Entries by Ómar

Selgjá – Búrfellsgjá (Réttargjá)

Gengið var eftir göngustíg í gegnum Búrfellshraun frá Maríuhellum að Selgjá. Í leiðinni var m.a. komið við í Þorsteinshelli (Saupahellinum syðri), fornu vel duldu fjárskjóli með miklum hleðslum í. Litið var á fornt fjárhús og gróna fjárborg, sem ekki er getið í örnefnalýsingum, nema ef vera skyldi Fjárhústóftin nyrðri. Í Selgjá höfðu 11 bæir frá […]

Gróðrarsaga hraunanna á Íslandi

Helga Jónsson skrifar um „Gróðrasögu hraunanna“ í Skírnir árið 19906: „Gróðurinn á sína sögu, og gróðursaga hinna ýmsu landa og hafa er með ýmsum hætti, og mjög svo komin undir lífsskilyrðum þeim, sem fyrir hendi eru. Gróðrarsagan segir frá »landnámi« plantnanna og skýrir oss frá, hverjar tegundir ber fyrst að hinum beru landflákum, hvernig þær […]

Draughólshraun

Draughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilega þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að ganga um það. Draughólshraun heitir eftir efsta stóra hólnum í hrauninu; Draughól. Það er […]

Hraunin III

Í Náttúrufræðingnum árið 1998 má lesa eftirfarandi um Hraunin utan við Hafnarfjörð: „Hraun kallast landsvæðið vestan og sunnan Straumsvíkur, en víkin hefur myndast milli Lambhagatanga að austan og Hrauna að vestan. Frá alda öðli voru Hraun í Álftaneshreppi en töldust hluti Garðahrepps, líkt og Hafnarfjörður, þegar Álftaneshreppi var skipt í Bessastaða- og Garðahrepp 1878. Eftir […]

Vesturengjar – Austurengjar

Stefnan var tekin yfir Vesturengjar frá Seltúni í Krýsuvík og yfir á Austurengjar. Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík segir m.a. um Engjarnar norðan og ofan við Krýsuvíkurbæina: „Austur og upp frá Stóra-Nýjabæ lá Austurengjagatan meðfram Dýjakrókum og vestan til við Tindhólsgil um Tindhólsbrekku sunnan undir Tindhól móbergshól nokkrum strýtum. Héðan lá leiðin um Öldurnar […]

Búfje á Íslandi til forna

Sigurður Þórólfsson skrifaði m.a. um „Búfje á Íslandi til forna“ í Búnaðarritið árið 1927: „Ýmsir síðari tíma menn hafa ritað um búskap Íslendinga til forna. Þeir hafa allir haldið því fram, að nautgripaeign landsmanna, einkum á 15. og 16. öld, hafi verið miklu meiri en hún var síðastliðna öld. Eigi verður þessu neitað með rökum, […]

Torfdalur ofan Breiðabólstaðar

Torfdalur er ofan Breiðabólstaðar í Ölfusi. Ofan hans eru Krossfjöll. Fyrir nokkru var skoðuð þar tóft, sem reyndar er merkt inn á kort. Annars er Torfdalsnafnið þekkt víðar um land, s.s. vestur í Grímarsfelli, suðaustan Reykjafells. Líklegt hefur verið talið að nafnið sé til komið vegna torfristu og/eða mótekju fyrrum, sbr. eftirfarandi örnefnalýsingu Ölfuss; „Torfdalur […]

Straumsvík – hellir

Eftirfarandi ábending barst FERLIR um hugsanlegan helli undir hluta álversins í Straumsvík: „Hef verið að reyna að grafast fyrir um hellinn sem er undir Ísal í Hafnarfirði. Það voru upphaflega þrjú stór síló (þessi rauðu og hvítu) en eitt var fjarlægt. Það síló var ekki notað nema að hluta til því að þegar þeir voru […]

Kaldársel – sagan

Nokkrum sinnum hafa verið gerðar klaufalegar tilraunir til að fornleifaskrá svæðið í kringum Kaldársel, bæði af fornleifafræðingum og sagnfræðingum. Flestar þeirra eru því að mörgu leyti svolítið skondnar. Um Kaldársel og nágrenni er fjallað víðs vegar hér á vefsíðunni. Hér verður allra vitleysanna ekki getið; einungis rifjuð upp saga staðarins í stuttu máli: Kaldársel er […]

Suðurlandsskjálftinn 2008 – áhrif á hella

Afleiðingar Suðurlandsskjálftans 2008 hefur haft víðtækari áhrif en talið hefur verið. Upplýst hefur verið að skjálftinn hafði bæði skyndiáhrif á fólk og langtímaáhrif á bæði bústaði þess og umhverfi, einkum í Hveragerði, á Selfossi og nærbyggðum. Fréttir hafa borist af öllu þessu og myndir verið sýndar – þær nýjustu af sprungum og misgengismyndun í fjöllunum […]