Entries by Ómar

Melaberg – Vatnshólavarða – Leifsstöð

Gengið var eftir Melabergsleið (Hvalsnesleið), upp að Vatnshólavörðu og síðan var leiðinni fylgt áfram um Miðnesheiðina að hringtorginu austan við Leifsstöð. Vatnshólavarðan sést vel frá Melabergsvötum. Þegar komið var framhjá þeim blasti Leifsstöðin við – inngöngudyr ferðamanna til Íslands. Á leiðinni var tækifærið notað og vöngum velt yfir stöðu og framtíð ferðaþjónustunnar á svæðinu. Undanfarin […]

Heiðin há

Í Lesbók Mbl 7. nóv. 1954 er fjallað um „Heiðina há“ í svonefndu Fjarðafoki:  „Upp af Selvogsheiði er fjarska mikil hraunbunga, sem kölluð er Heiðinhá. Er hún 2030 fet á hæð, geisimikil flatvaxin eldfjallsbunga, lík í lögun og Skjaldbreiður. Hún er hlaðin upp úr óteljandi gömlum hraunalögum suður af Bláfjallahlíðum. Efst á heiðinni markar fyrir […]

Híbýli á Suðurnesjum fyrr á tíð – Skúli Magnússon

Í Faxa 1991 er birt ritgerð Skúla Magnússonar um „Híbýli á Suðurnesjum fyrr á tíð„: Hér á eftir mun verða brugðið nokkru Ijósi á híbýli Suðurnesjamanna á 18. og 19. öld, eftir því sem aðgengilegar heimildir leyfa. Reynt hefiir verið að leita í gögn samtímamanna og sjónarvotta, stuðst við lýsingar þeirra. Heimildirnar mega því yfirleitt […]

Meitlarnir

Sigurður Kristinsson skrifaði um „Meitlana“ í Morgunblaðið árið 1990: „Séður norðaustan frá, t.d. frá Hveradölum, virðist Stórimeitill (521 m) vera töluvert hamrafjall, en svo er þó aðeins á þá hlið, því hann er aðliðandi til annarra hliða. Suður frá honum er lægri háls (360 m) sem tengir hann við Litlameitil (467 m). Þeir eru báðir […]

Kambavegurinn gamli

Steindór Björnsson frá Gröf skrifaði í Tímann 1958 um „Gamla veginn um Kamba„: „Um all-langt árabil, máske aldabil, hefur vegur legið yfir Hellisheiði, en lengst af, allt þar til lagður var akvegur yfir heiðina á síðasta tug 19. aldar, lá hann norðar en nú er yfir heiðina, þar sem snjór var lítið til farartálma. Kom […]

Hlöðversnes (Hlöðunes)

Hlöðversneshverfi eða Hlöðuneshverfi er austan Brunnastaðahverfis og vestan Knarrarnessbæjanna á Vatnsleysuströnd. Á herforingjaráðskorti frá 1908 er bærinn nefndur Hlöðversnes, en á slíku korti frá 1950 er þar komið nafnið Hlöðunes í staðinn. Í viðtali í Morgunblaðinu 1971 segir Ólafur Kr. Teitsson, þá áttærður: „Það heitir Hlöðversnes. Þessi Hlöðver nam land þar sem hverfið er og […]

Fornleifaskráning

Almennt Ein sérgreina innan fornleifafræðinnar, og að mörgu leyti alveg sérstök, er að skrá minjastaði úti í náttúrunni. En hvað er fornleifaskráning og hvert er markmið hennar? Eftirfarandi er dæmi um þróun og stöðu fornleifaskráningar, sem virðist vera nokkuð lík eftir ýmsum löndum Evrópu. Krísa hefur hins vegar orðið í skráningunni í seinni tíð, einkum […]

Ísland fyrir landnámstíð

Í Lesbók Morgunblaðsins 8. ágúst 1954 er m.a. fjallað um Ísland fyrir landnámstíð: „Galfried af Monmouth (d. 1154) getur þess í sögum sínum, sem Bretasögur eru ritaðar eftir, að Arthur konungur færi til Íslands. Í brezkum annálum er víðar getið um för Arthurs konungs til Íslands. John de Wavrin (lifði enn 1469) segir þannig, að […]

Samspil skipulags við náttúrufarsþætti

Í bók Trausta Valssonar,“Skipulag byggðar á Íslandi – frá landnámi til líðandi stundar„, er m.a. fjallað um samspil skipulags við náttúrufarsþætti og hversu mikilvægt er að fulltrúar skipulagsyfirvalda taki tillit til náttúru- og umhverfisþátta: „Á Íslandi er meira um beint samspil mannlífs, atvinnulífs og byggða, við náttúruöflin en í flestum öðrum löndum. Þess vegna einkennast […]

Tuðra

„Þegar Jón Daníelsson kom að Stóru-Vogum var þar mjög reimt og stóð svo á því að bóndi sá sem þar hafði búið á undan honum hafði einu sinni úthýst manni í misjöfnu veðri, köldum og að líkindum svöngum líka. Þessi maður ætlaði þá, þegar hann fékk ekki inni í Vogum að fara út í Njarðvíkur […]