Entries by Ómar

Þróun ferðamála – og tillögur um aðgerðir

Með þessari umfjöllun eru engar myndir af litbrigðum Reykjanesskagans – með því má segja að amen fylgi efninu. Segja má að Reykjanesskaginn endurspegli öll önnur náttúru- og minjasvæði landsins. Líkt og þéttbýlisíbúarnir á höfuðborgarsvæðinu fara langar leiðir til að skoða sögulega staði og furðusmíð jarðmyndunarinnar, áhrif rofafla og litaafbrigði væri ekki óraunhæft að ætla að […]

Gráhelluflöt – skógrækt

Laugardaginn 9. ágúst 2008 var fjögurra brautryðjenda skógræktarstarfs í Hafnarfirði minnst með því að afhjúpa minningarskjöld á hraunkletti í norðanverðu Gráhelluhrauni, skammt frá þeim stað þar sem ræktunarstarf á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hófst vorið 1947. Þarna mættu afkomendur þessara manna ásamt fleira fólki til að minnast liðinna tíma. Þannig vildi til að síðasta dag sumars […]

Maístjarnan I

Haldið var í Maístjörnuna norðan við Hrútagjárdyngju. Í stórvirkinu „Íslenskir hellar“ segir Björn Hróarsson m.a. um Maístjörnuna. „Maístjörnuna fundur þeir Júlíus Guðmundsson og einar Júlíusson 1. maí 1991. Hellirinn sem er um 480 metra langur er mjög margskiptur og teygir arma sína víða. Nokkuð er um dropsteina og hraunstrá. Skraut þetta er ekki stórvaxið ern […]

Skógrækt á Víðistöðum

Sú klausa er hér fer á eftir stendur í blaðinu Fjallkonan 19. júní 1908: „Hafnfirðingar höfðu það til hátíðarbrigðis afmælisdag Jóns Sigurðssonar að stofna hjá sér ungmennafélag. Hlaut það nafnið Ungmennafélagið 17. júní. Framkvæmdahugur var mikill í félagsmönnum, enda margvísleg mál er ungmennafélög hafa á stefnuskrá sinni. Þar á meðal að klæða landið skógi. Hafnfirðingar […]

Hvaleyri – Árni Óla

Árni Óla skrifaði um „Hvaleyri“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1973. „Að undanteknum írskum nöfnum er Húsavík við Skjálfanda líklega elzta staðarheiti á Íslandi. Staðurinn er kenndur við það, að þar reisti Garðar Svavarsson hús og hafði þar vetursetu. Næstelztu norrænu nöfnin munu svo vera Faxaós (nú Faxaflói), Hafnanfjörður og Hvaleyri. Þau nöfn gátu þeir Hrafna-Flóki […]

Gönguleiðir á Reykjanesi – ýmsar leiðarbækur

Nokkrar mistækar gönguleiðabækur hafa verið gefnar út um möguleika Reykjanesskagans, s.s. „Náttúran við bæjarvegginn – 25 gönguleiðir á Reykjanesskaga“ eftir Reynir Ingibjartsson, „Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur“ eftir Einar Skúlason, og „Gönguleiðir á Reykjanesi“  eftir Jónas Guðmundsson. Síðastnefnda bókin byggir titil sinn reyndar á hugtakaruglingi því Reykjanesskaginn er svo miklu umfangsmeiri en Reykjanesið yst á […]

Keilir II

Gengið var á Keili (379 m.y.s.). Venjan er að ganga að fjallinu frá norðanverðu Oddafelli, en að þessu sinni var gengið að því frá Rauðhól, rúmlega miðja vegu milli Reykjanesbrautar og Oddafells. Stíg var fylgt upp eftir frá Rauðhólsselinu. Þegar komið var upp á hraunbrúnina (varða) áleiðis að fjallinu sást Keilisvarðan við Þórustaðastíginn vel í […]

Grindavíkurborgarhliðið

Á vefsíðunni www.grindavik.is var þann 23. júlí 2009 fjallað um „Nýtt bæjarhlið á Grindavíkurvegi“, sem auðvitað átti að vera umfjöllun um nýtt „borgarhlið“ ef horft er til lengri framtíðar. Þar sagði m.a.: „Þeir sem hafa átt leið um Grindavíkurveginn að undanförnu hafa tekið eftir nýju bæjarhliði Grindavíkurbæjar sitt hvoru megin við veginn, nálægt Seltjörn, sem er […]

Sögu- og minjaskiltin í Grindavík lagfærð

Nú hafa sögu- og minjaskiltin í Grindavík verið lagfærð. Skiltin eru orðin sjö talsins; í Þórkötlustaðahverfi, á Þórkötlustaðanesi, við Hóp, í Járngerðarstaðahverfi, á Gerðarvöllum, í Staðarhverfi og við Hraun. Fyrsta sögu- og minjaskiltið var sett upp í Járngerðar-staðahverfi fyrir þremur árum. Kortið á því, og næstu skiltum þar á eftir, var prentað á hlífðarlausan pappír […]

Húshólmi – áburðardreifing

FERLIR hefur átt ágætt samstarf við Landgræðslu ríkisins um uppgræðslu í Húshólma. Eins og mörgum er kunnugt hafði orðið mikil jarðvegseyðing í hólmanum, sem nú hefur tekist að stöðva. Landhelgisgæslan flaug með fræ og áburð inn á svæðið á síðastliðnu ári (2005) og markmiðið var fara eina umferð um hólmann á því ári og síðan […]