Entries by Ómar

Ferlir – yfirlit 800-899

FERLIR-800: Járngerðardys – Virkið – Junkaragerði – Jónsbás – Arfadalur FERLIR-801: Fjárskjólshraunshellir – Keflavík – Bálkahellir – Arngrímshellir FERLIR-802: Kaldársel FERLIR-803: Húshólmi FERLIR-804: Selatangar FERLIR-805: Kapelluhraun og kapellan FERLIR-806: Kleifarvatn FERLIR-807: Kálfatjörn – Norðurkot FERLIR-808: Arnarsetur – Stóra-Skógfell FERLIR-809: Borgarkot – garður FERLIR-810: Sundhnúkur – Sundhnúkaröðin FERLIR-811: Kirkjuvogur – Kotvogur FERLIR-812: Fóelluvötn – Guðrúnartóft FERLIR-813: […]

Hellisheiði – þjóðsaga

“Það var fyrir löngu síðan, að maður einn úr austursýslunum, … lagði af stað að heiman og ætlaði til sjóróðra suður með Faxaflóa. … Þetta var um vetur, sennilega í febrúar. Var maðurinn fótgangandi og einn á ferð. Segir eigi af ferðum hans, fyrr en hann kemur á Hellisheiði. Var það að hallandi degi. Veður […]

Bessastaðastofa

Í bókinni „Steinhúsin gömlu á Íslandi“ er m.a. fjalla um Bessastaðastofu. Þar segir m.a.: „Árið 1761 er hafist handa við nýja aðalbyggingu á Bessastöðum, embættissetri Magnúsar amtmanns Gíslasonar. Bessastaðir á Álftanesi nálægt Reykjavík eru einn af nafnkenndustu stöðum á Íslandi. Á 13. öld komst jörðin í eigu Snorra Sturlusonar og ef til vill hefur hann […]

Blasíus

Blasíus hét helgur maður austur í Armeníu, læknir upphaflega en síðan biskup í borginni Sebasteu (sem heitir nú Sivas og tilheyrir Tyrklandi). Hann dó píslarvættisdauða árið 316 e.Kr. Á ensku er Blasíus nefndur Saint Blaise, á ítölsku San Biagio o.s.frv. Af helgum mönnum eins og honum voru snemma skrifaðar sögur á latínu. Sögu hans var […]

Krýsuvík – byggð og brennisteinn

Baðstofa nefnist fjall ofan við Gestsstaðavatn, norðaustan Hettu og sunnan Hatts. Fjallið dregur nafn sitt af „tveimur burstum líkt og á baðstofu væru“. Neðan og umleikis Baðstofu eru Baðstofuhverir, gamlar brennisteinsnámur. Frá þeim lá námustígur að geymsluhúsunum í Hveradölum. Enn má sjá þar tóftir húsanna þótt þeim hafi lítill gaumur verið gefinn í seinni tíð. […]

Bessastaðastofa – fornleifar

„Þegar viðgerðir og endurbætur hófust á Bessastaðastofu árið 1987, kom í ljós að undir henni voru allt að 3,5 m þykk mannvistarlög, sem hlaðist höfðu upp af eldri mannvistarleifum. Hófust þá á staðnum umfangsmestu fornleifarannsóknir sem enn hafa verið gerðar á Íslandi. Á árabilinu 1987 – 1996 var stór hluti bæjarhólsins á Bessastöðum rannsakaður og […]

Hjalli

Gengið var um Hjalla í Ölfusi og síðan um Þóroddstaði þar skammt austar. M.a. var skoðaður hraunfossinn í hlíðum hjallans þar sem hraunið átti að hafa runnið þá er kristni var lögleidd. Einnig var skoðaður kross í klöppum ofan við Riftún. Hjalla er getið frá því um 1000 og er nefndur er Kristnitökuhraunið rann frá […]

Varmársel – Þerneyjarsel – Esjubergssel

Þrjú sel eru innan og ofan við Tröllafoss í Leirvogsá. Varmársel er efst. Skammt þar frá er Þerneyjarsel. Esjubergssel er ofan við Rauhólsgil, innan við Esjubergsflóa. Þar er hæðin Skopra. Tóftir eru greinilegar. Gengið var upp með norðanverðri Leirvogsá áleiðis að framangreindum seljum. Einnig var ætlunin að skoða tóftir Sámsstaða og jafnvel leifar bæjar Halls […]

Fornminjar í Aðalstræti

Eftirfarandi umfjöllun um fyrirhugaða sýningu á víkingaaldarskála við Aðalstræti í Reykjavík er byggt á fyrirlestri OV í fornleifafræði við Háskóla Íslands 2006. Fornminjar hafa fundist við Aðalstræti og næsta nágrenni. Forsaga staðarins er nokkur sem og eldri rannsóknir á svæðinu. Hér verður m.a. fjallað um sannfræði upplýsinganna, upprunaleika minja og helgi þeirra. Fornleifar í Kvosinni […]

Násjór

„Um sjóinn þekki eg að eins þessar sagnir. Fyrst er það jafnsönn sem almenn sögn, en einkum í brimlendingum, að þrjár öldur miklar fylgist jafnan að, hver á eptir annari, og heita þær ólag, en bilið, sem verður á milli þeirra, heitir lag. Fyrsta aldan er ávalt mest þeirra þriggja, en hinar minni. Einginn skyldi […]