Entries by Ómar

Skógfellavegurinn – leiðarlýsing

Gengið var um Skógfellaveg frá Vogum til Grindavíkur. Þessi gamla þjóðleið milli byggðalaganna var einnig nefnd Vogavegur. Skógfellavegur er hluti gömlu þjóðleiðarinnar til Grindavíkur frá Hafnarfirði og dregur nafn sitt af tveimur fellum, sem hann liggur framhjá að austanverðu, Litla- og Stóra-Skógfelli. Þau eru við götuna um miðja vegu til Grindavíkur. Nafn götunnar hefur breyst […]

Stapagata – leiðarlýsing

Gengið var um Stapagötu frá Reiðskarði við Vogavík og eftir Stapanum yfir að Stapakoti í Njarðvíkum. Gamla þjóðleiðin yfir Vogastapa til Njarðvíkur er framhald gömlu þjóðleiðarinnar (Almenningsvegarins, eða Menningsvegar, eins og gárungarnir kölluða hann eftir misritun). Alfaravegurinn (-leiðin) liggur frá Hafnarfirði og suður að Kúagerði þar sem Almenningsvegurinn tekur við. Hann liðast síðan um Vatnsleysustrandarhrepp […]

Miðmundahólar – tóft II

Ofan Arnarvörðu í Strandarheiði (Flekkuvíkurheiði) eru Miðmundahólar og ofan þeirra Miðmundalágar. „Hólarnir eru ekki eyktarmark frá Flekkuvík sem mætti ætla við fyrstu sýn né heldur eyktarmark frá öðrum bæjum í grennd að því er virðist. Í Orðabók Menningarsjóðs segir að í fornu og úreltu máli geti miðmunda (ao.) þýtt „mitt á milli es!, og á […]

Kapellan

Uppgerð kapellutóft er nú á hraunhól sunnan núverandi Reykjanesbrautar á móts við álverið. Í rauninni er fátt „fornt“ við þessa kapellu nema staðsetningin. Þótt jafnan hafi verið litið til kapellunnar (fornleifarinnar) af sögulegum og trúarlegum ástæðum má segja að núverandi „kapella“ hafi takmarkað gildi í því samhengi. Um er að ræða uppgert nútímamannvirki (frá því […]

Ferlir – yfirlit 1300-1399

FERLIR-1300: Miðmundahólar – tóft FERLIR-1301: Selatangar – rekagata að Ísólfsskála FERLIR-1302: Sandakravegur – Skógfellavegur FERLIR-1303: Heiðin há – gata FERLIR-1304: Núphlíðaháls – landamerki III? FERLIR-1305: Hádegisgil – Miðmundagil FERLIR-1306: Eldborg – Drottning – Stóra-Kóngsfell FERLIR-1307: Skipsstígur innan loftskeytastöðvarinnar ofan Grindavíkur FERLIR-1308: Reykjaneshringur FERLIR-1309: Hvatshellir FERLIR-1310: Bálkahellir – Bjössabólur FERLIR-1311: Steinbogahellir (Hellirinn eini) – Húshellir – […]

Prestastígur – til norðurs

Gengið var þvert yfir vestanverðan Reykjanesskagann um Prestastíg frá Húsatóftum (Húsatóttum/Húsatóptum) á sunnanverðum skaganum yfir í Hundadal ofan við Kalmannstjörn á honum norðanverðum með viðkomu í fiskgeymslubyrgjum í Sundvörðuhrauni og öðrum sambærilegum í Eldvörpum, auk þess sem skyggnst var inn í útilegumannabælu í hraununum. Þessi kafli Prestastígsins er að jafnaði u.þ.b. 16 km, en að […]

Þjóðminjalög – fornleifavernd

Gildandi Þjóðminjalög eru frá árinu 2001. Þau eru á stofnanamáli einkennd með nr. 107 frá 31. maí. Lögin tóku í meginatriðum gildi 17. júlí 2001. Lögin kveða m.a. á um verndun fornminja, en þau (sem slík) vernda ekki minjarnar. Ekki heldur þær stofnanir, sem þar eru tilgreindar. Þá hefur reglugerð studd af fyrrgreindum lögum ekki […]

Kleifarvatn – Högnaskarð

„Svo sterk var trú manna á þessa þjóðsögu, að allt fram á síðustu ár hefur verið voiilaust talið með öllu að nokkru sinni gæti orðið veiði í Kleifarvatni. Kerling Herdís hafði nú einu sinni lagt þetta á og heitingar hennar orðið að áhrinsorðum — við það urðu menn að una. Nú hefur það gerzt að […]

Frá Kúagerði til Kálfatjarnar

„Fyrir botni Vatnsleysuvíkur, þar sem hraðbrautin nálgast sjóinn á stuttum kafla er Kúagerði. Að vestan eru hraun Strandarheiðarinnar, en að austan er Afstapahraunið, úfið og illt yfirferðar, enda miklu yngra að árum. Þarna fyrir víkurbotni er ferskt vatn, sem kemur úr lindum undan hrauninu. Þessi staður var þreyttum og vegmóðum ferðamönnum kærkominn áningarstaður, því vatnið […]

Staðarhverfi II – Staður

Hverfin í Grindavík eru þrjú; Þórkötlustaðarhverfi austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Hér er gengið um hið síðastnefnda (seinni hluti). Staður, þar sem kirkjugarður Grindvíkinga er nú, var önnur stóra jörðin í Staðarhverfi. Hin var Húsatóptir. Staður hefur verið kirkjustaður um langa tíð. Árið 1657 voru 7 hjáleigur á Stað; Krókshjáleiga, Beinróa og Brykrukka, […]