Entries by Ómar

Eiði – selstaða Reykjavíkur?

Eftirfarandi er hluti greinar Árna Óla í Lesbók Morgunblaðsins 1967 undir yfirskriftinni „Þegar Reykjavík eignaðist Eiði.“ „Glöggskyggnir fræðimenn telja, að Nes við Seltjörn muni vera fyrsta býlið, sem byggðist úr landi Reykjavíkur. Verða þó ekki fundnar neinar beinar heimildir þar um, því að saga Ness er öll í móðu og mistri fram eftir öldum, eins […]

Staðarhverfi-klukknaport

Klukknaportið í kirkjugarðinum á Stað í Staðarhverfi við Grindavík hefur verið endunýjað. Það voru þeir feðgar í H.H. smíði sem sáu um verkið undir stjórn Helga Sæmundssonar. Kemur það í stað klukknaports sem smíðað var af Jóni Engilbertssyni frá Arnarhvoli í Grindavík á þriðja áratug síðustu aldar. Nýja portið er smíðað eftir fyrirmyndinni en þó […]

Hópsnes – skipsskaðar – Þórkötlustaðanes – Strýthólahraun – byrgi

Gengið var austur Hópsnesið frá Nesi og yfir á Þórkötlustaðanes, að þurrkbyrgjunum í Strýthólahrauni vestan við Þórshamar. Í þessari ferð var m.a. ætlunin að rifja upp sjóskaðana, sem orðið hafa á Nesinu sem og fiskverkun fyrri alda, en í Strýthólahrauni má enn sjá minjar hennar. En þar sem lágsjávað var og tært vatnið streymdi undan […]

Landsími Íslands – Gísli J. Ólafsson

Í Morgunblaðinu, hátíðarblaði 26.06.1930, er grein eftir Gísla J. Ólafsson, landssímastjóra, um upphaf „Landsíma Íslands„: „Árið 1906 gerðust þau stórtíðindi, sem áreiðanlega hafa valdið aldahvörfum í sögu Íslendinga. Það ár komst Ísland í ritsímasamband við önnur lönd, þá komu hingað tveir fyrstu íslensku togararnir (Jón forseti og Mars) og þá var stofnuð hin fyrsta al-innlenda […]

Raufarhólshellir I

Ætlunin var að fara inn í Raufarhólshelli í Þrengslum, en alls mun hellirinn vera um 1360 metrar að lengd, en meginlínan er um 900 m og dýptin um 32 m. Sú saga hefur fylgt Raufarhólshelli að í honum hafi verið komið krukku með jarðneskum leifum síðustu manna úr útdauðum indíánaþjóðflokki við Magellansund. Opið inn í […]

Reykjavík – Síðasti bóndinn á Rauðará

Í Morgunblaðinu 1981 skrifar Gunnar M. Magnússon „Hundrað ára minningu Þorláks V. Bjarnar, síðasta bóndans á Rauðará„: „Séra Björn Halldórsson, hinn kunni klerkur og sálmaskáld, bjó í Laufási við Eyjafjörð. Hann var fæddur 1823. Kona hans var Sigríður Einarsdóttir frá Saltvík á Tjörnesi, fædd 1819. Þeirra börn voru Vilhjálmur, fæddur 1846, Svava, fædd 1854, og […]

Járngerðardys – Fornavör – Stórabót – Stekkhóll – Stóraflöt

Gengið var að Járngerðardysinni í Járngerðarstaðahverfi ofan við Járngerðarstaðabót og gamla sjávargatan rakin áleiðis niður að Fornuvör, þá leið er Tyrkirnir rötuðu 1627 heim að Járngerðarstaðabænum og hnepptu á annan tug heimamanna í þrældóm. Skammt frá Fornuvör er Stokkavör. Vestan Fornuvarar eru Flúðirnar, þriggja stranda, og enn vestar er Litlabót. Þá tekur Hellan við ofan […]

Snorri – með HERFÍ

Hópur vaskra manna frá FERLIR og HERFÍ fór í hellinn Snorra, en hann fannst nýlega í Hvannahrauni. Tekinn var með 6 metra langur stigi, ljós og annar nauðsynlegur hellaskoðunarbúnaður, þ.á.m. hellamælingatæki er myndar og mælir slík fyrirbæri. Þoka var á fjöllum, en með aðstoð GPS-tækis fannst jarðfallið. Skriðið var niður í kjallara þess, stiginn dreginn […]

Maístjarnan III

Maístjarnan er einn dýrmætasti hraunhellir landsins. Hann er í Hrútagjárhrauni. Hvort sem litið er til staðsetningar og þeirra náttúru(jarðmyndana)-fyrirbæra er hann geymir er nauðsynlegt að varðveita hann til langar framtíðar. Þegar  FERLIR heimsótti hellinn fyrir skömmu þakti snjór jörð og frost beit í kinn. Inni var hins vegar bæði hlýtt og hljótt. Ljóst var að umferð um hellinn […]

Sjóferð úr Þórkötlustaðanesi

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur árið 2006 er m.a. frásögn Benónýs Benediktssonar, fyrrverandi formanns Verkalýðsfélags Grindavíkur, um „Sjóferð úr Þórkötlustaðanesi í nóvember 1938„. Þar segir m.a.: „Haustið 1936 höfðu bræðurnir á Þórkötlustöðum, þeir Benedikt og Guðmundur, látið byggja fyrir sig bát. Báturinn var smíðaður í Staðarhverfi af Kristjáni frá Reynistað. Hann var skírður Svanur og bar einkennistafina […]