Entries by Ómar

Fyrsti vitinn á Íslandi – umhverfi

Fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður á Valahnúki á Reykjanesi árið 1878. Ljós hans var fyrst tendrað þann fyrsta desember. Um aldarmótin 1900 voru vitar landsins orðnir 5 að tölu. Talsvert hefur verið fjallað um fyrsta vitann sem og aðra er síðar voru byggðir við strandir landsins. Uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu Hrollaugseyjavita árið […]

Nesjalaugar – Köldulaugar – Ölfusvatnslaugar

Ætlunin var að ganga um Laugagilin svonefndu er hýsa Nesjalaugar, Köldulaugar og Ölfusvatnslaugar (Hagavíkurlaugar) í norðaustanverðum Hengli, ofan við Nesjavelli. Laugarnar liggja nálægt miðjum hlíðunum svo hækkunin í fyrstu var nokkur, en síðan er hægt að fylgja stikuðum stíg á milli fyrrnefndu lauganna og kindagötu að þeirri síðastnefndu. Gönguleiðin er tiltölulega greiðfær, en hafa þarf vara […]

Loforðin og veruleikinn

Þegar til stóð að hluti Hollywoodpeningamyndarinnar „Flags of our Fathers“ með frægum leikstjóraframleiðanda yrði tekin hér á landi hlupu einstaklingar, félög og stofnanir hver um annan þveran til greiða fyrir að svo mætti verða. Svo mikill var atgangurinn að allir sem hluta áttu að máli vildu leggja sitt af mörkum – svo þeir mættu uppskera […]

Þýskar flugvélar yfir Faxaflóa

„Bretar hertóku Ísland 10. maí 1940 en þeir vildu koma í veg fyrir að Þjóðverjar hernæmu landið og kæmu hér upp bækistöð. Þjóðverjar fóru að fljúga könnunarflugvélum til Íslands árið 1941 en þeir voru í fyrsta lagi að leita að veðurupplýsingum. Flug í Evrópu réðst af Íslandslægðinni svokölluðu sem segja má að stjórni veðrinu á […]

Núphlíðarháls – landamerki III

Upplýsingar höfðu borist um að efst á Núpshlíðarhálsi væri steinn. Í hann hafi verið grópuð hola. Aðrir lausir steinar eru þar hjá. Líklegt mætti telja að þarna hafi verið stöng á landamerkum enda bendi heimildir til þess?? Ágreiningur hefur verið um merkin þarna, millum Ísólfsskála og Hrauns. Í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála segir m.a.: „Úr fjöru […]

Aftökur á höfuðborgarsvæðinu

„Á allmörgum stöðum nálægt Reykjavík voru menn teknir af lífi. Um þetta eru bæði til munnmæli og ritaðar heimildir. Í Hafnarfirði eru til Jófríðarstaðir, sem einnig hafa verið nefndir Ófriðarstaðir. Þar getur Árni Magnússon um Gálgatorfu, en engum sögum fer þó af aftökum. Bessastaðir voru langt fram eftir öldum geymslustaður fyrir hina verstu skálka og […]

Almenningsvegurinn – Alfaraleiðin – til austurs

Í örnefnaskrá og öðrum heimildum úr Vatnsleysustrandarhreppi er Almenningsvegurinn nefndur og er þá átt við þjóðleiðina sem lá úr Vogum (sem og öðrum byggðum sunnar) og inn í Hafnarfjörð. Frá Vogum nefndist hún Almenningsleiðin, en frá Kúagerði nefndist hún Alfaraleið til Hafnarfjarðar. Gatan er hér gengin eftir endilöngum Vatnsleysustrandarhreppi frá Hæðinni við Voga og eins […]

Ármannshellir

Frá Ármannshelli í Ármannsfelli segir í Ármannssögu? Er sagan kannski einber skáldskapur? Ármann í Ármannsfelli var sagður vera vitur risablendingur á landnámsöld, sem var næsti nágranni Ingólfs Arnarssonar í norðaustri. Ingólfur benti honum m.a. á nýlega byggð ofan byggðar hans sbr. fimmta kafla sögunnar: „Ármann gerði bú í Ármannsfelli. Þá er kom fram á vetr […]

Þorbjörn og Hópið

Jón Tómasson segir í Faxa 1945 frá ferð sinni til Grindavíkur undir fyrirsögninni „Hvað er að gerast þar?“. „Hvað bíður manns bak við þetta gráa og úfna apalhraun? hugsar sjálfsagt margur, sem rennur fyrsta sinni inn í hið háa og hrikalega Grindavíkurhraun fyrir sunnan Seltjörn. Og ef það væri ekki þessi mjói mjúki vegur, sem […]

Seltún – Ketilsstígur

Gengið var um Seltún í Krýsuvík og leitað Seltúnsselja, en gamlar heimildir kveða á um sel á túninu. Seltún er í Hveradal, en þar hafa orðið talsverðar (reyndar allmiklar) breytingar á landi síðan fyrrum. Síðast sprakk ein borholan í dalnum með miklum látum, en áður hafði hið ævintýralega brennisteinsnám farið þar fram með eftirminnilegum tilfæringum. […]