Entries by Ómar

Óttarsstaðir – ofan vegar

FERLIR ákvað að skoða og ganga eftir landamerkja- og örnefnalýsingum fyrir Óttarsstaði og Straum því þegar hvorutveggja eru lesnar virðast þær einfaldlega ekki ganga upp. Í ljós kom að svonefndri „Markhellu“ í svonefndum „Markhelluhól“ virðist stórlega ofaukið, en í dag miðast samt sem áður bæði landamerki framangreindra jarða sem og bæjarmörk Grindavíkur, Vatnsleysustrandar og Hafnarfjarðar […]

Bríkarhellir – Haugahellir – Skinnhúfuhellir – hlautsteinn

Þegar skoðaðar voru örnefnaskrár fyrir allar Grafningsjarðirnar kom ýmislegt í ljós, t.a.m. nákæmari staðsetning á Grímkellsleiði við Ölfusvatn, ártalssteinn (1736) þar í nálægð sem og enn einn hlautsteinninn – minni (skálalaga). Þegar fyrirliggjandi upplýsingar um selstöður voru skoðaðar varð niðurstaðan einkum sú að einhvern tíma mun taka að pússla saman fyrirliggjandi upplýsingum um Grafningsselin, þ.e. […]

Garðskagavitar

Gamli garðskagaviti var byggður árið 1897 í umsjá dönsku vitamálastofnunarinnar og hannaður af starfsmönnum hennar. Vitinn er steinsteyptur, ferstrendur kónískur turn, 11,4 m að hæð. Ljóshúsið var úr járnsteypu, sömu gerðar og ljóshús Gróttuvita, en það ljóshús er nú Súgandiseyjarviti við Stykkishólm. Eins og sjá má hefur það verið fjarlægt af vitanum. Varðklefi úr timbri […]

Gróttuviti

Fyrst var byggður viti í Gróttu árið 1897 að fyrirsögn starfsmanna dönsku vitastofnunarinnar. Núverandi viti var reistur hálfri öld síðar, árið 1947, sívalur kónískur turn úr steinsteypu með ensku ljóshúsi, 24 m að hæð, hannaður af Axel Sveinssyni verkfræðingi. Upphaflega var vitinn húðaður utan með ljósu kvarsi en hefur nú verið kústaður með hvítu þéttiefni. […]

Knarrarnes – Halldórsstaðir o.fl.

Gengið var niður að Halakoti. Þar bar svo skemmtilega til að Magnús Ágústsson frá Halakoti var að renna í hlað. Hann þekkir svo til hverja þúfu í Brunnastaðahverfinu. Magnús lýsti staðháttum við Halakot, Halakotsvörinni, Brunnastaðabótinni, Bieringstanga o.fl. Magnúsi varð 81. daginn eftir. Eftir stutta viðkomu á Brunnastöðum þar sem rætt var við Eggert Kristmundsson var […]

Skotæfingasvæði ofan Voga

Eftirfarandi umfjöllun um skotæfingasvæði fyrir bandaríska herinn í heiðinni ofan Voga birtist í Nja tímanum 1953: „Guðmundur Í. heimtar beitiland Vatnsleysustrandar-bænda til skotæfinga fyrir herinn Heiðin frá Grindavíkurvsgi allt snn hjá Keili á að vera bannsvæði fyrir Íslendinga. Guðmundur Í. Guðmundsson, varnarmálanefndar-maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og þingmaður Alþýðuflokksins fer nú hamförum við að afhenda […]

Arnarbælisveggir – gata

Upp með Arnarbælisveggjum innan við Kirkjuvogslágar ofan Ósabotna í Höfnum liggur vörðuröð. Auk hennar má sjá fallnar vörður, sem verið hafa allstórar á meðan þær stóðu heilar. Ein þeirra er nánast grasi gróin, líklega mið frá Kirkjuvogi eða Kotvogi í Súlur. Nokkrar vörður standa þó enn heilar. Ætlunin er að reyna að fylgja þessum vörðum áleiðis upp í […]

Stóra-Vatnsleysa – grafreitur

Tekið var hús á Sæmundi bónda á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Komið var kvöld. Suðaustan andvari strauk kinn. Sæmundur hafði beðið FERLIR um að reyna að leysa þá torráðnu gátu að lesa úr fornri áletrun á stökum steini í túninu, en það hafði engum tekist til þessa (svo hann vissi til a.m.k.). Þegar komið var út […]

Húshólmi – útgáfuferð

Í tilefni af útgáfu á Húshólmaritinu bauð Ferðamálafélag Grindavíkur áhugasömum íbúum Grindavíkur og öðrum landsmönnum í Húshólmagöngu laugardaginn 23. júlí s.l. (2005). Áhugasamir mættu annaðhvort við bæjarskrifstofuna (við verslunarmiðstöðina) í Grindavík kl. 13:00 og þáðu rútuferð á staðinn í boði Ferðamálafélags Grindavíkur eða mættu á Ísólfsskálavegi undir Krýsuvíkur-Mælifelli kl 13:30. Ekið var að og gengið […]

Lónakot – Óttarsstaðafjárhellir – (Sjónarhólsskjól) – Lónakotsfjárhellir

Gengið var til norðurs á ská niður hraunið frá gatnamótum Lónakotsafleggjara við Reykjanesbraut. Eftir stutta göngu var komið í hraunlægð á milli hóla skammt norðan við landamarkagirðingu Óttarsstaða. Þar suður undir þeim, suðsuðaustan Sjónarhóls, var hlaðið myndarlegt fjárskjól, gjarnan nefnt Óttarsstaðahellir, en í örnefnalýsingu er það nefnt Sjónarhólsskjól. Stígur liggur frá því til norðurs í átt að Óttarsstöðum. […]