Selgjá – Búrfellsgjá (Réttargjá)
Gengið var eftir göngustíg í gegnum Búrfellshraun frá Maríuhellum að Selgjá. Í leiðinni var m.a. komið við í Þorsteinshelli (Saupahellinum syðri), fornu vel duldu fjárskjóli með miklum hleðslum í. Litið var á fornt fjárhús og gróna fjárborg, sem ekki er getið í örnefnalýsingum, nema ef vera skyldi Fjárhústóftin nyrðri. Í Selgjá höfðu 11 bæir frá […]