Entries by Ómar

Krýsuvík – gróðurhús og búskapur

Eftirfarandi umfjöllun um „Gróðurhús og búskap í Krýsuvík“ birtist í Skinfaxa árið  1951: „Á síðari árum hefur margt og mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Hafnarfjarðarkaupstaðar í Krýsuvík. Verður hér stuttlega skýrt frá því, sem þegar hefur verið gert þar og helztu fyrirætlunum. Krýsuvík liggur um miðbik Reykjaness að sunnanverðu, milli Grindavíkur og Herdísarvíkur, […]

Strand og timbur í Selvogi

Í Lesbók Mbl 20. febr. 1993 ritar Konráð Bjarnason grein,  „Sending af hafi jarðskjálftasumarið 1896„. Greinin fjallar m.a. um hús í Selvogi, sem voru byggð úr einstakri himnasendingu – strandreka. Konráð var áður búsettur í Hafnarfirði, ættfræðingur og fræðimaður, en hefur leitað heimaslóðanna á efri árum. „Þann 13. nóv. sl. gaf að líta eftirfarandi fyrirsögn og […]

Hagrænt gildi fornleifa

„Fornleifauppgröftur er í eðli sínu eyðileggjandi. Til þess að geta túlkað minjastaðinn verður oft að rífa steinahleðslur í sundur og grafa burt torfveggi og gólf. Enda þótt það bætist við þekkinguna við fornleifauppgröft, þá eru tengslin við söguna rofin með uppgreftinum og menningarlandslagi svæðisins breytt. Hingað til hefur helst verið stuðst við gildishlaðið mat, eins […]

Svörtuloft

Svörtuloft eru í landi Krýsuvíkur. Þar er hraunbreiða fram að sjó og víða hamrar. „Næst vestan við Vestri-Bergsenda [á Krýsuvíkurbjargi] taka við svonefnd Svörtuloft“, segir í örnefnaskrá. Örnefnið Svörtuloft er að minnsta kosti á 14 stöðum á landinu. Hér verður minnst á sjö þeirra staða. Þekktustu Svörtuloft eru sjávarhamrar, um fjögurra km langir, suður frá […]

Fjörunytjar og útivist

„Fjörur bjóða upp á einstakt umhverfi fyrir útivist. Fjörur er tilvalið að nýta sem gönguleiðir allt árið um kring. Margar strandir eru öruggar gönguleiðir á veturna þar sem sjávarseltan kemur í veg fyrir klakamyndun. Mikilvægt er að fara með gát þegar gengið er um fjörur. Sumar fjörur er aðeins hægt að fara um þegar flæðir […]

Eldvarpahraun – B-17

Í  sléttu Eldvarpahrauni skammt norðan Sundhnúkahraun austan Eldvarpa, í sléttu mosahrauninu, er stórt sporöskjulaga svæði rúið mosa svo skín í bera klöppina. Út frá svæðinu til suðurs liggur slóði, inn á skriðdrekastíginn við Árnastíg og áleiðis niður að Húsatóftum. Ef grannt er skoðað má sjá talsvert af braki flugvélar á svæðinu, m.a. svonefndan „chock“, hjólakubb úr […]

Fornleifar og ferðaþjónustan – almennt

Eftirfarandi er byggt á efni í kennslustund í Fornleifafræði; „Fornleifar og ferðaþjónusta„. Menningarlandslag er tiltölulega nýtt hugtak hér á landi, en hefur verið notað um allnokkurt skeið víða erlendis. Nú virðist vera aukin vakning á þessu sviði, sem lýsir sér í nokkurs konar framþróun á sviði ferðaþjónustunnar. Þegar fjallað er um hugtakið er venjulega átt […]

Mókolla (Grákolla)

Í aprílmánuði árið 1948 birtist eftirfarandi lýsing á „Mókollu“ í Lesbók Morgunblaðsins í dálknum „Fjaðrafok“: „Sú er sögn að í Krýsuvík hafi einu sinni búið bóndi, sem átti 900 fjár. Fóstra hans sagði honum á haustin hvað skera skyldi, en eitt haust, er hún leit á fje bónda, sagði hún að eins: „Lengi lifir Mókolla“ – […]

Fornleifafræði og ritheimildir

Ritheimildir eru þekktar allt frá tímum Egypta og jafnvel eldri. Í fyrstu var ritað á steintöflur, síðan pappírus. Hér á landi eru elstu skráðar heimildir frá 12. öld. Þær fjalla um forsöguna – eldri tíma en þær eru skráðar. Skipta má því ritheimildum í „Sögulegra tíma“ umfjöllun annars vegar og „Forsögulegar“ hins vegar. Skilgreiningar liggja […]

Skógtjörn og nágrenni

Gengið var um vestanvert Álftanes norðan Skógtjarnar. Litið var m.a. á tóftir Hliðs, Melshúss, Haugshúss, Skógtjarnar, Lákakots og Hliðsness. Reyndar aflitaði snjór jörðina víðast hvar svo eftirfarandi lýsing er að nokkru leyti byggð á upplýsingum úr deiliskráningu í Bessastaðahreppi frá árinu 2004. Hlið er á Hliðstanga. Ysti og syðsti hluti hans tangans nefnist Melshöfði. Það […]