Entries by Ómar

Selsbúskapur í Austara-Seli

Þegar reyna á að lýsa selsbúskap, eins sjálfsagður og hann þótti, allt frá landnámi fram undir aldamótin 1900, þarf að öllu jöfnu að fara í heimildir út fyrir Reykjanesskagann til að fá upplýsingar um þennan þátt búskaparháttanna. Í nokkrum heimildum er sagt (svona nokkurn veginn) frá staðsetningu selja á landssvæðinu og hvaða bæjum selstaðan tilheyrði, […]

Herdísarvíkurtjörn

Siglt var um Herdísarvíkurtjörn. Í þjóðsögunni um Krýs og Herdísi segir m.a. um tjörnina: „Lagði þá Krýs það á Herdísi, að allur ætur silungur skyldi hverfa úr veiðitjörn hennar, en verða aptur full af loðsilungi, sumir segja Öfugugga. En Herdís lagði það aptur á Krýs, að allur silúngur í veiðivötnum hennar skyldi verða að hornsílum. […]

Landnám í Kjós

Í Úrskurði Óbyggðarnefndar, máli nr. 3-4/2004 um  Kjalarnes og Kjós frá 31. maí 2006 má lesa eftirfarandi fróðleik um „Landnám í Kjós„: „Landnámabók getur ýmissa manna, sem námu land á þessu svæði. Fyrstur landnámsmanna var Ingólfur Arnarson: En Ingólfr nam land milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir útan Brynjudalsá, milli ok Öxarár, ok öll nes út. […]

Strandardalur – Gullskinna

Gengið var upp Selvogsheiði. Gamla Suðurfararveginum (Selvogsgötunni) var fylgt upp heiðina og upp í Strandardal. Þar var ætlunin að kíkja í Kálfsgil og athuga hvort ekki sæist í a.m.k. eitt horn hinnar fornu Gullskinnu, mestu galdrabók allra tíma, sem séra Eiríkur á Vogsósum er sagður hafa grafið þar svo bókin sú arna yrði ekki til […]

Steinabrekkustígur – Hettuvegur – Smérbrekkustígur

Gengið var um forna stíga, götur og vegi á Sveifluhálsi. Allmörg örnefni eru tengd þessum leiðum yfir og eftir hálsinum. Til nýjunga verður hins vegar að teljast nýlega merktur og stikaður Hettuvegur frá Ketilsstíg inn á Smérbrekkustíg og Krýsuvíkurleið um Rauðuskriðu. Ekki er vitað til þess að þessi leið hafi verið farin áður en hún  […]

Reykjanes – ný eyja 1884

Rvík 17. ágúst [1884]. „Ný ey við Reykjanes. Vitavörðurinn á Reykjanesi, herra Jón Gunnlaugsson skipstjóri, hefir skrifað Ísafold 1. þ. m.: „Hinn 26. f. m. (júlí) gékk ég hér upp á svo kallað Bæjarfell með kíki og var að skoða sjóinn, mér til skemtunar, og sýndist mér ég sjá skip norðvestur af Eldey (Melsækken), en […]

Krýsuvíkurkirkja – endurreisn

Kristján Eldjárn skrifaði eftirfarandi í Kirkjuritið  1953 um Björn Jóhannesson og endurreisn Krýsuvíkurkirkju: „Hinn 22. nóv. 1964, andaðist Björn Jóhannesson fyrrv. forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, tæplega sjötugur að aldri. Allmörg undanfarin ár bafði hann dregið sig í hlé frá þeim félagsmálastörfum, sem setja svip sinn mest á ævidag hans, og olli því sjúkdómur sá, er nú […]

Reykjadalur – upplýsingaskilti

Þann 23. júní 2014 var afhjúpað upplýsingaskilti um náttúru Reykjadals sem sett var upp við Rjúpnabrekkur inn í Ölfusdal ofan við Hveragerði. Skiltið var unnið af Landvernd í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Ferðafélag Íslands, Slysavarnarfélagið Landsbjörgu, Safe Travel, Hveragerðisbæ, Sveitarfélagið Ölfus, Ferðafélag Íslands, Eldhesta og Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi.  Á upplýsingaskiltinu má lesa […]

Ölkofri

Ölkofri, öðru nafni Þórhallur, bjó á Þórhallsstöðum á Þingvöllum um og í kringum árið 1000. Um hann hefur verið skrifað, t.d. í Ölkofraþætti,  og ekki allt satt: „Þótt Ölkofraþáttur sje eigi sannsögulegur, þá er hann þó allforn, og munu þessi orð Brodda styðjast við sannindi, og má telja það víst, að Skafti hafi ort mansöngsdrápuna, […]

Reykjanesfólkvangur 30 ára

Á fundi undirbúningsnefndar að stofnun fólkvangs á Reykjanesi 12. febrúar 1975 var samþykkt að Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Hafnarfjörður, Grindavík, Garðabær, Selvogshreppur, Keflavík og Njarðvíkurhreppur (tvö síðastnefndu sveitarfélögin eru nú sameinuð í Reykjanesbæ) skyldu vera aðilar að fólkvangi á Reykjanesi, sbr. nú ákvæði 3. og 55. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999. Mikið er um jarðhitasvæði […]