Entries by Ómar

Skjónaleiði

Á Skjónaleiði að Hliði á Álftanesi er áletrunarsteinn frá árinu 1807. Steinninn var friðlýstur árið 1965, en hann hefur verið talinn glataður. Hans er m.a. getið í Árbók Fornleifafélagsins 1966 í umfjöllun Kristjáns Eldjárns eftir að Gísli Sigurðsson sýndi honum hann árið 1963. Gengið var skipulega um svæðið og tekin mið af fyrirliggjandi vísbendingum, s.s. […]

Krossstapar og Skógarnef

„Fyrir ofan Skorás taka við slétt mosa- og hraunsvæði allt upp að Krossstöpum. Krossstapar eru tveir sérkennilegir og klofnir klettastapar, hvor upp af öðrum með stuttu millibili. Um neðri og stærri stapann endilangan liggur í bókstaflegri merkingu gömul sauðfjárveikivarnagirðing. Samkvæmt heimildum eiga Krossstaparnir að vera þrír, Neðsti-Krossstapi, Mið-Krossstapi og Hraun-Krossstapi en erfitt er að henda […]

Mannvistarleifar í hellum

Á Reykjanesskaganum eru þekktir um 600 hellar og skjól. Líklega er rúmlega fjórðungur þeirra með einhverjum mannvistarleifum, enda náttúrulegir skútar og skjól jafnan verið notað undir fé eða annað frá upphafi byggðar hér á landi. Einnig má finna í hellum bæli, hleðslur og annað, sem telja má mannanna verk. Hellarannsóknarfélaginu er kunnugt um alla kunna […]

Reykjanesfjöll – á rölti

Eftirfarandi frásögn Ágústar Björnsdóttur, „Á rölti um Reykjanesfjöll„, birtis í Morgunblaðinu 1971: „Jafnan hef ég átt heima þar sem vel sést til Reykjanesfjall-garðsins, og framan af fannst mér Keilir vera þar eina fjallið sem umtalsvert væri og nokkuð kvæði að. Smám saman breyttist þó þetta viðhorf og brátt gerði ég mér grein fyrir því, að […]

Krókur í Garðahverfi

„Á Túnakorti 1918 má sjá bæjarstæði Króks, austan Garða, alveg upp við túngarð (185-42) og er girt kringum tún býlisins. Sunnan við Krók er Nýibær. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Upp af Dysjum heitir Pálshús. Þar ofar er Krókur, og enn ofar er gamli skólinn [185-32].“ (Bls. 3). Skv. Örnefnaskrá 1964 var Krókur „hjáleiga og stundum […]

Þingvellir – vegir fyrir 1880

Fjölmargar fornar leiðir liggja um Þingvöllu – allt frá fyrstu tíð til þessa dags. Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1880-1881 er m.a. fjallað um hinar fornu götur að og frá Þingvöllum fyrir þá tíð: „Eitt af því, sem þarf að gjöra grein fyrir, svo vel sem unnt er, er það, hverja vegi fornmenn hafi riðið […]

Járngerðarstaðahverfi I – Hóp

Hverfin í Grindavík eru þrjú; Þórkötlustaðarhverfi austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Hér er gengið um miðhverfið (fyrri hluti). Molda-Gnúpur nam land í Grindavík, en hvar….. Árið 1703 voru „öngvar engjar“ á Hópi. „Flæðihætt er fyrir sauð, og líka brýtur sjófargángur túnið, og er hætt við enn meira landbroti.“ Bærinn varð snemma eign Skálholtsstaðar, […]

Gönguhátíð í Grindavík um verslunarmannahelgina 2008

Menningar- og sögutengd gönguhátíð í Grindavík  um verslunarmannahelgina 2008. Dagskrá: Föstudagur 1. ágúst: Mæting kl. 20:00 við Saltfisksetrið, Hafnargötu 12a. Gengið verður með leiðsögn um Járngerðarstaðahverfi, gamla bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Fróðleikur í Flagghúsinu í lok göngu. Gangan er í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins. Laugardagur 2. ágúst: Mæting kl. 11:00 við Ísólfsskála, sem […]

Oddsmýrardalur – Sandahlíð

Um Oddsmýrardal lá gömul leið frá Setbergi, bæði upp í Setbergssel undir Þverhlíð, að beitarhúsum er stóðu á Setbergshlíð, fjárhúsi í Húsatúni og eldri beitarhúsum undir Gráhellu í Gráhelluhrauni. Líklegt má og telja að þar hafi þeir einnig farið er áttu leið um gömlu Selvogsgötuna. Sú gata liggur beint við er komið er að sunnan. […]

Hóp

Bjó Molda-Gnúpur að Hópi? Eða kannski einhver sona hans? Í Landnámu (IV.hluti) segir að „Maður hét Hrólfur höggvandi; hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur; þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir …. Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og […]