Entries by Ómar

Fornleifar í Skúlatúni og í Helgadal

Fornleifar í Skúlatúni og í Helgadal – heimildir og tillaga um rannsókn Í Árbókinni 1908 fjallar Brynjúlfur Jónsson um „Rannsóknir fornleifa sumarið 1907„; annars vegar í Gullbringusýslu og hins vegar í Skúlatúni. Þar fjallar hann bæði um tóftir í Skúlatúni og í Helgadal. ÓSÁ tók saman. „Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið […]

Garðsstígur

Gengið var eftir Garðsstíg (Garðvegi) til suðurs að Grófinni í Keflavík. Leiðin lá um svonefndan Garðstíg efri, þ.e. um Langholtin, Ytra- og Innra-Langholt. Önnur leið var mun neðan Langholtanna milli Garðs og Berghóla, skammt ofan heimagarða Leiru, Hólma og Gufuskála, en á Berghólum komu leiðirnar saman síðasta spölinn í Grófina í Keflavík. Neðri leiðin sést […]

Vörður og varðaðar leiðir

„Vörður munu aldrei taldar til stórvirkja í byggingarlist, en engu að síður eiga þær sér afar langan aldur. Giskað hefur verið á að þær séu meðal þess fyrsta sem fjarlægir forfeður okkar á steinöld tóku sér fyrir hendur í mannvirkjagerð. Síðan hafa menn verið að hlaða vörður á öllum tímum sögunnar og notað þær sem […]

Grindavík – sögu- og minjakort

Árið 2011 gaf Ferðamálafélag Grindavíkur út ritið „Grindavík – sögu og minjakort„. Á baksíðu þess segir: „Hér er um að ræða samantekt minjakorta, sem sett hafa verið upp víðsvegar í bænum á undanförnum árum, unnin af Ómari Smára Ármannssyni fyrir Grindavíkurbæ með styrk frá Pokasjóði og Menningarráði Suðurnesja. Áður hefur Ferðamálafélag Grindavíkur gefið út samantekt […]

Flókaklöpp

Eftirfarandi skrif um „Flókaklöppina“ á Hvaleyri er eftir Sveinbjörn Rafnsson og birtist í „Árbók Hins íslenska fornleifafélags„, 71. árg., 1974, bls. 75-93 – „Bergristur á Hvaleyri„: Um fyrri rannsóknir Hvaleyrarrista. Margir hafa ritað um og rannsakað Hvaleyrarristurnar og mun þess nú getið að nokkru. Jónas Hallgrímsson skáld mun líklega fyrstur manna hafa rannsakað steinana fornfræðilega […]

Carlotta og „græna stöffið“

Sögulegt ferðalag hófst með tölvupósti eitt síðdegið; „Hér er einstaklingur, Þjóðverji, sem þarfnast leiðsagnar upp í Brennisteinsfjöll – í hellinn Ferlir. Getur þú bjargað því? Ég þekki engan, sem þekkir hann betur en þú.“ Ég var nú ekki beinlínis að leiðsegja fólki þrátt fyrir að hafa gengið svæðið fram og aftur og auk þess lokið […]

Blómsturvellir í landi Húsatófta

Í „Staðhverfingabók“ Gísla Brynjólfssonar segir m.a. um „Blómsturvelli„, fyrrum þurrabúð við Hústóptir í Grindavík: „Til forna var hjáleiga frá Stað, nefnd Blómsturvellir. Þegar úttekt var gerð á Grindavíkurhöndlun árið 1783, átti þar heima Jón nokkur Knútsson, en ekki er af honum önnur vitneskja en sú, að hann skuldaði versluninni 3 ríkisdali og 64 1/2 skilding. […]

Árbær fer í eyði

Í Lesbók Morgunblaðsins 1948 má lesa; „Árbær fer í eyði„: „Seinasti ábúandinn á Árbæ í Mosfellssveit, Kristjana Eyleifsdóttir fluttist þaðan í vor og nú er jörðin í eyði. Sennilega verður hún ekki bygð aftur. Húsin munu verða rifin og þar með hverfur úr sögunni seinasti bærinn bygður í íslenskum stíl, hjer í nágrenni Reykjavíkur. — […]

Gamli-Kirkjuvogur

Brynjúlfur Jónsson ritaði m.a. um Gamla-Kirkjuvog í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 undir fyrirsögninni “ Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902″: „Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smá-voga, og kallast þeir Ósabotnar. Er löng […]

Skálar og selstöður

Búsetuminjar hinna fyrstu landnámsmanna (-kvenna) hér á landi og þó einkum á Reykjanesskaganum, í landnámi Ingólfs Arnarssonar, er víða að finna. Hér er athyglinni fyrst og fremst beint að fyrstu skálabyggingunum. Eins og kunnugt er hefur dæmigerður fornaldarskáli verið grafinn upp að 2/3 hlutum í Höfnum (Vogur). Þar mun þó ekki hafa verið um að […]