Entries by Ómar

Það má búast við gosi á Reykjanesi – Jón Jónsson

Í Vikunni árið 1964 er viðtal við Jón Jónsson, jarðfræðing, undir fyrirsögninni „Það má búast við gosi á Reykjanesi„: „Reykjanesskagi er meir eldbrunninn en nokkur annar hluti þessa lands. Ég ætla að engin viti hversu margar eru þær eldstöðvar og því síður hversu mörg þau hraun eru, sem þar hafa brunnið frá því að jökla […]

Hrafna-Flóki í Vatnsfirði?

Í Samvinnunni 1951 fjallar Helgi P. Briem „Um nafngift Íslands – Hafði Hrafna-Flóki vetursetur í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi, en ekki í Vatnsfirði á Barðaströnd?„. Margir hafa talið Hrafna-Flóka haft vetursetu við Vatnsfjörð á Barðaströnd, en það er þó málum blandið sbr. eftirfarandi; „Marga hefur undrað á því, að Ísland skyldi fá svo kaldranalegt nafn. Hafa […]

Sel og selstöður leggjast af

Í Fjallkonunni 1890 er m.a. fjallað um „Lax og selr„. Um selin segir: „Selstöður eru, nú orðið, því nær ekkert notaðar hjá því sem var á fyrri öldum. Eins og enn er ástatt með jarðræktina hér á landi, má það óefað teljast afturför í landbúnaðinum, að hafa ekki í seli, þar sem svo stendur á, […]

Þrjátíu ára skógrækt við Rósaselstjarnir

Í Víkurfréttum 2018 er fjallað um „Þrjátíu ára skógrækt við Rósaselstjarnir“ ofan Keflavíkur. Auk þess sem „Rósaselstjarnir“ eru ranglega stafsettar, eiga að vera „Róselstjarnir„, er skógræktinni hrósað í hástert, þrátt fyrir eyðilegginguna á fornminjunum sem þar eru, og hvergi er minnst á, hvorki hina fornu „Hvalsnesgötu“ né á „Róselin“ tvö við vötnin. Selin frá Hólmi […]

Herdísarvíkurgata – skilti

Við Herdísarvíkurgötu  á Deildarhálsi, hina fornu leið milli Herdísavíkur vestan Selvogs og Krýsuvíkur, er skilti Náttúruverndarstofnunar og Minjastofunar Íslands. Á skiltinu má lesa eftirfarandi: „Herdísarvíkurgata liggur milli bæjanna Herdísarvíkur og Krýsuvíkur. Hún er að einhverju leiti vörðuð og sést á nokkrum stöðum að hún er grafin í hraunið eftir fætur manna og hesta sem notað […]

Afdrifarík eldgos – Hraun á Reykjanesskaga runnin eftir landnám

Í Íslenskum söguatlas er lítillega getið um  „Afdrifarík eldgos runnin eftir landnám“ á Reykjanesskaga: „Eldsumbrot voru tíð á Reykjanesskaga á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Eldgos urðu bæði á landi og neðansjávar suðvestur af Reykjanesi. Síðast gaus á skaganum á fjórtándu öld en í sjó gaus síðast 1926. Eitt þekktasta eldgos á þessu svæði eru Krýsuvíkureldar sem […]

Í Suðurkoti í kringum aldarmótin 1900

Í Morgunblaðinu árið 1991 er minningargrein um Þórdísi Símonardóttur í Suðurkoti á Vatnsleysuströnd. Minningar afkomenda hennar lýsa vel stöðu kvenna sem og gefandi mannlífinu á Ströndinni um og í kringum aldarmótin 1900: „Þórdís Símonardóttir fæddist árið 1894 að Götu í Holtum, dóttir hjónanna Gróu Guðmundsdóttur og Símonar Símonarsonar. Systkini Þórdísar voru átta, sex bræður og […]

Suðurkotsskóli – Brunnastaðaskóli – Norðurkotsskóli – Vatnsleysuskóli – Kirkjuhvolsskóli

Í Faxa árið 1982 og í Víkurfréttum 2022 er m.a. fjallað um „Sögu skólana í Vatnsleysustrandarhreppi„: „Í Vatnsleysustrandarhreppi hafa verið byggð mörg hús fyrir barnaskóla og grunnskóla og öll bera þau nafnið skóli. Fyrstan má nefna Thorkilliibarnaskólann, sem fékk fljótt nafnið Suðurkotsskóli. Það hús var stækkað úr 54 m2 í 82 m2 árið 1886 og […]

Stóra-Knarrarnes – Þuríður og Ólafur

Á Vatnsleysuströnd er bærinn „Stóra-Knarrarnes„, merkilegur sem og líkt sem og margir aðrir á Ströndinni. „Um 1913 fóru að búa í Stóra-Knarrarnesi hjónin Ólafur Pétursson frá Tumakoti í Vogum og kona hans, Þuríður Guðmundsdóttir frá Bræðraparti í Vogum. Þau eignuðust 14 börn, sem öll voru dugmikil og erfðu hina góðu eiginleika foreldranna. Árið 1926 byggði […]

Brynjúlfur Jónsson – Æfisaga mín

Brynjúlfur var frá Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi, Árnessýslu, sonur hjónanna Jóns Brynjúlfssonar og Margrétar Jónsdóttur. Hann var elstur af sjö systkinum og ólst upp í fátækt. Brynjúlfur safnaði miklum fróðleik um Reykjanesskagann og miðlaði honum eftir getu. Brynjúlfur naut engrar skólagöngu fyrir utan að þegar hann var 17 ára var hann í hálfan mánuð hjá presti […]