Entries by Ómar

Stapinn – atvinnubótavinnukálgarður

Utan í sunnanverðum Stapanum að austanverðu er ferkantaður garður, nú hálffallinn. Lögð hefur verið mikil vinna í gerð hans á sínum tíma og vandað virðist hafaverið til verka. Hið skrýtna er að garðurinn hefur verið hlaðinn utan í og á holt í hlíðinni. Þau, sem þekkja vel til á þessum slóðum, og fædd eru undir Stapanum […]

Litluborgir I

Haldið var upp í Minni-Dimmuborgir, eða Litluborgir, eins og Jón Jónsson, og sonur hans, Dagur, nefndu lítið hraunssvæði sunnan Helgafells, hraunborgir, sem þar mynduðust, líkt og Dimmuborgir við Mývatn, Hraunsnesið í Skollahrauni og Borgin (Ketillinn) í Katlahrauni. Þar eru og gervigígar, sem mynduðust þegar heitur hraunstraumur rann út í vatn er þá hefur verið þarna austan […]

Garðar – Bessastaðir

Þekktustu staðir á Álftanesi eru Bessastaðir og Garðar. Á Bessastöðum er aðsetur forseta Íslands. Garðar eru kirkjustaður og fyrrum prestssetur. Byggð hefur verið í landi Garðabæjar frá landnámstíð. Talið er að núverandi landsvæði bæjarins hafi tilheyrt þremur mönnum. Vestasti hlutinn hafi verið land Ingólfs Arnarsonar, landið í kringum Vífilsstaði í eigu Vífils, leysingja Ingólfs, og […]

Nýjasel – Pétursborg – Ara(hnúks)sel – Gjásel – Vogasel – Brunnastaðasel – Hlöðunessel – Hólssel

Haldið var inn á og upp Vogaheiði með það fyrir augum að skoða og rissa upp selin, sem þar eru sunnan Knarrarnessels. Nýjaselsballi (af sumum í seinni tíð nefndur Níelsbjalli) liggur út úr efstu tveimur Snorrastaðatjörnunum til norðurs. Bjallinn er nokkuð langt grágrýtisholt, sem sker sig svolítið úr umhverfinu, og því í rauninni ekki eiginlegur […]

Klukkustígur I

Klukkustígur liggur í sigdældinni sem er á mótum meginlandsfleka Evrópu og Ameríku. Óvíða sjást skilin betur hér á landi en einmitt þarna. Enn í dag má rekja stíginn í gegnum skógi-og lyngivaxið Þingvallahraunið. Að vísu hefur áhugasamt skógræktarfólk gleymt sér í ákefðinni og plantað beint ofan í stíginn á kafla, en úr því má enn […]

Esjuhlíðar – Álfakirkja – Nípa – kalknáma – Kögunarhóll

Gengið var um Esjuhlíðar. Haldið var upp frá Esjustofu, gengið í gegnum trjásafnið við Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá, skoðuð Álfakirkja, gengið upp með Hvítá í Hvítárbotna með viðkomu á Nípu, Rauðhóll skoðaður sem og Geithóll áður en haldið var niður með Mógilsá að gömlu Kalknámunni, farið um Kögunarhól og síðan niður með honum austanverðum […]

Breiðabólsstaðarsel II – Þorlákshafnasel II?

Þegar FERLIR var á ferð um Krossfjöll var m.a. gengið fram á áður óþekktar – og þar með óskráðar selsminjar – ofan Krossfjalla. Minjarnar eru miklar og greinilegar; sjö rými og stekkur. Það er í skjóli fyrir austanáttinni og því er um að ræða dæmigerða staðsetningu fjársels á Reykjanesskaganum, sem nú teljast vera 289 talsins. […]

Misvísandi fjárBorgir við Suðurstrandarveg

Fjölmargar fyrirspurnir berast á netfangið ferlir@ferlir.is. Sumir eru að þakka fyrir fróðleikinn og leiðbeiningarnar á meðan aðrir eru að leita upplýsinga um einstaka staði eða tiltekin svæði. Jafnan er reynt að svara öllum fyrirspurnum eftir bestu getu og vitneskju. Í einstaka tilviki hefur þurft að kanna nánar aðstæður til að geta svarað af nákvæmni. Undantekningalaust eru […]

Hvaleyri – örnefni og sögustaðir

Jóhann Guðni Reynisson hefur tekið saman sögu golfklúbbsins Keilis, golfvallargerð á Hvaleyri, örnefnin og sögustaðinn: „Keilismenn hafa varðveitt gömul örnefni á og við völlinn með því að gefa öllum brautum nöfn eftir örnefnum á Hvaleyri. Þetta sást strax á fyrsta árinu (1967 ) gat Jónas formaður þess í ræðu sinni á fyrsta aðalfundi klúbbsins að […]

Geitháls

Skoðaðar voru minjar á og við Geitháls. Í bókinni Áfangar, ferðahandbók hestamannsins, segir m.a. um staðinn: „Gjótulág er á mörkum þeirrar jarðar í Mosfellssveit, sem áður hét Vilborgarkot, og Hólmsheiðar. Þarna við norðaustanverð vegamót Suðurlandsvegar og vegar yfir Mosfellsheiði (lagður um 1887) reis býlið Geitháls. Veginum við Gjótulág var breytt 1984 og hann færður vestar. […]