Entries by Ómar

Bessastaðakirkja II

Bessastaðir eru, líkt og Þingvellir, einn af helgustu minjastöðum landsins. Bessastaða er fyrst getið í íslenskum heimildum í eigu Snorra Sturlusonar. Við dráp Snorra 1241 gerði kóngur eigur hans upptækar og þá komust Bessastaðir í konungs eign. Með tímanum urðu Bessastaðir aðsetur fulltrúa erlends konungsvalds á Íslandi allt til loka 18. Aldar. Eftir siðaskiptin vænkast […]

Reykjanesviti II

Í bókinni „Sjómannasaga“ eftir Vilhjálm Þ. Gíslason er m.a. sagt frá gamla Reykjanesvitanum: „Ein af helstu framfaramálum þessara umbrotaára fyrir aldamótin [1900], voru vita og hafnamál. Alla tíð hafði Íslandsströnd verið dimm og vitalaus, enda hafði einlægt verið reynt að haga millilandasiglingum svo, að þær lentu í langdegi og björtum nóttum. En vitanlega bar skip […]

Tóustígur – upphaf

Malarvegurinn frá Keflavíkurveginum (Reykjanesbrautinni) upp á Höskuldarvelli lá í gegnum hraunnámur upp í gegnum Afstapahraun úr Kúagerði. Gífurlegt magn hrauns hefur verið fjarlægt þarna austan brautarinnar. Þegar Reykjanesbrautin var tvöfölduð voru gatnamótin færð sunnar og sameinuð gatnamótum Vatnsleysustrandarvegar. Frá þeim er nú ekið til austurs inn á línuveg, eftir honum inn á efnistökusvæðið og síðan […]

Hreindýr á Reykjanesskaga I

Í Náttúrufræðingnum árið 1932 er fjallað um hreindýr á Reykjanesskaganum í þremur greinum. Árni Friðriksson skrifar m.a. eftirfarandi grein um „Hreindýrið„: Hreindýrið „Rétt fyrir miðja átjándu öld stungu fimm íslenzkir sýslumenn upp á því við stjórnina dönsku, að láta flytja nokkur hreindýr til Íslands. Tillagan var tekin til greina, og 19. janúar 1751 kom út […]

Vaktarabærinn

„Vaktarabærinn„, nú Garðastræti 23 í Reykjavík, er elsta timburhúsið í Grjótaþorpi. Það varð það 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989. Árið 2008 samþykkti Borgarráð að kaupa Vaktarabæinn fyrir 25 milljónir króna. Vaktarabærinn er rúmlega 170 ára gamall. Mjög hefur þrengt að húsinu og hefur það staðið autt á síðustu […]

Sumar í Hrauntúni – Sigurveig Guðmundsdóttir

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1984 segir Sigurveig Guðmundsdóttir frá „Sumri í Hrauntúni“ á Þingvöllum. Lesningin gefur góða mynd af því hvernig umhorfs var á þessum ágæta bæ, fyrrum selstöðu, skömmu eftir aldarmótin 1900. „Nú sést ekkert eftir af bænum í Hrauntúni í Þingvallasveit nema tóftir. Árið 1919 bjó Jónas hreppstjóri Halldórsson þar enn, og greinarhöfundurinn […]

Alfaraleið við Hvassahraun

Ætlunin var að ganga stuttan spöl eftir Alfaraleiðinni norðan Virkishóla að Hvassahrauni. Leiðinni, sem er hin gamla þjóðleið milli Innnesja og Útnesja, frá Gerði og Þorbjarnastöðum hefur áður verið lýst hér á vefsíðunni. Alfaraleiðin á þessum kafla er vel greinileg. Þegar ný misæg gatnamót voru gerð á tvöfaldri Reykjanesbraut var meira brotið af leiðinni en […]

Spákonuvatn

Óvenju litlar heimildir virðast vera til um jafn stórbrotið svæði og umleikur Spákonuvatnið undir norðurhlíð Selsvallafjalls. Hér er þó getið a.m.k. tveggja: „Norðausturendi Núpshlíðarháls er þríklofinn og heitir vestasti hlutinn Trölladyngja. Núpshlíðarháls er nær eingöngu úr móbergi en heita má að allt flatlendi á svæðinu sé þakið ungum hraunum. Lítill þverdalur, Sog, skilur nyrsta hluta […]

Útvogsgata

FERLIR hefur nokkrum sinnum áður bæði fetað og lýst Selvogsgötunni (Suðurferðagötu), hinni fornu þjóðleið millum Hafnarfjarðar og Selvogs. Fáar, ef nokkrar, lýsingar eru hins vegar af síðasta áfanga götunnar, þ.e. frá „Skálanum“ vestan Strandarhæðar niður að Útvogsrétt í Selvogi. Þegar gatan var rakin þessa leið reyndist það þó tiltölulega auðvelt viðfangs. Reyndar hverfur hún á kafla […]

Lambahraun – Lambagjá

Bergið yst á Reykjanesi er að hluta til undirstaða úr gíg utan við Nesið (Valahnúk). Um nokkur hraun er þar um að ræða, bæði frá fyrra hlýskeiði (~>16.000 ára) og síðustu ísöld (>12.000 ára). Sýrfellið er líklega um ~11.500 ára og Sandfellshæðin (dyngja) er ~10.000 BP. Dyngjurnar á Berghólum og Langholti eru frá svipuðum tíma. […]