fiskbyrgjum og síðar skjóli sunnan við Straum. Spurningin var hvort heimild hefði fengist til að nota efnið úr hinum gömlu byrgjum og þá hver hafi gefið þá heimild. Kannski það væri nú orðin stefna […]

Eldsmiðjan (Helluhellir)

Eldsmiðjan er nafn á helli undir Hellunni norðan Kleifarvatns. Vatnið hefur grafið sig þarna inn í laust brotamikill þarna í sunnanverðum og gengur brimlöðrið langt upp í kletta.“ Eru skrif hans í heild annars staðar á vefsíðunni. Í ferð Óskars Sævarsson í Saltfisksetrinu með Bögga á Akri um þjóðveginn fyrir skömmu sagði hann Óskari frá […]

Austurengjahver

Austurengjahver í Krýsuvík er stærsti gufuhver landsins. Hverinn varð til í jarðskjálfta 1924. „Oft má sjá bronslitaða slikju eða skán með málmgljáa ofan á leir í leirhverum og samskonar skán ofan á leirugu vatni. Þetta efni er brennisteinskís. Í Austurengjahver á Krýsuvíkursvæði og leirpyttum norður af honum er slík skán áberandi. Hún breytist stundum í […]

Eldvörp sunnanverð – göt

Ætlunin var að fara með stiga og luktir upp í sunnanverð Eldvörp norðvestan Grindavíkur. Vörpin eru innan umdæmisins líkt og u.þ.b. 90% af öðrum gígum og fjöllum/fellum á Reykjanesskaganum. Þar eru tvö u.þ.b. 8 og 12 metra djúp göt – ekki svo langskilin, ókönnuð mönnuð hingað til. Þótt vegarlengdin frá byggð sé ekki mikil, eða […]

Hvað verður um Krýsuvík – Jóhann Guðjónsson

„Umræða um landeyðingu og landgræðslu hefur verið þó nokkur í sumar og eru menn yfirleitt sammála að ástandið sé víða slæmt í þeim málum og þörf sé aðgerða. Framkvæmdaaðilar eru í flestum tilfellum ríki eða sveitarfélög og nú ríður á að þau undirbúi verkefni næsta sumars tímanlega. Á árinu 1936 tók ríkið eignarnámi jarðirnar Krýsuvík […]

Þjófagjá

Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á […]

Gerði – Hellar – Kolbeinshæðarskjól – Gránuskúti – Kápuhellir – Þorbjarnastaðir

Við skoðun á örnefnalýsingum fyrir Þorbjarnarstaði kom í ljós áður óráðin misræmi, m.a. varðandi Grúnuskúta (Gránuhelli) og Kápuhelli. Í annarri lýsingunni (GS) eru þessi skjól sögð vera við heimatún Þorbjarnastaða, en staðsetning þeirra ekki tilgreind nánar. Í hinni er Gránuskúti sagður „sunnan við Fornarsel“, en í lýsingunni er Gjásel nefnt Fornasel og öfugt. Þá er […]

Kálfatjörn – ártalssteinn (A°1674)

Leitað var ártalssteins í Kálfatjarnarvör. Í 9. tbl. Ægis árið 1936 segir að „þar við vörina hafi verið steinn í byrgi og á hann höggvið ártalið 1677. Steinninn hafi “fallið úr byrginu fyrir nokkru í brimi. Erlendur Magnússon á Kálfatjörn lét leita hans í grjóthrúgunni og fannst hann; er hann nú múraður í vegg byrgisins”. Nú […]