Entries by Ómar

Gufunes I

Gufunes er nesið austur af Viðeyjarsundi, suðvestan Eiðsvíkur. „Gufunes virðist snemma hafa orðið sjálfstæð jörð og kirkja (Maríukirkja) er þar komin um 1150 og henni fylgdi kirkjugarður. Gufuneskirkja var lögð niður 1886 en beinin úr kirkjugarðinum voru tekin upp árið 1968 og flutt í nýjan grafreit vegna byggingarframkvæmda Áburðarverksmiðjunnar.“ Skv. upplýsingum Sigurðar Hreiðars var kirkjan […]

Selvogsgata – Setbergshellir – Gráhelluhraun – Lækjarbotnar

Gengið var frá Mosum sunnan Smyrlabúða og haldið norður Selvogsgötu. Ætlunin var að ganga um Gráhelluhraun, niður um Lækjarbotna og enda við stekkinn í Stekkjarhrauni. Þegar komið var að Smyrlabúðarhrauni var gengið norður með vesturjaðri þess svo sem Selvogsgatan liggur. Ekki leið á löngu þangað til komið var að því er virtist hlöðnu gerði utan […]

Ártúnsrétt

Í Fornleifaskráningu jarðarinnar Ártúns á Kjalarnesi, sem unnin var af Minjasafni Reykjavíkur árið 2010, má lesa eftirfarandi um Ártúnsrétt. Réttin, sem er orðin nokkur gróin, sést enn nokkuð vel ofan Ártúnsár (en svo nefnist Blikadalsáin neðan Mannskaðafoss) að norðanverðu. „Tóftir Ártúnsréttar eru 210 m norðaustur af bæjarhól Ártúns. Neðanvið tóftirnar eru einnig stríðsminjar, leifar stöðvar […]

Litlaland – Draugshellir

Samþykki jarðeigenda hafði fengist til að opna Draugshellinn í Litlalandslandi í Ölfusi. Hellirinn var lokaður fyrir allnokkru síðan (sennilega um 1960) til að varna fé inngöngu. Þá tapaðist vitneskjan um opið. Draugasaga er kennd við hellinn og hann því vel þjóðsagnarkenndur. Um Draugshelli er skráð saga í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, útg. 1955, um pilt sem […]

Selvogsgata – Grindaskörð – Hlíð

„Þetta var æði”. Svona hljómaði ein lýsingin á ferðinni að henni lokinni. Gengið var inn á Selvogsgötu við Bláfjallaveg, en beygt út af henni til austurs skömmu síðar. Ætlunin var að feta Grindarskarðsgötuna upp að Stórabolla og síðan áfram áleiðis til suðurs. Venjan er að ganga Selvogsgötuna upp Kerlingarskarð og síðan áfram hana með Draugahlíðum, […]

Þórkötlustaðanesviti

Af einhverri óútskýrðri ástæðu hafa einhverjir haldið að vitinn á Þórkötlustaðanesi bæri nafnið „Hópsnesviti„.  Að vísu komst sú nafngift inn í eina lýsingu, en hún sem slík breytir ekki nafninu og landfræðilegri staðsetningu vitans. Nafnabrengl þessi eru þó að hluta til skiljanleg því af Þórkötlungum hefur vitinn jafnan verið nefndur „Nesviti“, þ.e. stytting úr Þórkötlustaðanesviti. […]

Þorbjarnarfell II – ljóð

Örn Arnarson skáld lýsir Þorbjarnarfelli í ljóði sínu Grindvíkingur: „Við skulum yfir landið líta, liðnum árum gleyma um stund, láta spurul unglingsaugu aftur skoða strönd og sund. Sjá má enn í Festarfjalli furðuheima dyragátt. Þorbjörn klofnu höfði hreykja himin við í norðurátt“. Heimild: –Jón Böðvarsson, 1988:128  

Vaktarabærinn I

Vaktarabærinn, nú Garðastræti 23 í Reykjavík, er elsta timburhúsið í Grjótaþorpi. Það var 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989. Árið 2008 samþykkti Borgarráð að kaupa Vaktarabæinn fyrir 25 milljónir króna. Vaktarabærinn er rúmlega 170 ára gamall. Mjög hefur þrengt að húsinu og hefur það staðið autt á síðustu árum. […]

Svínadalur – Írafellssel – Trönudalur – Möðruvallasel – Svínadalskot – flugvélaflak

Sigurður Guðmundsson, bóndi að Möðruvöllum I, Kjós, sagðist aðspurður vita af tóftum neðst í Trönudal, alveg undir Múlanum. Tóftirnar væru svo til við Trönudalsána. Hann hafði haldið að þetta hefði verið nafnlaust kot eða jafnvel beitarhús frá Möðruvöllum, en eftir á að hyggja væri ekki óraunhæft að ætla að þarna hefði einhvern tímann verið selstaða. […]

Krýsuvíkurkirkja I

Í tilefni af 150 ára afmæli Krýsuvíkurkirkju var haldin messa í kirkjunni á hvítasunnudag 27. maí 2007. Prestur var Gunnþór Ingason. Jafnframt var minnst 10. dánarártíðar Sveins Björnssonar, fyrrv. yfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, sem síðastur manna var jarðsettur í kirkjugarðinum í Krýsuvík. Jónatan Garðason og Þór Magnússon tóku saman ágrip af sögu Krýsuvíkurkirkju. Birtist það í […]