Entries by Ómar

Hetta – Baðstofa – Hattur – Hnakkur – Seltúnssel

Ætlunin var að ganga um gömlu brennisteinsnámurnar í Baðstofu ofan við Krýsuvík og leita ummerkja eftir námumenn á svæðinu, en brennisteinn var unninn þar fyrrum líkt og ofan við Seltún skammt norðar. Þaðan átti að halda upp á austurbrúnirnar sunnan Hnakks (Baðstofu) á Sveifluhálsi, milli Hettu (379 m.y.s.) og Hatts. Frá hvorutveggju er hið ágætasta […]

Flekkuvíkursel III

Ætlunin var að skoða dæmigert sel á Reykjanesskaganum, eitt af u.þ.b. 400 slíkum, sem FERLIR hefur skoðað hingað til í hinu upprunalega landnámi Ingólfs fyrrum.  Flekkuvíkurselið hefur að geyma húsaleifar typískrar húsaskipan seinni tíma selja á Skaganum sem og öll tilheyrandi mannvirki; stekk, kví, vatnsstæði, selstíg og selvörðu auk eldri selminja, sumar hverjar m.a.s. torráðnar. […]

Álftanes – Norðurnes (Breiðabólstaður, Akrakot og Jörfi).

Breiðabólsstaðir voru meðal jarða sem Þorvarður Erlendsson hafði til kaups við brúðkaup þeirra Kristínar Gottskálksdóttur og eru nefndir í kaupmálabréfi hjónanna árið 1508:. „voru þessar jarder til greindar j þennan sama kavpmala. […] Breidabolstadir fyrir. xl.c.“ Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var jörðin hins vegar komin í konungseign árið 1703, þá kölluð hálfbýli […]

Halakot – Vorhús- Hausthús – Grænaborg – Arahólavarða

Gengið var niður að Halakoti. Þar voru bræðurnir Magnús og Ragnar Ágústssynir úti við. Þeir sýndu þátttakendum gamla bátinn frá Halakoti sem er geymdur þar í skemmu, hann var smíðaður árið 1908 og er vel sjófær. Þaðan var haldið út á Bieringstanga og gengið fram hjá bænum Töðugerði í leiðinni. Þar var tvíbýli fyrir 1900; […]

Þórkötlustaðahverfi – upplýsingaöflun

Gengið var um Klappartúnið og kíkt á tóttir gamla Klapparbæjarins. Veður var frábært – logn og hlýtt. Mikið fuglalíf. Mörg hreiður. Sólin glampaði á Festarfjall og Skála-Mælifell í austri. Tekið var hús á Helga Andersen á Þórkötlustöðum. Þegar hann var spurður hvar hlaðni brunnurinn við Valhöll, sem stendur gegnt bænum, hafi verið, sté hann út, […]

Þórkötlustaðahverfi – Slokahraun – Þórkötludys – Strýthólahraun

Gengið var að gömlu hliði, sem enn sést móta fyrir, á Hraunsgarði vestan við Hraun. Um hann lá Hraunsgatan vestur yfir í Þórkötlustaðahverfi og síðan áfram út á Þórkötlustaðanes, en Hraunsmenn nýttu Nesið fyrrum m.a. til útgerðar. Þeir réru t.a.m. þaðan fyrir tíma útgerðar Þórkötlustaðabænda og héldu því áfram eftir að byggt var í Nesinu. […]

Grindavík – yfirlit um sögu byggðar

Grinda­vík hlaut kaupstaðarrétt­indi 10. apríl 1974. Saga Grindavíkur sem byggðar er þó mun lengri. Í Fornleifaskráningu í Grindavík – 3. áfanga, má lesa eftirfarandi yfirlit um „Þróun byggðar í Grindavík“ í sögulegu samhengi. Taka þarf þó skráninguna með hæfilegum fyrirvara. „Grindavíkurhreppur liggur með suðurströnd Reykjaness frá Valahnúk að vestan, sem skilur land og reka Grindavíkur […]

Skógfellahraun – Litla-Skógfell – Skógfellastígur

Gengið var inn trönusvæðið austan Grindavíkurvegar. Í stað þess að fylgja veginum til austurs um svæðið var gengið beint áfram yfir úfið Skógfellahraunið til austurs. Það er erfitt yfirferðar og í rauninni leggjabrjótur, enda var gengið fram á löngu dauðan stakan legg lengst inni í hrauninu, sem einhver hafði misst þarna á leið sinni þar […]

Búrfellshraun í Urriðakotsdölum.

Árið 2007 fjalla Árni Hjartarson og Ingibjörg Kaldal um „Verndargildi jarðminja í Urriðakotssdölum“ [Urriðavatnsdölum]. Hér á eftir er getið um það helsta í skýrslunni, sem unnin var fyrir Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowreglunnar. Umfjöllun um hella er að mestu sleppt, enda villugjörn. Stutt yfirlit um jarðfræði svæðisins. Hæðirnar beggja megin við Urriðakotshraun eru úr síðkvarterum grágrýtishraunlögum […]

Krýsuvíkurkirkja – (Vísitasíur) máldagar 1875 og 1911

Íslensku biskuparnir áttu árlega að fara um biskupsdæmi sín og koma í hvern hrepp, svo að menn næðu fundi þeirra, vígja kirkjur, ferma börn og veita mönnum skriftagöngur. Þetta nefndist að vísitera. Prófastar virðast hafa átt að fara einu sinni á ári um sóknir í umdæmi sínu. Breytingar urðu á þessu við siðaskipti með kirkjuskipun […]