Entries by Ómar

Einarsreitur – skilti

Á upplýsingaskilti við Einarsreit í Hraununum í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi: „Framan af í Hafnarfirði var saltfiskur einkum þurrkaður á mölunum við sjávarsíðuna eins og á Hamarskotsmöl og Langeyrarmölum. Þegar útgerðin jókst og bærinn stækkaði þurfti að finna stærri og betri svæði fyrir fiskreitina. framan af 20. öldinni voru margir fiskreitir útbúnir í Hafnarfirði og […]

150 ár frá fyrstu þjóðhátíðinni á Íslandi 1874

Á RÚV þjóðhátíðardaginn 17. júní 2024 mátti lesa eftirfarandi um fyrsta þjóðhátíðardaginn 1874, eða fyrir um 150 árum. Hér er og bætt um betur. Hlustið sérstaklega eftir duldu ljóði Magnúsar Þórs Sigmarssonar!: 150 ár frá fyrstu þjóðhátíð á Íslandi Á þessu ári eru 150 ár frá þjóðhátíðinni 1874, fyrstu þjóðhátíð á Íslandi, sem haldin var […]

Búrfellshraun og Maríuhellar – skilti

Á upplýsingaskilti við Bala (Garðabæjarmmegin) í Hafnarfjarðarhrauni má lesa eftirfarandi um Búrfellshraun: „Við stöndum á jaðri Búrfellshrauns sem stur sterkan svip á ásýnd Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Hér nefnist hraunið Klettar en norðan á nesinu nefnist sama hraun Gálgahraun þar sem það nær í sjó fram. Héðan eru 9 km í beinni loftlínu í gíginn Búrfell […]

Mosfell – skilti

Við Mosfellskirkju eru tvö skilti. Á því fyrra má lesa eftirfarandi upplýsingar: „Að Mosfelli var fyrst byggð kirkja á 12. öld og löngum var hér kirkja og prestssetur í aldanna rás. Mosfellskirkja var rifin árið 1888 og ný kirkja byggð að Lágafelli eftir miklar deilur eins og sagt er frá í Innansveitarkroniku eftir Halldór laxness. […]

Álafosskvos – skilti

Í Álafosskvos í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi upplýsingar: „Árið 1896 hófst ullarævintýrið á Álafossi en þá lét Björn Þorláksson (1854-1904) bóndi og hreppstjóri á Varmá reisa ullarvinnsluhús hér á árbakkanum og nýtti vatnsaflið til að knýja tóvinnuvélarnar. Fyrsta húsið sem reist var á staðnum stendur enn en hverfur inn í húsaþyrpinguna […]

Reykjalundur – skilti

Við Reykjalund í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi upplýsingar: „Vinnuheimilið að Reykjalundi var vígt 1. febrúar 1945. Þá höfðu nokkur íbúðarhús fyrir vistmenn verið reist við svonefnda Efribraut og bröggum frá hernámsárununum var fundið nýtt hlutverk. Braggarnir voru notaðir sem vinnuskálar en að Reykjalundi var rekinn ýmis konar iðnaður frá fyrstu tíð, […]

Lágafell – skilti

Við Lágafell í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi upplýsingar: „Að Lágafelli var bænahús á miðöldum en Lágafellskirkja var vígð árið 1889 og er að stofni til sú sama og hér stendur. Endurbætur voru gerðar á kirkjunni 1956 og 1979. Lágafellskirkja tekur 160-180 manns í sæti. Lágafell er gömul bújörð pg prestar Mosfellinga […]

Hleinar – skilti

Á upplýsingaskilti við Hleina má lesa eftirfarandi: „Hleinar voru friðlýstir sem fólkvangur árið 2009. markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda fjöru og útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi sem vaxið er náttúrulegum gróðri, svo sem mosa- og lynggróðri. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda búsetulandslag og menningarminjar, en á svæðinu eru tóftir, fiskreitir, grjóthleðslur, gerði, […]

Hvaleyrarlón – skilti

Á upplýsingaskilti við Hvaleyrarlón má lesa eftirfarandi: „Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði voru friðlýst sem fólkvangur árið 2009. Markmið friðlýsingarinnar var að vernda lífríki leirunnar í lóninu og fjörunnar fyrir Hvaleyrarhöfðann. Leirur hafa átt í vök að verjast á Suðvesturlandi en þær eru afar mikilvæg fæðulind fugla, ekki síst á fartímum og vetrum. Vaðfuglar af ýmsum tegundum […]

Hansabærinn Hafnarfjörður – skilti

Á upplýsingaskilti við Smábátabryggjuna (Flensborgarhöfnina) í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi um Hansabæinn Hafnarfjörð: „Hið svokallaða Hansasamband var stofnað í Lübeck í Þýskalandi á 13 öld og var bandalag kaupmanna í verslunargildum borga í Norður- og Vestur-Evrópu. Lübeck var á þessum tíma mjög öflug verslunarborg og útskipunarhöfn inn á Eystrasaltið eftir að elsti skipaskurður Evrópu var […]