Entries by Ómar

Stekkjarás – jólaratleikur 2020

Leikskólar landsins eru bæði margir og fjölbreytilegir. Sjaldnast er þó samtímasaga þeirra skráð af sanngirni á samfélagsmiðlunum – þrátt fyrir mikilvægið. Hér verður þó fjallað um einn þeirra – af gefnu tilefni. Leikskólastarfið þar hefur vakið bæði eftirtekt og aðdáun víða. Leikskólinn Stekkjarás í Hafnarfirði tók til starfa 8. september 2004. Skólinn er átta deilda […]

Hænsnahúsið í Grindavík

Í Bæjarbót árið 1985 er sagt frá „Hænsnahúsinu í Grindavík“. Frásögnin var tekin úr Fálkanum 9. janúar 1932. Þar er sagt frá frumkvöðlastafi Einars Einarssonar í Krosshúsum um hænsnarækt og eggjabúskap. Hafa ber í huga að „frumkvöðlastarf“ líkt þessu hafa jafnan, því miður, fremur hvatt „kjaftakerlingar“ hversdagsins til dáða en aðra áræðnari til varanlegri árangurs. […]

Rauðklæddi maðurinn í Njarðvíkurásum

Eftirfarandi frásögn Skúla Magnússonar um álfa og huldufólk í klettunum í Njarðvíkurásum ofan við Ytri-Njarðvík birtist í Faxa árið 2008. „Lengi hefur legið orð á því meðal fólks í Njarðvík og Keflavík að álfar eða huldufólk væri í klettunum sem næstir liggja utan við Grænásbrekkuna, að norðan og ofan við hús íslenskra aðalverktaka. Ekki man […]

Skarfur

Fræðiheiti skarfs er Phalacrocoracidae. Hann er af ætt pelíkanfugla sem telur um 40 tegundir um allan heim nema á eyjum í miðju Kyrrahafi. Skarfar eru sjófuglar sem halda sig við ströndina eða á vötnum nálægt sjó. Flestir skarfar eru dökkleitir eða svartir, með langan mjóan gogg með krók á endanum. Skarfar lifa á fiski og […]

Jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er gjarnan talinn vera skjálftinn á Suðurlandi 14. ágúst 1784. Stærð hans hefur verið metin 7,1. Þessi stærð er að sjálfsögðu ekki fengin með mælingum enda komu skjálftamælar ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld síðar. Stærðin er fengin með því að bera áhrif skjálftans saman við áhrif […]

Þjóðminjasafnið sem stofnun

Samkvæmt fyrirliggjandi opinberum heimildum er Þjóðminjasafn Íslands miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum á Íslandi. Á vegum safnsins eru sýning í safnhúsinu við Suðurgötu á menningarsögu Íslendinga frá landnámi til vorra daga og þar eru sýndir allir merkustu gripir safnsins. Þjóðminjasafnið var stofnað með með stofnun Forngripasafnsins árið 1863 en þá var stiftsyfirvöldum í […]

Garður – Útgarður; bæir og nokkrar merkar minjar

Í „Fornleifaskráningu í Garði á Reykjanesi: Verndarsvæði í byggð“, sem gerð var árið 2019 má m.a. lesa eftirfarandi um bæi og nokkrar merkar minjar: Sögubrot Í Landnámu er sagt frá því að Ingólfur Arnarson hafi numið Reykjanesskagann sem og Rosmhvalanesið allt. Þá segir frá því að hann hafi gefið frænku sinni Rosmhvalanes „allt fyrir útan […]

Garðabær – bæir og nokkrar merkar minjar I

Í „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags Lundahverfis“ 2019 í Garðabæ, „Fornleifaskráningu í Heiðmörk og Sandahlíð í sama bæ árið 2013 sem og „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags Urriðaholts“ má lesa eftirfarandi um bæi og nokkrar merkar minjar: Land Garðabæjar er mjög víðfemt og teygir sig meðal annars út á Álftanes og langt inn í Heiðmörk. Fornleifar finnast á öllu […]

Endurgerð Krýsuvíkurkirkja komin á kirkjustæðið

Ný glæsileg Krýsuvíkurkirkja er nú komin á grunn sinn á Krýsuvíkurtorfunni þar sem eins kirkja var upphaflega byggð þar 1957. Var kirkjan hífð á sinn stað rétt yfir kl. 11 laugardaginn 10. okt. 2020 í blíðskaparveðri og gekk hífingin eins og í sögu. Stóran krana þurfti til að hífa kirkjuna sem er 6,8 tonn að þyngd. […]