Entries by Ómar

Gardaholt – Camp Gardar og Camp Tilloi.

Tveir „stríðskampar“ voru í Garðaholti á stríðsárunum, báðir í sunnanverðu holtinu, austan núverandi samkomuhúss (Garðaholts). Á báðum stöðunum má enn sjá leifar mikilla minja frá þessum tíma. Camp Gardar voru sunnan móta Garðavegar og Garðholtsvegar á austanverðu Garðaholti. Búðirnar voru reistar sumarið 1940 fyrir undirfylki (Company) úr 1/7 Duke of Wellington Regiment. Í marsmánuði árið […]

Lónakot II

Kornelíus Jónsson (1915) úrsmiður og gullsmiður í Reykjavík byggði fjárhús fyrir ofan Lónakot um 1960 þegar hann keypti hluta Lónakots jarðarinnar af Sæmundi Þórðarsyni kaupmanni. Sæmundur keypt jörðina 1939 af Guðlaugi Engilbert Sveinssyni (1883-1955). Guðlaugur sem ætíð var nefndur Laugi Lóna, flutti þá búferlum frá kotinu inn í Hafnarfjörð. Guðlaugur tók við Lónakoti árið 1902, […]

Lónakotssel – Skógarnef – Tóhólaskúti – Óttarsstaðarsel

Gengið var upp í Lónakotssel frá Óttarsstaðaborginni, yfir Alfaraleið, selstaðan skoðuð og síðan haldið áfram upp í Mið-Krossstapa og Hraun-Krossstapa. Litið var á grenin, sem þar eru sem og grenin undir Skógarnefi. Síðan var haldið til norðurs að Tóhólum. Kíkt var í Tóhólaskúta áður en haldið var yfir í Óttarsstaðarsel og áfram til norðurs, skáhallt […]

Gömlu-Hafnir

Brynjúlfur Jónsson skrifar í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903 um „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902„: „Kirkjuhöfn er góðum kipp fyrir sunnan Kalmanstjörn. En þar mitt á milli, eða því nær, er hóll sá er Stekkjarhóll heitir, því þar hefir í seinni tíð verið stekkur frá Kalmanstjörn. Þar er rústabunga mikil, og hefir óefað verið […]

Hungursástand í Grindavík

Í bókinni „Mannlífi mikilla sæva – Staðhverfingabók„,  er m.a. lýst hungurástandi því sem ríkti í Grindavík og á Suðurnesjum um miðja 18. öld – á tímum einokunarverslunar Dana. Ekki verður, í ljósi þess, hjá því komist að skoða tilvist „Tyrkjabyrgjanna“ svonefndu í Sundvörðuhrauni neðan Eldvarpa, en þau virðast fyrst og fremst hafa verið byggð sem […]

Í Gálgahrauni – Árni Óla

Maður var hengdur í Gálgaklettum „í Garðahrauni“ árið 1664 skv. heimildum. Sennilega er þetta elsta heimildin um örnefnið „Garðahraun“, sem síðar, þ.e. nyrsti hluti þess, var nefnt „Gálgahraun„. Gefum Árna Óla orðið: „Í þessu trjálausa landi var ekki hægt að hengja menn upp hvar sem var. En hér hafði þó náttúran látið hugvitsömum réttvísinnar þjónum […]

Í Gálgahrauni

Árni Óla skrifaði frásögn um ferð hans um Gálgahraun í Lesbók Morgunblaðsins árið 1952: „Meðfram öllum hinum nýju bílvegum á Íslandi eru sett upp merki til viðvörunar, svo að fólk fari sér ekki að voða með ógætilegum akstri, þar sem eru hættulegar beygjur, brekkur, eða einhverjar torfærur. Öðru vísi var þetta áður fyr. Þá voru […]

Borgarkot

Borgarkot er á Vatnsleysuströnd, austan Litlabæjar og Bakka, milli Réttartanga og Keilisness. Tóftir kotsins eru á sjávarbakkanum, en sjórinn er smám saman að draga þær til sín. Hlaðinn vörslugarður, jarðlægur, er landmegin við tóftirnar. Gerði er við hann austanverðan. Austan við tóftirnar er stór hlaðinn krossgarður, sem minkaveiðimenn hafa rutt um koll, en þarna með […]

Lambafellshraun (Leitarhraun) – 4 op

Spáð var mikilli vætu, en FERLIR hafði náð að semja um þokkalegt veður á svæðinu. Einn FERLIRsfélagi, sem var að skoða leiðir nálægt Ólafsskarðsvegi nýlega, hafði rekist á fjögur op, sem skoða þurfti niður í. Undirniðrið var áður ókannað. Gengið var ásamt félögum úr HERFÍ frá mælimastrinu við Þrengslaveginn um Lambafellshraun (Leitarhraun) til að skoða […]

Vífilstaðasel – Vatnsendaborg

Gengið var upp Vífilstaðahlíð eftir línuveginum. Eftir að hafa skoðað selið, sem er austan við veginn, var litið á hlaðinn stekk upp á klapparholti norðan við það. Stekkurinn er dæmigerður fyrir slíkt selsmannvirki, tvískiptur. Tóftir selsins hvíla í kvos, í skjóli fyrir austanáttinni. Einnig dæmigerð fyrir sel á Reykjanesskaganum. Þá var haldið niður að Grunnuvötnum […]