Kirkjustígur – frá Reynivöllum að Fossá
Kirkjustígur er gamla kirkjugatan um aldir millum kirkjunnar á Reynivöllum annars vegar og Fossár og Hvammsvíkur hins vegar. Áður en lagt var á hálsinn var tekið hús á séra Gunnari Kristjánssyni að Reynivöllum. Gunnar sagðist aðspurður hafa farið stíginn oftleiðis. Hann sagði stíginn vel greinilegan á köflum. Mikilvægt væri þó að hitta strax rétt á hann Reynivallamegin. […]