Entries by Ómar

Breiðagerðisslakki – flugvélaflak

Sveinn Þór Sigurjónsson, bjó í Traðarkoti í Brunnastaðahverfi, nú í Grindavík (73 ára). Þann 24. apríl 1943 var hann níu ára. Skömmu eftir hádegi þennan dag var hann skammt frá bænum er hann heyrði skyndilega hávaða og marga skýhnoðra á lofti yfir og nálægt Meeks-velli ofan við Keflavík. Loftvarnarbyssum Ameríkana hafði verið beint að þýskri flugvél, […]

Sundvörðuhraun – byrgi – útilegumannaskjól

Gengið var um Sundvörðuhraun, svonefnd „Tyrkjabyrgi“ og skútar sem eignaðir hafa verið útilegumönnum og m.a. „brauðofninn“ skoðaður, auk þess sem ætlunin var að gaumgæfa svæðið betur m.t.t. mögulegra minja eða ummerkja eftir veru fólks á svæðinu fyrrum. Við leit í nágrenni „útilegumannahellis“, sem FERLIR fann fyrir ári, kom í ljós einn merkilegur fornleifafundurinn á Reykjanesskaganum; […]

Rjúpnadyngjuhraun – jarðsagan um miðjan Reykjanesskaga

Í sérprentun úr Árbók Ferðafélags Íslands 1985 fjallar Jón Jónsson jarðfræðingur um „Jarðsögu svæðisins milli Selvogsgötu og Þrengsla„. Efnið er hið fróðlegasta um mótunarsögu landsins. Þar segir m.a. um Rjúpnadyngju: „Í þessum hraunupptökum er fátt um venjuleg einkenni gígs. Á sléttunni vestanverðri er kringlótt niðurfall um 60 m í þvermál og 4-6 m djúpt. Lítið […]

Gunna afturgengin?

Þegar afspurnir voru hafðar af miklum og skyndilegum breytingum á hverasvæðinu á Reykjanesi þótti FERLIR ástæða til að fara á vettvang og skoða málið nánar. Nýr hver, stór og mikill, ca. 8×8, spúandi drullu upp í ca. 4m hæð, er kominn upp skammt austan við gamla Gunnuhver. Leirsletturnar ganga einnig öðru hvoru hærra í loft […]

Ástjörn

Gunnar Ólafsson og Guðríður Þorvarðardóttir skrifuðu grein um „Ástjörn“ í Náttúrufræðinginn árið 1998: „Ástjörn við Hafnarfjörð er í kvos vestan undir Ásfjalli og er u.þ.b. 4,71 ha að stærð. Bakkar tjarnarinnar eru raklendir og að norðaustanverðu er stórt mýrarstykki niður undan gamla Ásbænum en mýrlendið við tjörnina er samtals 8,46 ha að stærð. Upp af […]

Úlfarsá (Kálfstaðir)

Í „Fornleifaskráningu Úlfarsárdals, Reykjavík 2017„, segir m.a. um Úlfarsá: „Úlfarsá telst vera hluti af víðáttumiklu landnámi Ingólfs Arnarsonar en hann nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá. Samkvæmt þessu hefur landnám Ingólfs náð yfir alla Gullbringu- og Kjósarsýslu, ef frá er talið svæðið sem liggur milli Brynjudalsár og Botnsár, og Árnessýslu vestan við […]

Einar Kr. Einarsson – Gatan mín II

Jökull Jakobsson gengur með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Annar þáttur. Frá 21.janúar 1973: „Og við höldum áfram spölkorn í vestur og erum nú komin heim á stórbýli. Hér er heldur lífvænlegra því hér eru gardínur fyrir gluggum og  málning á húsum. Fyrir framan húsið er kirkjugarður, sennilega kirkjugarður Grindvíkinga, grænn og grösugur […]

Einar Kr. Einarsson – Gatan mín IV

Jökull Jakobsson gengur með Einari Kr. Einarssyni um Staðarhverfi í Grindavík. Fjórði þáttur. Frá 3.febrúar 1973. „Þú hefur rakið fyrir okkur, Einar, helstu stórviðburði hér í byggðalaginu sem þú mannst eftir, þá sem ollu aldarhvörfum, síma, útvarpi, vegakerfinu og öðru. En ef við víkjum nú að daglegri önn fólksins hér. Þar sem við erum staddir […]

Riftún – kross

Á Riftún í Ölfusi er kaþólsk kapella. Þar er einnig safnaðarheimili kaþólsku kirkjunnar á Suðurlandi. Kapellan ber heitið „Kapella hins helga kross“ og vísar heitið til fornrar sögu krossins sem var í Kaldaðarnesi í Flóa sem er handan Ölfusár. Árið 1985 var reistur kross á hamrinum fyrir ofan bæinn og stendur hann enn. Nær krossmessu […]