Þingvallavegur

Í Vísi árið 1928 er fjallað um fyrirhugaðan Nýjan Þingvallaveg: “Eins og kunnugt er, hefir verið ákveðið að leggja nýjan veg yfir Mosfellsheiði fyrir 1930.
thingvallavegur-233— Var byrjað á vegagerð þessari í vor og mun svo til ætlast, að henni verði lokið að hausti. Hefst hinn nýi vegur við túníð á Hraðastöðum eða efst í Mosfellsdalnum, en þangað var áður búið að leggja akbraut. Hefir að vísu verið kvartað um, að akbrautin upp Mosfellsdal væri svo mjó, að bifreiðir gæti tæplega mæst á henni, en sennilega verður hún breikkuð, áður en hinn nýi Þingvallavegur verður tekinn til notkunar. Hin nýja akbraut liggur norðanvert við túnið á Hraðastöðum og þaðan upp hjá svo nefndu Jónsseli, norðan Leirvogsvatns og sunnan Sauðafells. Þaðan er sagt að hún eigi að liggja austur um lágheiði og muni ætlað að sameinast gömlu brautinni nálægt Þrívörðum eða nokkuru austar. Kunnugir menn á þessum slóðum telja, að heppilegra mundi, að brautin lægi norðan Vilborgarkeldu alla leið austur úr og sameinaðist ekki gömlu brautinni fyrri en á milli Torfdals og Móakotsár. Má og vel vera, að sú verði niðurstaðan, er nánari rannsókn hefir fram farið á vegarstæðinu. Þessi nýja leið verður miklu skemtilegri en hinn gamli Mosfellsheiðarvegur, og vafalaust verður nýi vegurinn lengur fær bifreiðum framan af vetri.
thingvallavegur-236En hætt er við, að þessir tveir vegir verði hvergi nærri nægilegir meðan stendur á Alþingishátíðinni 1930. Þess ber að gæta, að vegurinn verður aðeins einn alllangan spöl leiðarinnar, ef til vill alla leið frá Þrívörðum og niður á Þingvöll. En sá vegarspotti er mjór og hefir verið slæmur umferðar alla tíð, þó að alt af er verið að gera við hann. Hann er svo mjór, að bifreiðir geta rétt smogið hver fram hjá annari og þyrfti því allur að breikka, ef vel væri. En það mundi kosta allmikið fé og hins vegar ekki brýn nauðsyn, að hann sé breiðari vegna venjulegrar umferðar. En verði vegurinn ekki breikkaður og honum ætlað að taka við allri bifreiðaumferð til Þingvalla sumarið 1930, má búast við, að þar verði nokkuð þröngt umferðar og seinfarið þjóðhátíðardagana.
— Mundi tæplega mega við það una. Er vonandi, að þessi nauðsynlega samgöngubót verði komin í framkvæmd fyrir Alþingishátíðina.”

Heimild:
-Vísir 29. júlí 1928, bls. 2.

Km-steinn

Km-steinn við Þingvallaveg.