Entries by Ómar

Gamlar og nýjar götur á Reykjanesskaga – Helgi V.V. Biering

Helgi Valdimar Viðarsson Biering skrifaði ritgerð í Hagnýtri menningarmiðlun árið 2024 um „Gamlar og nýjar götur á Reykjanesskaga – Samanburður á fornum þjóðleiðum og nýrri gönguleiðum með áherslu á leiðina um Brúnir“. Hér er vitnað í formála ritgerðarinnar: „Markmið þessa verkefnis er að skrifa gönguleiðabók um fornar leiðir Reykjanesskagans. Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði þegar […]

Geirfuglinn – Þorvaldur Thoroddsen o.fl.

Þorvaldur Thoroddsen skrifaði „Landfræðissögu Íslands – Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun og rannsóknir, fyrr og síðar„. Bókin var gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafjelagi 1904. Í henni má t.d. lesa eftirfarandi um rannsóknir á fuglum hér á landi, auk þess Þorvaldur fjallar um geirfuglinn: „Um dýraríki Íslands vita menn miklu minna en um grasaríkið, enda […]

Frá Selvogi fyrrum – Strandarkirkja

„Gizur hvíti gerði það heit í sjávarháska, að hann skyldi þar gera kirkju sem hann næði heill landi; er sagt, hann tæki land á Strönd, og reisti þar kirkju síðan. Eptir þvi ætti að hafa verið kirkja á Strönd frá því í fyrstu kristni hér a landi. En sú er sögn Selvogsmanna, og henni fylgir […]

Geirfuglinn

Ljóst er að Suðurnesjamenn hafa snemma byrjað fugla- og eggjatökuferðir í Geirfuglasker og er eyjarinnar getið í máldaga Kirkjuvogskirkju í Höfnum árið 1367. Þessar ferðir voru þó hið mesta glæfraspil enda lendingin í eynni erfið og mjög brimasöm. Séra Hallkell Sefánsson, prestur á Hvalsnesi frá 1655 til 1696, orti kvæði í vikivakastól um Geirfuglasker. Suðurnesjamenn […]

Hafnarfjörður – Kotin og þurrkvíin

Hér segir Gísli Sigurðsson lögregluþjónn nokkuð frá gömlu hafnfirzku kotunum, byggðahverfunum og gömlum örnefnum. En hann segir líka frá riddaranum og þurrkvínni hans, svo og kóngsins böðli og Bessastaðavaldinu, en fáa staði landsins hefur erlent vald leikið jafn grátt og byggðina á Suðurnesjum, bæði fyrr og síðar, og engir Íslendingar heldur lengur borið menjar erlendrar […]

Reykjavegurinn

Þegar ekið er eftir Reykjanesbraut, á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar, virðist Reykjanesskaginn hrjóstrugur og ekki vel fallinn til gönguferða og útivistar. Við nánari skoðun kemur annað í ljós. Hann hefur upp á flest að bjóða sem göngu- og útivistarfólk leitar að. Hraunið og auðnin hefur aðdráttarafl, ekkert síður en gróskumikið gróðurlendi, þótt á annan hátt […]

Grindavík – Ágrip af sögu og staðarlýsing – Eiríkur Alexandersson

Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri skrifar um „Grindavík – Ágrip af sögu og staðarlýsing“ – í Sveitarstjórnarmál árið 1974: Saga „Maður hét Hrólfur höggvandi. Hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur. Þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir. Gnúpur fór til íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land […]

Kershellir/Hvatshellir við Sléttuhlíðarhorn – Jónatan Garðarsson

„Kershellir er rétt norðan við Sléttuhlíðarhorn í jarðfalli sem er stutt frá hinni fornu þjóðleið Selvogsgötu, eða Selvogsvegi eins og leiðin var kölluð í upphafi 20. aldar [Selvogsbúar nefndu hana jafnan Suðurferðaveg]. Hellirinn er í hrauntröð frá þeim tíma er gaus í Búrfells eldstöðinni fyrir um 7000 árum. Þak hrauntraðarinnar hefur hrunið á nokkrum stöðum […]

Hafnarfjörður – friðlýst vætti

Fimm svæði innan marka Hafnarfjarðar voru nýlega friðlýst. Svæðin bætast við áður friðlýst svæði í umdæmi bæjarins, þ.e. Reykjanesfólkvang, Hamarinn og Ásfjall. Formleg friðlýsing skv. náttúruverndarlögum er eina leiðin til þess að tryggja varðveislu svæða til ótímabundinnar framtíðar. Oft halda önnur úrræði ekki nema út eitt til tvö kjörtímabil viðkomandi sveitarstjórna. Með formlegri friðlýsingu er svæðinu tryggð framtíð og […]

Hraun – Sigurður Gíslason

Sigurður Gíslason á Hrauni er manna kunnugastur um örnefni og staðhætti á jörðinni Hrauni skammt austan við Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Rætt var við Sigga þar sem hann dvelur um þessar mundir á Hjúkrunarheimilinu að Víðihlíð við góða umönnun. Sigurður fæddist á Hrauni 5. maí árið 1923 og hefur búið þar fram til þessa. „Ég veit […]