Entries by Ómar

Dómhringir á Álftanesi

„Í Fornleifaskráninu fyrir Garðahverfi er m.a. getið tveggja dómhringja; á Hausastöðum og við Garða. Um dómhringinn á Hausastöðum segir: „Í Fornleifaskýrslu séra Markúsar Magnússonar árið 1820 segir: „Dómhringar (afmörkuð svæði þar sem dómar voru kveðnir upp). Merki sjást til eins slíks á jörð Garðakirkju, Hausastöðum, gömlum þingstað; hann er kringlóttur, um 30 faðmar að ummáli, en […]

Hausastaðaskóli I

„Í Fornleifaskráningu Garðahverfis má sjá eftirfarandi upplýsingar um Hausastaðaskóla á Álftanesi (Garðahreppi): „Skv. Örnefnaskrá 1964 (A163/B156) og Örnefnalýsingu 1976 (bls. 10) stóð Hausastaðaskóli eða Thorkiliisjóðsskólinn áður í Húsagarði (190-4) í austanverðu Hausastaðatúni. Fyrir andlát sitt 1759 gaf Jón Þorkelsson Thorchillius, skólameistari í Skálholti, eigur sínar til skólahalds í Kjalarnesþingi. Skóli var ekki stofnaður strax en […]

Herdísarvíkursel (heimasel)

Leit var gerð að heimaseli Herdísarvíkur í Selvogi. Í Jarðabók Árna og Páls 1703 segir um hjáleigur og selstöður Herdísarvíkur í Selvogi: „Hjáleiga hefur hjer að fornu verið, ekki var henni nafn gefið nema af bænum; hún hefur undir 30 ár í auðn verið og mikill partur grasnautnar, sem hún hafði, spilltur af sandi, þar […]

Krýsuvík – söguleg landamerki og not

Hér verður fjallað um „Krýsuvík“ út frá samantekt Óbyggðanefndar frá árinu 2004 um úrskurð vegna Grindavíkur og Vatnsleysustrandar. Samantektin felur í sér gagnlegar heimildir um búsetu í Krýsuvík sem og mörk jarðarinnar. Í kirknaskrá frá árinu 1200 kemur fram að kirkja sé í Krýsuvík. Í máldaga Krýsuvíkur frá því um 1275 segir að kirkjan eigi: […]

Sjóvarnaminjar

Við Torfabæ í Selvogi, skammt frá Strandarkirkju, er fallegur gamall sjógarður, sem Eyþór Þórðarson hlóð á árunum 1926-1934, eins og stendur á skilti á garðinum. Garðurinn er um 2 m hár og um 30 m langur en var áður mun lengri, sjórinn hefur tekið sinn skerf. Nú eru aðstæður þannig að sjórinn hefur dregið út […]

Þúfnavellir – Geitafell – Fosshellir II

Farið var að Sandfelli við Þrengslaveg og síðan haldið sem leið lá vestur yfir Þúfnavelli austan Geitafells, yfir Ólafsskarðsveg og vestur með fellinu norðanverðu. Ekki var látið staðar numið fyrr en komið var að rótum vesturhorns fellsins. Þaðan sást vel suður yfir Kálfahvamm og Selvelli fyrir neðan. Í suðvestur, ofan við Réttargjá sást í stórt […]

Hraðaleiði – Egilsdys – Æsuleiði – Skeggjaleiði

Nokkur fornmannaleiði eru í Mosfellsbæ. Má þar nefna Þormóðsleiði í Seljadal, Hraðaleiði á mörkum Hraðastaða og Mosfells, Æsuleiði við Æsustaði, Skeggjaleiði hjá Skeggjastöðum, Úlfarsleiði í Úlfarsfelli, Reynisleiði við Reynisvatn og Egilsdys í Tjaldanesi neðst í Mosfellsdal. Samkvæmt aldagamalli sögn er Hraði, þræll sem fékk frelsi til forna og byggði Hraðastaði, heygður í Hraðaleiði og Þormóður, […]

Menningararfur og ferðaþjónusta

Guðbrandur Benediktsson, deildarstjóri á Minjasafni Reykjavíkur – Árbæjarsafni, er jafnframt stundakennari við HÍ í sagnfræði, þjóðfræði og ferðamálafræði. Í kennslustund (2006) í fornleifafræði við Háskólann fjallaði hann m.a. um „menningararfinn og ferðaþjónustuna“. Kynnti hann einstök hugtök og skilgreiningar innan ferðamálafræðinnar er tengjast viðfangsefninu, s.s. ferðaþjónusta/-mennska, ferðamaður, ástæður ferða, hvatar, sjálfbærni og viðhorf ferðaþjónustunnar til menningararfsins. […]

Dvergur í Fögrukinn

FERLIR fékk eftirfarandi frásögn senda: „Sæll, ég mátti til með að deila með ykkur reynslu minni af huldufólki eftir að hafa kíkt á síðuna ykkar. Er ég var c.a. 10 ára gamall bjó ég  í Fögrukinn 2 [í Hafnarfirði], rétt fyrir neðan Hamarinn. Ég gleymi aldrei morgninum þegar ég sá, að ég held búálf, í […]