Entries by Ómar

Íhugunarefni á Hvaleyri – Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson, blaðamaður, skrifaði grein í Morgunblaðið árið 2006 undir fyrirsögninni „Íhugunarefni á Hvaleyri„. Fjallaði hann þar m.a. um þær breytingar sem voru að verða á þessu af enu af elstu kennileitum Íslands. „Hvaleyri skagar fram í flóann sunnan við Hafnarfjörð. Hvorttveggja er að þessi tangi er fyrir margt merkilegur, og svo hitt að hann […]

Hafurbjarnarholt – Stórholtsgreni

Gengið var upp í Almenning frá Brunatorfum í gegnum Gjásel og Hafurbjarnarholt með viðkomu í Stórholtsgreni þar sem Skotbyrgið var m.a. barið augum, við Steininn, Fjallsgrensvörðu og Fjallsgrensskotbyrgin norðvestan Sauðabrekkna. Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Straum segir m.a. af þessu svæði: „Úr Jónshöfða liggur landamerkjalínan um Katlana og höfðann og um svokallaðar Stórhæðir, og þaðan […]

Selvogsviti – Vörður RE 295 (brak)

Uppi á fjörukambinum skammt austan við Selvogsvita má enn sjá leifar hluta trébáts, sem þar fórst á sínum tíma. „Báturinn hét Vörður RE 295,  er hann rak á land með bilaða vél austan við Selvogsvita, 9. mars 1956, með fullfermi af loðnu. Með bátnum fórst öll áhöfnin samtals 5 manns. Bátur þessi var kantsettur tvísöfnungur […]

Selatangar – „Týnda leiðin“

„Tilefni þessara lína er grein Gunnars Benediktssonar í Morgunblaðinu 7.6. sl. þar sem hann fjallar vel og ítarlega um Hettuveg á Sveifluhálsi (gamla þjóðleið). Fyrir útivistarfólk og þá sem áhuga hafa á grónum götum eru svona greinagóðar lýsingar mikill fengur og ómetanlegur. Á milli Krýsuvíkur og Grindavíkur er gömul verstöð, Selatangar. Um nokkurt skeið hef […]

Arnarfell

Gengið var upp bröttustu hlið Arnarfells – svona í æfingarskyni. Arnarfell í Krýsuvík er 198 m yfir sjó (um 100 metra hátt). Bæjarfell, næsta fell að vestan er svolítið hærra, eða 218 m.y.s. Arnarfellin eru nokkur á landinu öllu. Frægasta Arnarfellið, hingað til a.m.k., er sennilega það, sem stendur við Þingvallarvatn. Fellið er eitt þeirra […]

Hofsbrunnur

Í „Íslenskar þjóðsögur og ævintýri“ er sagt frá brunni að Hofi á Kjalarnesi: “ Á Hofi a Kjalarnesi er æfagamall dómstaður og blótstaður. Þar er brunnur einn, sem aldrei er byrgður, og sem ekki má heldur byrgja. Sá er sögn um brunn þenna, að á meðan hann se opinn, varist hvert barn brunninn, og jafnvel […]

Tvíbollahraun – Elgurinn – Balahellir – Dauðadalahellar

Tvíbollahraun og Hellnahraun yngra runnu úr Bollunum í Grindarskörðum um 950 e. Kr. Í hraununum norðvestan við Markraka eru Dauðadalahellar, fallegar og margflóknar hraunrásir. Þarna gætu hafa runnið fyrstu hraunin á Íslandi eftir að búseta hófst og hellar þess þá fyrstu hellar sem mynduðust hér á landi á sögulegum tíma. Í hraununum eru allmargir hellar. […]

Strandarkirkja – tilurð

Eftirfarandi upplýsingar um Strandarkirkju var tekinn saman af Gunnari Markússyni árið 1991: „Dr. Jón Helgason, biskup, ritaði grein í Lesbók Mbl. 17. janúar 1926 og nefndi hana Um Strönd og Strandakirkju. Tæpum tveim árum síðar, eða 2. október 1927 kom svo í sama riti greinin: „Erindi um Strandakirkju“ eftir séra Ólaf Ólafsson, sem þar hóf […]

Krýsuvík – yfirlit III

Krýsuvík, oft einnig ritað Krísuvík en Krýsuvík virðist vera eldra, er fornt höfuðból sunnan við Kleifarvatn sem lagðist í eyði á síðustu öld og er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands. Þar er stórbrotið landslag sem mótað er af umbrotum og jarðeldum, og er það vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. […]

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg er bjarg sem rís úr sjó í Krýsuvíkurhrauni á sunnanverðum Reykjanesskaga. Bjargið er langstærsta fuglabjarg skagans. Þar verpa um 60.000 fuglapör, mest rita en líka langvía, álka, stuttnefja og fýll, og eitthvað af lunda, toppskarf, silfurmáf og teistu. Áður fyrr var algengt að menn sigu í bjargið eftir eggjum og 1724 fórust þar þrír […]