Entries by Ómar

Eldvarpahraun – Jón Jónsson

Í riti Orkustofnunar skrifar Jón Jónsson, jarðfræðingur; „Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – skýringar við jarðfræðikort“. Þar lýsir hann m.a. Eldvarpahrauni (-hraunum): „Eldvarpahraun er að því er virðist yngst hrauna á utanverðu Reykjanesi. Það skal þó tekið fram að Stampahraun yngra og Eldvarpahraun ná hvergi saman og verður því ekki séð hvort þeirra yngra er. Hitt ætla […]

Náttúruvá á Reykjanesi – Minjastofnun Íslands

Á vefsíðu Minjastofnunar Íslands 26. mars 2021 árið 2021 er fjallað um „Náttúruvá á Reykjanesi: „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fyrir viku síðan hófst eldgos á Reykjanesi. Starfsmenn Minjastofnunar hafa síðustu vikur unnið að því að taka saman gögn um þekktar minjar á svæðinu og hófst sú vinna eftir að ljóst varð […]

Eldborg við Trölladyngju – Jón Jónsson

Í Náttúrufræðingnum 1983 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um „Eldborg undir Trölladyngju„, efst í Afstapahrauni, og reynir að áætla aldur hraunsins, sem úr henni rann: „Þess skal og getið að gos það er orðið hefur rétt norðan við Trölladyngju og myndað gíginn Eldborg sýnist hafa orðið um líkt leyti og Afstapahraun rann. Ég hef áður talið […]

Afstapahraun – aldur

Í Náttúrufræðingnum 1983 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um „Aldur Afstapahrauns milli Kúagerðis og Mávahlíða„: „Áður hef ég leitt nokkur rök að því (Jón Jónsson 1978) að nafnið á þessu hrauni sé afbökun úr Arnstapa — enda er hitt nafnið lítt skiljanlegt. Ekkert hefur verið vitað með vissu um aldur þessa hrauns. Þorvaldur Thoroddsen (1925, bls. […]

Hafnfirðingur – Gísli Sigurðsson

Eftirfarandi frásögn Gísla Sigurðssonar lögreglumanns og síðar forstöðumanns Byggðasafns Hafnarfjarðar birtist í jólablaði Alþýðublaða Hafnarfjarðar 1959 undir fyrirsögninni „Hafnfirðingur„. Gísli fæddist 1903 í Hrunamannahreppi. Árið 1910 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar. Gísli skráði fjölmargar örnefnalýsingar á vestanverðum Reykjanesskaganum. Hér segir hann frá því hvernig er að verða Hafnfirðingur. Margir aðrir geti samsvarað honum […]

Víðistaðir; vinin í úfna hrauninu – Stefán Júlíusson

Í ofanverðu Víðistaðatúni er stuðlabergssteinn. Á honum er eftirfarandi áletrun: „Til minningar um Bjarna Erlendsson 1881-1972 og Margréti Magnúsdóttur 1889-1960 sem reistu býli að Víðistöðum árið 1918 og bjuggu þar til æviloka„. Hver voru þessi Bjarni Erlendsson og Margrét Magnúsdóttir og hverjir voru þessir Víðistaðir? Í skýrslu Byggðasafns Hafnarfjarðar árið 2002 segir m.a. svo um […]

Traðarfjöll – Traðarfjallahraun

Í Náttúrufræðingnum 1983 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um „Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga„. Þar skrifar hann m.a. um Traðarfjallahraun sunnan Traðarfjalla: Samkvœmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun íKrísuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvakerfi Trölladyngju. Hrinunni lauk […]

Tröllin á Valahnúkum

Sagan segir að „einu sinni hafa nátttröllafjölskylda búið í Kerlingarhnúk sunnan við Kerlingarskarð, en norðan við Kerlingargil og er þá Lönguhlíðahorn á millum. Stórkonusteinar eru norður undir Lönguhlíðarhorni. Sögn er af tilvist þeirra, en hún verður ekki rakin hér. Eitt sinn að vetri þegar dagurinn var stystur ákvað fjölskyldan í Kerlingarhnúk að leggja land undir […]