Entries by Ómar

Hraunssel II

Gengið var upp frá Mjöltunnuklifi ofan við Ísólfsskálaveg af hinni fornu leið millum Krýsuvíkur og Grindavíkur áleiðis að Hraunsseli undir Núpshlíðarhálsi. Fyrrum lá selsstígurinn upp með Lyngbrekkum úr Drykkjarsteinsdal, Leirdal, ofan Skála-Mælifells og síðan til austurs milli Höfða og Sandfells yfir Grákvíguhraun að Neðri-Þrengslum gegnt Framfelli. Þaðan var stutt í selið. Ef farin var gamla þjóðleiðin […]

Katanesdýrið

Við Katanes er Katanestjörn þar sem Katanesdýrið sást 1874 til 1876. Í bókinni „Sól skein sunnan“ skrifar Friðrik Sigurbjörnsson m.a. um Katanesdýrið í Katanestjörn, handan Hvalfjarðar gegnt Hvalfjarðareyri. Var því lýst svo, að það væri á stærð við þrévett naut, aflangt nokkuð með langan haus og hala afarmikinn, á að giska þriggja álna langan, hvítleitt […]

Eitrun fyrir refi

Í Dýraverndaranum árið 1957 er m.a. fjallað um þá umdeildu ráðstöfun að eitra fyrir refi: „Hinn 9. nóvember 1956 birti Þorsteinn Einarsson, ritari Dýraverndunarfélags Íslands, grein í Morgunblaðinu um eitrun þá, sem fjáreigendur í Reykjavík og nágrenni hugðust stofna til í fullkomnu heimildarleysi og í vanþökk bænda í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þorsteinn benti þar meðal […]

Strandarkirkja og Herdísarvík – sýn ferðalangs

„Einn rigningardag fyrir skemmstu ákvað ég að heimsækja Strandarkirkju og kíkja á Herdísarvík í leiðinni. Er ég renndi þar í hlað var rigningin orðin svakaleg og lamdi bílinn utan. Eins og sannur Íslendingur (eehemm) skoðaði ég nágrennið fyrst, varð hundblautur og veðurbarinn en eftir nokkurn tíma varð ég að láta rigningunni eftir ströndina og kirkjugarðinn […]

Ræningjastígur – Krýsuvíkursel – Ræningjadys

Gengið var frá Ræningjastíg í Heiðnabergi við Hælsvík á Krýsuvíkurbjargi undir Skriðu upp að Krýsuvíkurseli ofan við tóftir bæjarins Eyri í austanverðri Selöldu og áfram upp að Krýsuvíkurkirkju þar sem staðnæmst var við svonefnda Ræningjadys eða Ræningjaþúfur undir Ræningjahól. Þjóðsagan segir að í “annað sinn komu Tyrkjar undir Krýsuvíkurberg og gengu upp þar sem síðan […]

Um refaveiðar

Í Litla-Bergþór árið 1933 er m.a. fjallað um veiðar á „Holtaþór„: „Þó lágfætt sé, þá er tófan afskaplega greint og útsjónarsamt dýr sem lætur ekki hvern sem er snúa á sig og því eru reynslan og þolinmæðin oft það sem miklu máli skiptir til að hafa vinninginn í skákinni. Venjulega tekur tvo til þrjá sólarhringa […]

Básendar við Faxaflóa I

Í Blöndu 1927 er m.a. fjallað um Básenda, ysta básinn vestast á norðanverðu Reykjanesinu: „Nafnið er ekki vafalaust. Kemur það fyrir á voru máti í þremur myndum: 1. Bátsendar, 2. Bátsandar, notað jafnframt, og nú optast í ritum síðustu áratuga, 3. Básendar (eða Bassendar), sést að eins í gömlum og góðum heimildum. (Fornbrs. VIII, 97 […]

Lifnaðarhættir refsins – Theodór Gunnlaugsson

Refsnöfnin eru mörg, s.s. Djanki, Dratthali, Gráfóta, Holtaþór, Lágfóta, Melrakki, Refur, Skaufhali, Skolli, Tófa, Tæfa, Vargur og Vembla. Eftirfarandi frá Theodóri Gunnlaugssyni um „Lifnaðarhætti íslenska fjallarefsins“ birtist í Náttúrufræðingnum árið 1945: „Þær sögur, sem hér fara á eftir, eru teknar úr einkalífi refanna sjálfra, þegar ég hefi rakið slóðir þeirra á vetrum og einnig oft […]

Þættir úr sögu verslunar á Suðurnesjum – Marta V. Jónsdóttir

Í þremur tölublöðum Faxa árin 1947 og 1948 eru birtir „Þættir úr sögu verslunar á Suðurnesjum“ eftir Mörtu V. Jónsdóttur: „Það hafa löngum farið litlar sögur af Rosmhvalanesi eða Suðurnesjum, eins og Skaginn er kallaður í daglegu tali, eða því fólki, er þar hefur búið fyrr og síðar. Þó mun mörg sagan, ef geymst hefði, […]

Kalknám í Esjunni og kalkbrennsla í Reykjavík

Kalknám var stundað í Sandhól við Djúpagil og við Mógilsá ofan Mógilsárfoss frá árinu 1873 í nokkur misseri og síðan aftur á árunum 1916-17. Kalkbrennsluofnar voru byggðir við Rauðará í Reykjavík (1873) og síðan neðan við Arnarhól (1876). Kalofnsvegur var nefndur eftir þessum gjörningi. Í Víkverja 1873 er umfjöllun um „Kalk í Esjunni„: „Það er […]