Entries by Ómar

Markrakahellir – Dauðadalahellar – Dauðadalastígur

Gengið var frá Bláfjallavegi norður Tvíbollahraun ofan við Markraka. Stefnan var tekin á Markarakahelli norðan Markraka og Dauðadalahella þar skammt vestar. Stuttur gangur er frá bílastæði við veginn niður að austanverðum Markraka, veðurbörðum melhæðum er standa upp úr hrauninu, eða hraununum réttara sagt, því þarna umhverfis eru nokkur hraun auk Tvíbollahrauns, s.s. Hellnahraun eldra og […]

Valaból

Valaból, sunnan við Hafnarfjörð, hefur á stundum verið nefnt fyrsta Farfuglaheimilið á Íslandi. Fljótlega eftir að Bandalag íslenskra farfugla var stofnað árið 1939 var hafist handa við að leita að hellisskútum sem unnt væri að nota sem gististaði. Fyrstur fyrir valinu varð Músarhellir við Valahnúka, sunnan við Hafnarfjörð. Fékk staðurinn snemma nafnið Valaból og hefur […]

Gjábakkahellir

Gjábakkahellir milli Þingvalla og Laugarvatns hefur tengsl við Reykjanesskagann. Björn Hróarsson segir eftirfarandi í stórvirki sínu „Íslenskir hellar“ um Gjábakkahelli: „Gjábakkahellir hefur einnig verið nefndur Helguhellir og Stelpuhellir. Björn Th. Björnsson (1984) segir Stelpuhelli upprunalegasta nafnið. Nú má hins vegar fullyrða að nafngiftin Gjábakkahellir hafi náð yfirhöndinni og hin nöfnin fallið í gleymsku. Hellirinn liggur undir […]

Bruninn – Draughólshraun

Gengið var um Brunann, öðru nafni Nýibruni, Nýjahraun eða Kapelluhraun. Kapelluhraun myndaðist úr gíg[um] á 25 metra langri sprungu sem opnaðist í eldgosahrinu er hóft 1151 og hraun rann til sjávar bæði norðan og sunnan megin við Reykjanesskagann. Á síðustu árum hefur mikið efni verið tekið úr hrauninu til uppfyllingar við álverið [sem og úr […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2018

1. Grísanes Umhverfis Ástjörn eru nokkrar grónar tóftir frá fyrri tíð. Gatan frá Ási að Ásseli við Hvaleyrarvatn lá um Skarðið. Norðan við það, vestan götunnar er grjóthlaðinn stekkur. 2. Lækjarbotnar Þegar gengið er upp með læknum er kemur úr Lækjarbotnum má sjá hvar hann liðast með norðurjaðri Stekkjarhrauns og Gráhelluhrauns (Lækjarbotnahrauns). Við upptökin eru […]

Grindavík – brim

FERLIR hefur verið óþreytandi að gefa lesendum bragð af minningum, bæði í texta og myndum. Áþreifanleiki hversdagins við bragðið er þó engu minni þegar staðið er á ströndinni, hvort sem er á Skyggni eða Sloka. Ásýndin mót hafinu við Grindavík getur á stundum verið tilkomumikil, einkum í hvassviðrum og austan þræsingi. Meðfylgjandi myndir eru hins vegar teknar […]

Háskólanám – möguleiki til lengri framtíðar

Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og einn af FERLIRsfélögum, útskrifast frá BA-námi í fornleifafræði við Háskóla Íslands n.k. laugardag. Að öllu jöfnu telst ekki í frásögu færandi að einhver nemi væri að útskrifast frá háskóla, þótt það ætti vissulega að gera það, en Ómar Smári getur varla talist til einhverra nemanda. Hann […]

Fanggæsla

Selvogur var um aldir ein af helstu verstöðvum á Suðurlandi og þangað kom fjöldi vermanna til róðra. Þá fylgdu oft konur vermönnunum eftir og sáu um ýmis mál í landi svo sem matseld. Yfirleitt var í hverri verbúð ein kona sem sá um að þrífa vistarverurnar, matreiða og hirða um vettlinga sjómanna og önnur plögg. […]

Búrfellskot

Þegar gengið er um suðurhlíðar Búrfells má sjá stakar gróðurtorfur í Búrfellsbrekku, aðallega gras, millum gróðurvana melfláka. Tóftir eru í suðvesturhlíðum Búrfells austan við Seljadalsá. Þær kúra þarna á lágum hól út úr hlíðinni. Neðan við tóftirnar liggja þjóðvegir, hlið við hlið. Í svari Örnefnastofnuna (SS) við fyrirspurn um uppruna nafnsins Búrfells í ágúst 2002, […]

Urriðakotshraun – aldur – klettamyndanir

Gengið var um Urriðakotshraun með  það fyrir augum að skoða nokkrrar klettamyndanir sem þar eru. Sumir klettanna hafa verið nefndir, s.s. Grásteinn og Einbúi, en aðrir bíða skírnar. Urriðakotshraun er hluti Búrfellshrauns. „Búrfellshraun er með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkursvæðinu. Það kom frá Búrfelli, sem er stakur gígur á hinu mikla sprungu- […]