Entries by Ómar

,

Nýtt útlit – áfangi á vegferð

FERLIRsvefsíðan var á sínum tíma sett upp af vanefnum og -þekkingu á síkri tækni, en með aðstoð hjálpsamra fjögurra handa og tveggja skilningsríkra huga var fræinu sáð. Morgunblaðið lagði þar m.a. tvær hendur á plóg, auk tveggja annarra Árna Torfasonar er hannaði vefsíðuna með tíu fingrum sem og stuðningi þáverandi bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, Ólafs Ólafssonar. FERLIRsvefsíðan […]

,

Ferlir – sagan

FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík. Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, krefjandi rannsóknum og stuttum kyrrsetum þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta svolítið í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi. Umræðan um svonefnt „Burn out“; úti í heimi, nú […]

Elliðaárdalur – stríðminjar

Í bókinni „Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur“ er m.a. fjallað um stríðsminjar í Elliðaárdal: „Elliðaárdalur er stærsta græna svæðið innan Reykjavíkur, hluti af umhverfi og menningarsögu borgarinnar og eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarinnar. Í nýrri bók um Elliðaárdalinn, Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur, er fjallað um gróðurfar, fuglalíf og fjölbreytilega jarðfræði dalsins og einnig sögustaði og friðlýstar minjar. […]

Gengið um Garðabæ

Sigurður Björnsson skrifaði um „Garðabæ“ í Félagsrit eldri borgara árið 2007: „Garðabær er hluti af Álftaneshreppi hinum forna, sem fyrst var skipt árið 1878 í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Síðar var Hafnarfjörður skilinn frá Garðahreppi og fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Þessi sveitarfélög heita nú Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður og Sveitarfélagið Álftanes. Umhverfi og ásýnd Garðabæjar mótast að verulegu […]

Hnúkar – hellar – hraundrýli – tóftir – áletrun

Gengið var um Hnúka á Selvogsheiði. Ætlunin var m.a. að skoða Hnúkahelli suðaustan undir Efstahnúk og mannvistarleifar norðaustan við hann – við stóra hraunbólu. Við hann eru tóftir og hleðslur, óskráðar. Norðan við hnúkinn er hraundrýli, eitt hið fallegasta á landinu, þriggja mannhæðarhátt og um fimm metra djúpt. Ekki er vitað til þess að maður […]

Garðar og Garðastekkur I

Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Garðagata „frá Garðahliði norður holtið hjá Prestahól í Stekkinn“, þ.e. Garðastekk og við hana hefur Götuhóll eða Göthóll e.t.v. verið kenndur, „klapparhóll litlu norðar en Prestahóll, rétt við Garðagötu“. Framhald virðist vera af götunni um 100 m norðan við stekkinn, á móts við núverandi Garðaholtsveg, en þar liggur skv. Fornleifakönnun 1999 […]

Útsýnisskífa reist á Ásfjalli

Útsýnisskífan á Ásfjalli átti sér langa sögu eins og segir í 50 ára afmælisriti Rotaryklúbbsins. Þegar hún var komin á sinn stað og vígsluathöfn hafði farið fram 26. júní 1987 voru fimmtán ár liðin frá því að fyrst var rætt um það í klúbbnum að hann ætti að beita sér fyrir því að koma upp […]

Hreindýr á Reykjanesskaga II

Guðmundur G. Bárðarson skrifar um „Hreindýr á Reykjanesskaga“ í Náttúrufræðinginn árið 1932: „Það mun hafa verið árið 1771, að hreindýrum var hleypt á land á Reykjanesskaga og sleppt í hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð. Voru hreindýr þessi fengin frá Finnmörku. Hreindýrin munu hafa þrifizt þar vel og talsvert fjölgað. Er þeirra oft getið á skaganum síðan, […]

Reykjanes – fróðleikur

Á vefsíðunni eldey.is má lesa eftirfarandi fróðleik um Reykjanes: Reykjanes – Stórbrotið hraun og eldstöðvar „Á Reykjanesskaga má finna allar tegundir eldstöðva sem gosið hafa á Íslandi. Talið er að um tólf hraun hafi runnið þar frá því að land byggðist eða að meðaltali eitt hraun á öld. Á Reykjanesskaganum eru þrjú háhitasvæði sem eru […]

Leyndadómur Kleifarvatns – Pálmi Hannesson og Geir Gígja

Pálmi Hannesson skrifaði um „Kleifarvatn“ í Náttúrufræðinginn árið 1941. Þá skrifaði geir Gígja um vatnið í Sunnudagsblað Vísis sama ár: „Sumarið 1930 rannsakaðii ég Kleifarvatn eftir tilmælum dr. Bjarna Sæmundssonar. Tilgangur rannsóknanna var sá að afla nokkurrar vitneskju um lífsskilyrði í vatninu, eðli þess og gerð, en það vex og minnkar til skiptis, eins og […]