Entries by Ómar

Kirkjustígur – frá Reynivöllum að Fossá

Kirkjustígur er gamla kirkjugatan um aldir millum kirkjunnar á Reynivöllum annars vegar og Fossár og Hvammsvíkur hins vegar. Áður en lagt var á hálsinn var tekið hús á séra Gunnari Kristjánssyni að Reynivöllum. Gunnar sagðist aðspurður hafa farið stíginn oftleiðis. Hann sagði stíginn vel greinilegan á köflum. Mikilvægt væri þó að hitta strax rétt á hann Reynivallamegin. […]

Járngerðarstaðir – verbúð

Eftirfarandi lýsing á verbúð að Járngerðarstöðum í Grindavík birtist í sjómannablaðinu Ægi árið 1985: „Líklegt er að verbúðir hafi í öndverðu verið sömu gerðar víðast hvar á landinu, og gerð þeirra hélst svo til óbreytt allt fram undir síðustu aldamót. Teikning sú sem hér er, er af verbúð sem var á Járngerðarstöðum um aldamótin síðustu. […]

Berghraun – Mönguketill

Ætlunin var að ganga um Berghraun og skoða syðstu gíga Eldvarpa, m.a. Mönguketil. Gígar þessir eru eldri en Eldvarpahraunin umhverfis. Þeir gætu þó hafa myndast fyrr í sömu goshrinu, en kólnað áður en hraunin hættu að renna úr stærri gígunum nokkru ofar. Hraunin runnu í Reykjaneseldum á tímabilinu 1210-1240. Þau mynda m.a. Staðaberg en vestast […]

Útvegsbændur

Eftirfarandi er úr erindi dr. Ole Lindquist – „Fornnorrænn réttur sjávarjarða til auðlinda við strendur Íslands.“ Hann hóf sagnfræðirannsóknir á þessu sviði fyrir allmörgum árum sem lauk með doktorsritgerð hans 1994. Inngangur – Um óðalsskipulagið og lénsskipulagið. „Það er nú orðið 7- 8 ár síðan að ég rannsakaði nokkuð ítarlega strandréttinn og meginreglur hans á […]

Þingvallavegurinn II

Í Vísi árið 1928 er fjallað um fyrirhugaðan „Nýjan Þingvallaveg“: „Eins og kunnugt er, hefir verið ákveðið að leggja nýjan veg yfir Mosfellsheiði fyrir 1930. — Var byrjað á vegagerð þessari í vor og mun svo til ætlast, að henni verði lokið að hausti. Hefst hinn nýi vegur við túníð á Hraðastöðum eða efst í […]

Hraunsholtshraun

Búrfellshraun kemur úr gígnum Búrfelli sem er um það bil 7 km austan við Hafnarfjörð. Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík. Búrfell er hringlaga gígur úr hraunkleprum. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar […]

Bragginn á Krýsuvíkurheiði

Þegar FERLIR-357 gekk slóðann áleiðis niður að Selöldu sást móta fyrir undirstöðum bragga skammt vestan hans. Svör lágu ekki á lausu um tilvist byggingar á þessum stað. Ólafur Kr. Guðmundsson, fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, var þarna á ferð á hestum með föður sínum og bróður árið 1942. Komu þeir við hjá Magnúsi í Krýsuvíkurkirkju, sem […]

Mælifell – Þórhallur Vilmundarson

Þórhallur Vilmundarson fjallar um „Mælifell“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1994: Á Íslandi eru að minnsta kosti tólf Mælifell sem öll eiga sameiginlegt að vera keilulaga og því auðþekkjanleg í landslaginu. Ferðamenn hafa því löngum nýtt þau til að rata og fyrr á öldum voru þau mikilvæg eyktarmerki. „Flestir Íslendingar munu kannast við eitthvert hinna mörgu […]

Krýsuvík – kvikusöfnun

Ætlunin var að skoða svæðið frá Hvömmum að Austurengjahver sem og Nýjaland norðan Stóra-Lambafells. Þar undir er forn gígur, nú umorpin leir, mold og möl úr nálægum hlíðum, auk þess sem bæði Seltúnslækur og Austurengjalækur hafa fyllt hann jarðvegi. Undir gígnum er kvikuhólf, sem virðist vera að lyfta Krýsuvíkurlandinu smám saman með tilheyrandi jarðhræringum. Á […]

Reykjanesviti – frá Grindavík

Þótt í dag liggi malbikaður vegur út að Reykjanesvita, bæði frá Grindavík og Höfnum, er alls ekki svo langt síðan að þangað var gerður akvegur. Áður lá reið- og samliggjandi vagnvegur frá Kalmannstjörn allnokkuð ofan Hafnarbergs út á Reykjanes, en það var ekki fyrr en á árunum 1926-1928 að ruddur var vegur frá Reykjanesvita að […]